Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Frábærar myndir frá Jarðvísindastofnun

100417_xxtoppgigur_magnus_tumi.jpg

Fjölmargar fallegar og upplýsandi myndir hafa birst á vef jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Slóðin er http://www.jardvis.hi.is/Apps//HI.woa/wa/dp?id=1027696. 

Mér finnst frekar fáar myndir af þessari tegund hafa birst í fjölmiðlum. Þeir reyna helst að birta myndir af skörðum í vegi eða skiltum á kafi. Oftar en ekki merkingarlausum myndum.

Hvergi hef ég  til dæmis séð mynd af gömlu Markarfljótsbrúnni og varnargörðunum við hana. Brúin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar og varnargarðarnir á svipuðum tíma.

100417_xxtoppgigur_rosa_olafsd.jpg

Nefna má að miklu þrengra er á milli bakka við gömlu brúna heldur en þá nýju. Hins vegar er sú nýja er ónothæf en hin er enn í brúki. Sér enginn fréttapunktinn í þessu? Er nýja brúin og hið manngerða umhverfi í kringum hana tómt fúsk?

En lítum nánar á myndirnar sem hér fylgja. Fyrsta myndin frá Jarðvísindastofnuninni er tekin af Magnúsi Tuma Guðmundssyni og sýnir efsta hluta Eyjafjallajökuls. Hún er tekin í dag, horft er í vestur og gosið er í fullum gangi í suðvesturhluta toppgígsins.

Næsta mynd er tekin vestanmegin við toppgíginn og horft er í austur. Með erfiðismunum má greina Guðnastein. Myndina tók Rósa Ólafsdóttir 17. apríl.

100417_xxtoppgigur_rosa_olafsd_2.jpg

Þriðja myndin er líka tekin þann 17. apríl og er nú horft til suðurs. Flugvélin er yfir Gígjökli og horft er inn í illúðlegan gíginn. Rósa Ólafsdóttir tók hana líka þann 17. apríl.

100416_xxmarkarfljot_loft_ordis_hognadottir.jpg

Myndin hér hægra megin er af flóðinu úr toppgígnum. Hún er tekin neðarlega á Markarfljótsaurum norðan jökulsins. 

Gríðarlegt vatn flæðir þarna niður dalinn, miklu meira en sem nemur rennsli Markarfljóts. Ég hef merkt inn nokkur örnefni svo auðveldara sé að átta sig á staðháttum. Myndina tók Þórdís Högnadóttir þann 16. apríl.

Síðasta myndin er fengi frá Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA og er áreiðanlega tekin í upphafi goss.

100415_xxgervitunglamynd_eyjafj_gigur.jpg

Myndin sýnir landslagið en hvorki jökul né gosmökk. Gígarnir þrír eru greinilegir sem og farvegir bráðvatnsins til norðurs og suðurs. Einnig má sjá hraunið sem rann á Fimmvörðuhálsi. Mikið er að sjá og skoða í myndinni.

Allt eru þetta frábærar myndir sem segja gríðarlega sögu ef maður nennir að rýna í þær og jafnvel bera sumar þeirra saman. 

 


mbl.is Margar eldingar í stróknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómar getgátur sem standast illa

100417_vodafone_kl_2023.jpg

Þessi frétt er ekki nógu skýr að því er varðar jarðfræðina. Í henni segir:

Sigkatlar í ísnum eru það stórir að gjóska er farin hlaðast upp í gíg sem einangrar ís frá kvikurásinni. Lítill ís virðist vera að bráðna en nægt vatn kemst samt að kvikunni til að sprengivirkni haldi áfram. Flóð hefur ekki orðið frá því í gærkvöldi.

Tilvitnunin er illskiljanleg. Hvernig kemst vatn að kvikunni ef gígur hefur myndast sem einangrar hana frá ísnum? Er vatn allt umhverfis gíginn og hripar það í gegnum gjóskuna og inn að kviku.

Nei, fjandakornið. Hér þarf meiri og betri skýringar sem rekast ekki hver á aðra.

Líklegast er að enginn gígur hafi myndast og enn sé stöðug bráðnun. Nema það sé gasi sem veldur sprengingum. 

Þessi fallega mynd af gosinu í Eyjafjallajökli var tekin af vefmyndavél Vodafone í kvöld rétt um kl. 20:23. Samkvæmt hennir eru gufubólstrarnir milir og þó ekki sjáist mikill öskumökkur þetta augnablikið er nóg um sprengingarnar. Það bendir eindregið til þess að bráðnun sé mikil og nóg sé af vatni og fátt sem heldur því frá kvikunni.

Annars eru allt of miklar getgátur um gíginn. Líklegast er best að fara að lalla sér upp á jökul og kíkja oní herlegheitin. Kannski taka líka nokkrar myndir.


mbl.is 10-15% af ísnum hefur bráðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegir möguleikar markaðsmálum

Þegar leit út fyrir að leiðtogafundurinn í Höfða 1986 hefði farið út um þúfur fór um íslenska ráðmenn. Síst af öllu vildu þeir að Ísland yrði minnst fyrir misheppnaðan fund sem átti að tryggja framtíð með án kjarnorkuógnunar. Síðar kom í ljós að fundurinn hafði ekki verið svo slæmur jafnvel þó aðalritari sovéska kommúnistaflokksins hefði yfirgefið hann hálf fúll.

Þegar bankarnir hrundu leit út fyrir að Ísland hefði fengið mjög slæma kynningu á alþjóðlegum vettvangi. Og það var vissulega rétt. Hins vegar gerðist það sem fáir bjuggust við, áhugi fólks á ferðum til Íslands dvínaði ekki. Þvert á móti hefur hann vaxið.

Nú bölva margi Íslandi vegna þess að yfir Evrópu flýgur varla flugvél. Fjöldi allur er strandaglópur hér og þar um heiminn. Eina ráðið er að ferðast á seinlegan máta á landi og sjó. Hins vegar er Ísland daglega í umræðunni rétt eins og í kjölfarið á leiðtogafundinum í Höfða og eftir bankahrunið.

Getum við snúið þessari athygli sem beinist að landi og þjóð okkur til framdrátta? Getum við aukið kynninguna og selt meira af vöru og þjónustu svo ekki sé talað um ferðir til landsins?

Nú þurfa stjórnvöld að skoða stöðuna, markaðsmenn að kanna möguleikana og PR fólk að setja heilann í bleyti. 

Auðvitað eru sóknartækifæri í stöðunni, látum ekki öskuna byrja okkur sýn.


mbl.is Ísland ofarlega í huga ferðalanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að skrúfa fyrir öskuframleiðsluna?

Gríðarlegt efnahagslegt áfall steðjar nú að Evrópu og raunar öllum heiminum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ástæðan er einfaldlega sprengigosið í toppgígnum sem ógnar flugumferð til og frá Evrópu og getur valdið efnahagslegum vandamálum víða um heim.

Askan verður til vegna þess að jökullinn bráðnar og vatnið kemst í snertingu við glóandi hraun og gríðarlegar sprengingar verða. Einnig getur askan myndast vegna þess hversu mikið gas er í kvikunni þegar hún þeytist upp á yfirborðið með hrauninu og sprengingar verða, hraunið sundrast og við það myndast aska. Gott og vel, tvær skýringar eru þá á öskuframleiðslunni. 

Er ísinn vandamálið? 

Sé ástæðan fyrst og fremst sú fyrrnefnda má velta því fyrir sér hvað gerist ef enginn eða miklu minni jökull er í toppgígnum. Mun þá öskuframleiðslan leggjast af? Verður gosið þá eins og gerðist á Fimmvörðuhálsi, stórt gos án ösku, og áhrifin á flugumferð verði þar af leiðandi hverfandi miðað við stöðuna í dag.

Þegar hraunrennsli ógnaði höfninni í Vestmannaeyjum grunaði skynsömum mönnum að með vatnskælingu væri hægt að draga úr rennslihraða hraunsins og jafnvel bjarga höfninni. Það reyndist rétt hugsað. Kælingin flýtti fyrir kólnuninni, hraunið stirðnaði og myndaði fyrirstöðu móti rennslin, það hlóðst upp eða fékk sér annan farveg.

Með ákveðnum aðgerðum er hægt að eyða ísnum í nágrenni eldsprungunnar í toppgígnum. Til dæmis mætti varpa niður sérstökum sprengjum sem fyrst og fremst sundra og mynda gríðarlegan hita sem bræðir ísinn nægilega mikið til að vatnsframleiðslan hætti og hraun geti runnið. Þar með hætta sprengingarnar.

Tveir óvissuþættir 

Tæknilega séð er þetta mögulegt. Tveir óvissuþættir eru þó í þessu. Annars vegar um vilja stjórnvalda eða landsmanna til aðgerðanna og hins vegar hvort gassprengingarnar séu þess eðlis að öskuframleiðslan haldi áfram þrátt fyrir vatnsleysi í kringum eldsprunguna.

Engu að síður eru afar mikilvægar efnahagslegar forsendur fyrir því að hugleiða þessa lausn. Ella getum við Íslendingar horft fram á langvinnt gos sem hafi alvarlegar afleiðingar á slakan efnahag okkar. Ferðaþjónustan skaðast, markaðir íslenskra útflytjenda tapast, innflutningur dregst saman, matvælaframboð minnkar og fleira má nefna.

Um leið kann þetta að valda meiriháttar vandamálum í heiminum, kreppan dýpkar, framleiðni minnkar, hagvöxtur lækkar og afleiðingin kemur síðast en ekki síst í bakið á okkur. 

Ég er á þeirri skoðun að hugleiða þurfi spurninguna sem er fyrirsögn pistilsins, annað væri tómt rugl. 


mbl.is Bíða gjóskufallið af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott mynd af „Leirlóninu“

100416_loni_fullt_c_981996.jpg

Eðlilega hafa fjölmargir áhyggjur af því að vegurinn inn í Þórsmörk og Goðaland lokist um lengri tíma. Ég skrifaði stuttan pistil um þetta fyrr í dag og birti mynd sem ég tók af vefmyndavél Vodafone. Nú í kvöld er falleg kvöldsól og einstaklega fróðlegt að skoða vefmyndavélina.

Ég tók mig til að lagaði aðeins það sem ég hafði gert fyrr í dag og setti inn vegina eins og þeir voru, veginn yfir Lónið og neðri veginn. Síðan teiknaði ég inn á myndina Lónið sjálft og affallið úr því. Ekkert listaverk, en núna sjáum við eiginlega skýrt hvað í raun hefur gerst. Hvílík eyðileggin hefur orðið þarna.

Svo veltir maður því fyrir sér hvers konar efni það er sem komið er þarna og hvort mögulegt sé að leggja veg yfir það.

Og svo var maður hræddur um að hraun myndi renna um Krossáraura. Ætli það sé ekki líklegra að þar fyllist allt af ösku nema kerlingin Katla gjósi.


Lónið fullt af leir og vegurinn ónýtur

100416_loni_fullt_c.jpg
Vegurinn í Þórsmörk og Goðaland er á stórum kafla ónýtur. sérstaklega á það við fyrir neðan Lónið sem einu sinni var og heit. Það er nú horfið, gjörsamlega farið. Þess í stað er komin löng brekka frá jökultá og fram að jökulgarði. Lónbrekka.
 
Þetta má glögglega sjá á myndinni sem fengin er af vefmyndavél Vodafone um hádegi í dag. 

Á myndina hef ég dregið eftir minni vegina. Þann sem áður lá upp í Lón og síðan svokallað neðri leið. Ég held að Jökuláin liggi þarna á svipuðum slóðum og hún gerði fyrir gos.

Neðst á myndinni má svo sjá Krossá sem rekur sig á árkeiluna eða öllu heldur leirkeiluna sem orðið hefur til vegna hlaupsins. Áin beygir þarna framhjá henni og sameinast svo Markarfljóti skammt fyrir neðan.

100416_eyjafjallajokull_lon_og_vegur_981982.jpg

Neðri myndin er af Eyjafjallajöki og lóninu. Þarna er Lónið í ósköp góðu standi og veit ekkert af því sem er yfirvofandi.

Á myndina reyndi ég líka að draga vegina.

Og hvernig skyldi staðan vera þarna? Er lokað inn í Þórsmörk og Goðaland í sumar? Er einhver leið að leggja veg um leirburðinn úr Lóninu?

Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hversu mikið er Eyjafjallajökli mál? Fullyrða má að stór hluti mannkyns er búinn að fá nóg af þessum ósköpum.


mbl.is Nýtt flóð á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... öskunni verði dreift yfir Evrópu

Þegar ýmislegt bjátar á í tilverunni er oft skammt í húmorinn. Þannig var það í heimsstyrjöldunum, undir ægivaldi Stalíns og jafnvel núna þegar náttúruhamfarir ógna manni.

Sagt er að Bretar hrópi nú: Send us cash, not ash.

Fréttir herma að hið látna íslenska hagkerfi hafi átt þá síðustu ósk að öskunni verði dreift yfir Evrópu.

Eflaust er fleira í gangi. 

 

 


mbl.is Gosið kostar hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla brúin traustari en sú nýja?

Óneitanlega veltur maður því fyrir sér hvers vegna gamla brúin stenst flóðið en ekki sú nýja. Sú gamla var byggð á fjórða áratugnum en sú nýja tekin í notkun í lok síðustu aldar. Gamla brúin er aðeins styttri en sú nýja.

og nú má aka yfir gömlu brúnna en þeirri nýju var bjargað með því að rjúfa veginn við hana. Þetta er nú bara eitthvað undarlegt. 


mbl.is Umferð takmörkuð um brúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af flóðinu úr Lóninu

100415_lon_flo_kl_1857.jpg
Flóðið úr Gígjökli er gríðarlegt ef marka má vefmyndavél Vodafone sem staðsett er á Þórólfsfelli og er beint að jöklinum. Alveg meðólíkindum að geta horft á þetta.
 
Meðfylgjandi mynd var teknar rétt fyrir kl. 19:00. Nokkur þoka er þarna en sjá má greinileg hvernig aurvatnið streymir af krafti í gegnum skarðið. Aðstæður þarna eru óþekkjanlegar frá því fyrir gos.
 
Til samanburðar er hér mynd úr vefmyndavél Vodafone frá því kl. 15:16 í dag. Sjá má sláandi mun á þessum myndum. Aur og drulla er á neðri myndinni og á úr Lóninu rennu þar um.
 
Þetta sést ekki á efri myndinni. 
 
100415_lon_flo_kl_1516.jpg
Og núna um 15 mínútur yfir 19 er Lónið tómt, bylgjan farin framhjá og líklegast að nálgast gömlu brúna yfir Markarfljótið

 .


mbl.is Svæði rýmd vegna jökulhlaups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stafar ekki frá gosstöðvunum

Þetta er afar langsótt. Gosstöðvarnar eru langt frá Skógá og ekki fræðilegur möguleiki að bræðsluvatn frá þeim falli í hana. Hins vegar hefur verið leysingatíð og einnig hefur aska áreiðanlega fallið í ánna. Hvort tveggja gæti einfaldlega skýrt litabreytingarnar.
mbl.is Aur litar vatn í Skógá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband