Sif vill styrkja löngu dauða ríkisstjórn?

Líklega hafa fleiri en ég hlustað með undrun á Sif Friðleifsdóttur alþingismann lýsa því yfir í tvígang í viðtalsþætti í morgunútvarpinu að hún vilji að framsóknarflokkurinn gangi inn í núverandi ríkisstjórn. „Til að styrkja hana ...“, sagði Sif.

Vissulega er nú þörf á að styrkja núverandi ríkisstjórn þar sem hún hefur ekki komið neinu í verk. Hins vegar er óvíst að það takist því málefnalega er hún löngu dauð. Aðstoð Sifjar myndi því einungis verða einhver tilraun til uppvakningar en ekki lífs.

Það vakti hins vegar athygli mína að Sif tók upp orðfæri fjármálaráðherra er hún sagði að það væri ekki gott að kjósa núna og bæta pólitískri óvissu ofan á þau vandamál sem fyrir eru. Greinilegt er að Sif er ekki í góðum félagsskap þessa daganna.

Hafi það farið framhjá þingmanninum þá kom í ljós gríðarlegur skoðanamunur á afstöðu þings og þjóðar til Icesave laganna. Um 70% þingmanna studdu þau en um 60% þjóðarinnar leggst gegn þeim. Úrslitin eru skýr krafa þjóðarinnar um kosningar. Þingið á auðvitað að sjá sóma sinn í því að boða til kosninga enda þarf nýtt fólk til ábyrgðar. Við höfun einfaldlega fengið nóg af aðgerðaleysi og mistökum þingsins undanfarinna tveggja ára.

Og það skal Sif muna, enda er það ferskt í minni almennings, að Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þessari ríkisstjórn og það væri það alversta fyrir pólitískan trúverðugleika flokksins hef hann ætlar að leggja nafn sitt við ríkisstjórn sem í raun hefur ekkert gert og engu skilað þrátt fyrir afar háleit markmið. 


mbl.is Vill að Framsóknarflokkur fari í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvenær er rétti tíminn ti að kjósa?

Sitjandi yfirvöld á hverjum tíma telja alltaf að ekki sé rétti tíminn til að kjósa og flest vildu sjálfsagt hafa vald til að lengja eigið kjörtímabil.

Stjórnarandsaða telur oftast að kjósa hefði átt í gær.

En hvað með þjóðina? Hefur hún ekkert að segja?

Núverandi ríkisstjórn hefur nú í tvígang verið rekin til baka af þjóðinni með lagasetningu. Að vísu var fyrra skiptið plat, að mati stjórnvalda, þar sem þau beyttu sér ekki í þeirri kosningu, en seinna skipið er raunverulegt, um það verður ekki deilt.

Þar beyttu stjórnvöld sér af hörku til að vinna sitt mál og fengu óvænta hjálp frá hluta stjórnarandstöðunnar. Eftir sem áður rak þjóðin ríkisstjórnina til baka með þau lög.

Ef þetta er merki um réttan tími til kjósa, veit ég ekki hvaða skal miða við!

Gunnar Heiðarsson, 12.4.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála, varla neinu við þetta að bæta, Gunnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.4.2011 kl. 09:33

3 Smámynd: corvus corax

Ef framsóknarflokkurinn kemst í ríkisstjórn, segi ég bara eins og Geir, guð blessi Ísland!

corvus corax, 12.4.2011 kl. 09:48

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sif Friðleifsdóttir hefur núna gegnið alveg út á plankann í ESB- ást sinni. Ýmsir Sjálfstæðisflokks- kjósendur hugleiddu að kjósa Framsókn vegna framgöngu Bjarna Ben & Co, en afstaða Sifjar og félaga kemur helst í veg fyrir flæði óánægjukjósenda frá XD í XB.

ESB- sinnar fást ekki yfir í einn flokk nema með kosningum. Í kosningum síðustu ára var fólk látið halda að hægt væri að „sjá hvað er í ESB- pakkanum“ en nú vita það allir og að ESB- flokkurinn er Samfylkingin sem tapar fylgi til jafns við hrun sósíalemókradíska Evrópumódelsins.

Rétt Sigurður, krefjumst kosninga!

Kosningar myndu skerpa línurnar sem þörf er á, svo að við getum öll undið okkur í það sem máli skiptir á Íslandi. Sif, Þorgerður Katrín & Co mynd þá líklegast ESB- flokkinn sem koma mun til bjargar með Evruna eins og á Grikklandi, Írlandi og í Portúgal.

Ívar Pálsson, 12.4.2011 kl. 09:57

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Aldeilis ótrúleg vanmat Sifjar á póltísku umhverfi. Fyrst að greiða atkvæði með Icesave og síðan að ætla sér að ganga inn í ríkisstjórnarbjargið til að lappa upp á steinrunna ríkisstjórn. Hvar er metnaðurinn, hvar er pólitísk stefnumótun, hvar er eldmóðurinn ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.4.2011 kl. 10:02

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála því að núna verður að kjósa.

Það mun hugsanlega skjóta upp kollinum einhverskonar ESB flokkur, og er það þá bara allt í lagi en kosningar verða að koma núna vegna þess að Ríkisstjórnin er rúinn öllu trausti og ekki marktakandi á einu eða neinu sem frá henni kemur. Vegna svika þá er trúverðugleikin engin...

Ríkisstjórnin verður að endurnýja umboð sitt til kjósenda ekki Alþingis...

Ég er mest hrædd um að þessi orð hennar Sifjar gætu orðið til þess að sá stuðningur sem Framsókn virðist vera að fá núna hverfi og ekki má flokkurinn við minna fylgi en er...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 10:26

7 Smámynd: Birna Jensdóttir

Auðvitað á að kjós sem allra allra fyrst,viðeigum ekki að láta bjóða okkur þetta.

Birna Jensdóttir, 12.4.2011 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband