Þjóðaratkvæði um ríkisstjórnina

Össur hefur ekki sést lengi og látið lítið á sér bera með Jóhanna hefur stappað niður fótum og átt sinn þátt í að hrekja stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í burtu.

Og nú dettur Össuri, utanríkisráðherra, það þjóðráð í hug að vísa kvótakerfinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann er þá kominn í bandalag með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem vill vísa aðildinni að Nató í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er fagnaðarefni að þeir skoðanabræður, Össur og Ögmundur, skuli nú loksins ná saman um þjóðþrifamál. Þeir eru ekki menn til að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið hjálparlaust.

Þó ekki sé ég svo ýkja sammála þeim bræðrum í stjórnmálum langar mig til að leggja orð í belg og hvetja til þess að ríkisstjórnin verði sett i þjóðaratkvæðagreiðslu. Á mannamáli heita það þingkosningar.

Þjóðarakvæði um ríkisstjórnina myndi nú geta sparað að minnsta kosti hálfan milljarð, þ.e. þjóðartkvæðin þeirra Össurar og Ögmundar. Og bónusinn er að við gætum fengið nýtt þing og nýjar áherslur í stað kattasmölunarstefnu Jóhönnu. 


mbl.is Þjóðaratkvæði um kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geirmundur heljarskinn

Við erum þá sammála um að þjóðin hafi ekkert um kvótann að segja, þótt hún þykist eiga hann. Hverjir hafa og fjárfest í þessari grein og hafa veiðireynsluna,  Gunna í Grafarholtinu eða Siggi á Selfossi?

Já burt með þessa stjórn.

Geirmundur heljarskinn, 18.4.2011 kl. 09:55

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

jamm burt med thessa ostjorn

Magnús Ágústsson, 18.4.2011 kl. 10:55

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sigurður það fara fram reglulega fjagra ára fresti þjóðaratkvæðagreiðslur um Ríkisstjórnir í almennum þingkosningum. Þessi ríkisstjórn er á miðju kjörtímabili svo við verðum bara að bíða SORRY. 

Hér er þjóð sem vill breyta leikreglum sem ullu hér hruni og gífurlegu eignartjóni fyrir meirihluta þjóðar. Vegna innstu klíku LÍÚ er Alþingi ekki treystandi til að fara gegn kvótakerfinu sem er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þess vegna verður að setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hér verður kvótakerfi eða sóknarmark.

Í Sóknarmarki þarf ekki að efast um að veiðarnar verða í höndum manna sem kunna og arðurinn mun renna um æðar þjóðfélagsins og skapa hagvöxt fólksins í landinu.

Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband