Andlitsupplyfting VG mistekst herfilega

Í daglegu tali er því haldið fram þegar einhver er gerður afturreka með eitthvað hafi hann beinlínis „runnið á rassgatið“ með verkefnið. Og svo brosa menn í kampinn eða hlægja.

Vinstri grænir áttu auðvitað að gera það sem þeir gera best, þegja og halda sig við upphaflega ákvörðun. Þess í stað duttu þeir á afturendann. Árni Þór Sigurðsson skilaði til baka formennskunni í þingflokknum og hefur líklga verið skömmustulegur.

Guðfríður Lilja gerði nákvæmlega það eina sem hún gat, þ.e. hafnað stöðunni. Sá sem einu sinni hefur verið barinn tekur ekki gleði sína á ný þó ofbeldismennirnir sjái að sér. Auðvitað veit konan að afturbati flokkseigendafélagsins var ekki klínískur heldur útlitslegur. Það sem átti að vera andlitsupplyfting hefur mistekist herfilega og ásýnd flokksins er eiginlega sú af óæðri endanum.

VG hefur komið afar illa út út þessum hrókeringum með formennskuna í þingflokknum. Og nú var ætlunin að setja plástur á báttið og halda áfram. Nei, Guðfríður Lilja hafði í sér stolt og sætti sig ekki við framkomu flokkseigendanna.

Niðurstaðan er sú að Árni glataði silkihúfunni og Þuríður Backman var skipuð sem þingflokksformaður og gátu allir sætti sig við hana enda hefur hún verið þæg og góð og brosað til beggja fylkinga.

En þjóðin hlær, tekur raunar bakföll, og skellihlær eins og Ómar Ragnarsson þegar hann skemmtir sér mest.

Trúi því að VG fari afar neðarlega í skoðanakönnunum á næstunni. Raunar er flokkurinn varla merkilegri orðinn en Besti flokkurinn.


mbl.is Þuríður þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er alveg ótrúlegt hvað flokknum tekst á allan máta að gleyma prinsippum sínum og fórna á altari valdsins.

Ekki nóg með að þeir skyldu fórna megin  kosningaloforðum sínum um ekkert AGS, ekkert ESB, ekkert Icesave um leið og atkvæðin voru komin í kjörkassann, heldur bættu þeir nú um betur og fórnuðu jafnréttis og femínista áherslum sínum eins og ekkert væri. Meira að segja Katrín Jakobsdóttir greiddi atkvæði með þessu þessi mikli femínisti.

Flokkurinn er týpískur innantómur flokkur sem ráðleggur kjósendum sínum að gera eins og þeir segja en ekki eins og þeir gera. Ja svei! Kosningar takk.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.4.2011 kl. 15:36

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég bara spyr hvert er þessi flokkur að fara? Ég var kominn með nýtt nafn á hann VKR sem þýðir: vinstri karl rembur.

Í dag fer þessi flokkur ekki eftir sínum prinsippum (það stendur ekkert eftir) og ekki bara það heldur má flokkurinn þakka Guðfríðu Lilju að margt ungt fólk gekk til liðs við þennan flokk.

Hann er orðin góð útgáfa af Besta flokknum sem sagt innantómur með fullt af götum á.

Ómar Gíslason, 13.4.2011 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband