Heygarðshorn Birkis Jóns og Sifjar

Hlaupa nú Framsóknarmenn upp til handa og fóta og reyna að draga úr þeim skaða sem Sif Friðleifsdóttir olli í morgun með útvarpi sínu um að flokkurinn ætti að „styrkja“ núverandi ríkisstjórn.

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, reynir að dreifa athyglinni og benda á að flokkurinn sé tilbúinn að taka þátt í þjóðstjórn um afmörkuð verkefni.

Hvorugt þeirra virðist gera sér grein fyrir þeirri gjá sem síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla hefur myndað milli þings og þjóðar. Þau eru enn við sín gömlu heygarðshorn, virðast ekkert skilja og ekkert sjá. Þjóðin er ekki að krefjast áframhaldandi ríkisstjórn eða þjóðstjórnar. Núverandi ríkisstjórn er löngu dauð. Tími þjóðstjórnar var fyrir ári, nú er þörf á öðrum aðgerðum.

Núna er þörf á kosningum. Þjóðin vill fá að velja nýja þingmenn til ábyrgðar og helst setja þá af sem voru tilbúnir til að fórna sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar til Hollendinga og Englendinga eða til ESB. 


mbl.is Þjóðstjórn um afmörkuð verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér, það sem þarf eru nýir Þingmenn sem njóta trúverðugleika Þjóðarinnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 12:01

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já sammála og nú veljum við góðar persónur sem hafa staðið sig í þessari baráttu sem þjóðin hefir verið í. Persónukjör.

Valdimar Samúelsson, 12.4.2011 kl. 12:37

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Grasið er alltaf grænna hinu megin við hólinn..í hugskoti sumra...

Jón Ingi Cæsarsson, 13.4.2011 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband