Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Nú væri gaman að vera Ómar Ragnarsson

100418_loni_kl_1703.jpg

Eldsumbrotin í Eyjafjallajökli valda miklum breytingum á landslagi. 

Lónið og umhverfi Gígjökuls hefur mér lengi fundist vera heillandi. Á löngum tíma gekk jökullinn fram, ýtti hægt og rólega upp jökulgörðunum, mótaði þá í hring sem aðeins er rofinn á einum stað, þar var útfallið úr lóninu.

Á einum degi, fylltist lónið af aur og ösku, framleiðslu eldgossins í toppgígnum.

Þá komum við að því sem mér finnst skipta máli og vantar. Mig langar til að sjá hvernig umhverfið þarna hefur breyst. Taka myndir og ganga um svæðið.

Meðfylgjandi er mynd úr vefmyndavél Vodafone, nokkuð stækkuð. Tveir bílar sjást hægra megin við miðja mynd. Vegurinn var nokkuð fyrir neðan þá, þannig að þeir eru að aka þarna á grónu landi. Gjörsamlega löglaust ... Án gríns held ég að þarna hafi verið einhverjir vatnamælingamenn eða jarðfræðingar að kanna aðstæður.

Mikið óskaplega öfunda ég þá. Ég velti því fyrir mér hvernig flóðið Gígjökli hefur farið með veginn inn í Þórsmörk og Goðaland. Held að hann hljóti að vera nokkuð illa farinn, t.d. innan við Langanes, jafnvel horfinn á þeim slóðum.

dsc00055.jpg

Svo er það jökullinn sjálfur. Rétt eins og margir aðrir hef ég gengið oft yfir hann. Langoftast svokallaða Skerjaleið. Hún liggur upp frá Grýtutindi og síðan með Skerjunum og upp að Guðnasteini.

Hér hægra megin er mynd sem ég tók árið 2007 við Guðnastein. Horft er yfir toppgíginn í suðaustur.

Lengst til vinstri er Hámundur, hæsti hluti Eyjafjallajökuls. Til hægri er tindur sem ég held að beri ekkert nafn. Vinstra meginn við hann er núna eldgosið. 

Þarna, við Guðnastein, væri heillandi að vera um þessar mundir. Kostur væri ef vindur stæði af norðvestri, annars væri frekar óhollt að vera á þessum slóðum. Við Guðnastein myndi maður horfa því sem næst beint ofan í gíginn.

Annars væri um þessar mundir skemmtilegast að vera Ómar Ragnarsson, geta flogið að vildi að eldstöðvunum og taka myndir. Verst að hann tekur ekki myndir af réttum stöðum, er alltaf að mynda mökkinn ekki umhverfið.

Að öðru leyti langar mig ekki til að líkjast Ómari Ragnarssyni nema ef vera skyldi að hann er svo fjandi hagmæltur en ég ... leirmæltur.


Fjármálaráðherra vill ekki rökræður

Verða rök eitthvað lakari þó sá sem heldur þeim fram sé ekki í vinaflokki fjármálaráðherra? Komi einhver úr þeim flokki með sömu rök, eru þau þá svaraverð? Eða kannski hafi fjármálaráðherra höndlað sannleikann.

Aðalatriðið í umræðunni er að menn rökræði og komist að sameiginlegri niðurstðu. Icesave málið er ekki einkamál ríkisstjórnarinnar, það kemur okkur almenningi líka við.


mbl.is Engin fyrirheit gefin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægðatregða með gasverkjum og innantökum

100420_vodafone_kl_1530.jpgGosmökkurinn fellur nú til norðurs eða norðausturs samkvæmt mynd úr vefmyndavél Vodafone á Þórólfsfelli og hér fylgir.

Frekar dimmt er yfir og hafi ekki nú þegar fallið aska í Húsadal má reikna með því að það gerist hvað úr hverju.

Líklega má rekja drunurnar til breyttrar vindáttar nema því aðeins að innantökur Eyjafjallajökuls séu svo miklar að fólk sé farið að heyra til þeirra. Þetta er auðvitað ekki alveg rétt enda segir eftirfarandi um líðan jökulins á vef Veðurstofunnar:

Dynkir hafa heyrst og fundist víða undir Eyjafjöllum og austur af þeim; og betur eftir að vind tók að lægja. Þarna er mjög seig kvika sem gerir það að verkum að gassprengingar verða mun öflugri heldur en þegar um þunna kviku er að ræða, eins og var á Fimmvörðuhálsi. Sprengingarnar mynda þessar höggbylgjur sem heyrast og finnast í margra kílómetra fjarlægð. 

Sé þessi klausa þýdd á mannamál þá er átt við að mikil hægðatregða sé í Eyjafjallajökli og fylgja gasverkir og innantökur.


mbl.is Drunur og dynkir frá eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögðin hæg hjá Airbus og ESB

Eftir nærri viku gos í Eyjafjallajökli, öskusveim sem nær yfir stærsta hluta Evrópu og nær algjört flugstopp í kjölfarið rankar flugvélarisinn Airbus við sér og fer a kanna málið. Ekkert að, segir hann.

Gagnrýni á flugbannið hefur nú farið vaxandi enda afleiðingarnar gríðarlegt efnahagslegt vandamál sem snertir næstum öll svið viðskipta og neyslu. Ekki aðeins tapar ferðaþjónustan heldur er stöðugt að koma í ljós tap almennings. Vöruframboð fer smám saman minnkanadi, inn- og útflutningur í Evrópu er að breytast, nauðsynjavörur sem sendar eru með fragtflugi verða vart fáanlegar, að minnsta kosti um tíma.

Og stjórnvöld í hinu háttvirta Evrópusambandi virðast vera jafn svifasein og flugvélarisinn. Viðbrögðunum má líkja við bankahrunið hér á landi. Allar upplýsingar liggja fyrir en langan tíma tekur að virkja boðleiðir.


mbl.is Eðlilegt flug í öskuskýi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á Ómar við með öskupokanum.

Í fyrstu atrennu er ekki víst að allir viti hvað Ómar Ragnarsson er að tala um þegar hann segir að „öskupoki sé á Markarfljótaurum“. Að minnsta kosti fattaði ég ekki hvað hann á við fyrr en ég fór að lesa fréttina og áttaði mig þó ekki á henni fyrr en Skúli Víkingsson benti mér á staðreyndir máls í athugasemdum hér fyrir neðan..

Ómar á við að ösku og leir blási upp af Markarfljótsaurum. Þar rjúka þessu léttu efni með hvassri sunnanáttinni öllum til óþurftar og ama.

Alltaf gaman þegar upp koma nýstárlegar lýsingar á náttúrunni. En það þarf meira en meðalmenni til að skilja Ómar. [Breytt færsla kl. 13:33]


mbl.is Öskufok á Markarfljótsaurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðgnóttin

Þegar fréttamaðurinn á vart eitt einasta orð ...

sjonarspil_3.jpgsjonarspil_4.jpgsjonarspil_2.jpgsjonarspil_1_983077.jpg
mbl.is Eldgosið mikið sjónarspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað olli flóðinu sunnan úr Eyjafjallajökli?

kort_af_jokli_og_gigum_983003.jpg

Í upphafi eldgossins kom mikið flóð suður af Eyjafjallajökuls og lenti í Svaðbælisá, sem rennur m.a. framhjá Þorvaldseyri. Þá var því haldið fram að gígur væri sunnan við toppgíg jökulsins. Ekki hef ég orðið þess var að meira flóð hafi komið sunnan megin, hvorki í þessari á né öðrum.

Hvernig skyldi standa á þessu? Hafi verið gígur sunnan megin er hann þá óvirkur eða varn enginn gígur þarna? sé hið síðarnefnda rétt hvernig skyldi þá hafa staðið á flóðinu?

Líklegagsta skýringin er sú að þarna sést lítið til vegna mökksins úr eldgígnum. Það breytir þó ekki því að hægt er að taka myndir með ákveðinni tækni þar sem horft er í gegnum mökkinn.

Meðfylgjandi kort er af vef jarðvísindastofnunar en Páll Einarsson og Ásta Rut Hjartardóttir hafa sett inn á það nýju gígana eftir Radarmynd sem tekin var í TF-SIF í 14. apríl kl. 10:30. 

Þess má geta að Svaðbælisá var kennd við bæinn Svaðbæli. Síðar var nafni bæjarins breytt í Þorvaldseyri.


mbl.is Gosmökkurinn rís enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegar gosmyndir frá NASA

nasa_gosmynd.jpg

NASA er með gervihnöttinn Aqua svífandi fyrir ofan jörðu og hann tók þessa stórkostlegu mynd af gosinu í Eyjafjallajökli kl. 13:20 í gær, laugardaginn 17. apríl.  

Myndin hefur þegar verið birt hér á landi á stjörnufræðivefnum, stjornuskodu.blog.is, afar fróðlegum vef.

Áhugavert er að sjá skuggamyndirnar í miðju mökksins, rétt eins og þarna sé gamall bíll að fara í gang með tilheyrandi sprengingum. 

Það sem vekur mest athygli mína er að eldgosið er auðvitað náttúruleg mengun. Við henni er ekkert að gera. Sú mengun sem við völdumætti að vera viðráðanlegra vandamál. Hún sést yfirleitt ekki eins vel og reykur úr svona háfi.

Stóra myndin af landinu er einstaklega fögur. Vart ský að sjá yfir því öllu.

nasa_gosmynd2.jpg

 Tökum eftir hvernig snjólínan liggur um Suður- og Vesturland með einstaka snjólausum köflum í Austur-Skaftafellssýslu, Dölum, Vestfjörðum og Vestur-Húnavatnssýslu.

Svona kemur líklega vorið að sunnan. Þetta áttar maður sig á eftir að hafa búið í nokkurn tíma úti á landi. 

Sjá nánar slóð sem vísar á Flickr, http://www.flickr.com/photos/gsfc/sets/72157623862023918/. Þetta er slóð, ekki linkur. Á í vanda með að láta linka virka hér á blogginu.


mbl.is Eldgosið truflar ekki Discovery
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Airbus og Boeing tjá sig ekki um öskuna

Athyglisvert er að fylgjast með umræðum erlendis um flugbannið í Evrópu. Að sjálfsögðu hafa komið fram efasemdaraddir. Sumir segja er að engin ástæða sé að banna flug þó ryk sé í lofti, jafnvel þó það sé ættað úr eldfjalli.

Ekki hef ég þekkingu til að meta áhrif öskunnar á flugvélahreyfla, sérstaklega þotuhreyfla. Hef þó lesið fróðlegar greinar  um slíkt. Hins vegar finnst mér óskaplega undarlegt að tveir af helstu framleiðendur flugvéla í heiminum í dag, Boeing og Airbus, skuli ekki tjá sig.

Þögn flugvéla- og þotuhreyflaframleiðenda er afar sérkennileg svo ekki sé meira sagt. Ef bílaframleiðendur myndu þegja undir álíka kringumstæðum krefðust ríkisstjórnir allra vestrænna landa úrbóta.

 


mbl.is Fimm vélar til Þrándheims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar forsíður evrópskra dagblaða

Ekki myndi eldgos á Íslandi vekja viðlíka athygli nema fyrir þá sök að öskuframleiðslan úr Eyjafjallajökli stöðvar alla flugumverð.  Í gær var sagt að af 28.000 flugferðum um Evrópu hefði 18.000 verið felldar niður. Það var einna helst að í suðurhlutanum væri enn flogið.

Þetta er stórfrétt og ekki furða þó öll stærstu dagblöð álfunnar hafi slegið upp fréttum af flugstoppi, öskufalli og Íslandi á forsíðuna.

„Ég hata Ísland,“ var fyrirsögn í einhverju dagblaði eða vefmiðli í Evrópu. Ferðamenn verða fúlir og þreyttir á þessu flugstoppi en flestir gera sér vonandi grein fyrir því að íslenska þjóðin stendur ekki fyrir hamförunum.

En á Ísland einhverja möguleika þegar augu heimsins beinast að landinu? Ég vil fullyrða að svo sé. Meðan við eigum í mestu kreppu sem gengið hefur yfir þjóðina hljótum við að líta til allrar athyglinnar sem við njótum og reyna að nýta okkur hana. Það getum við gert með markaðsátaki um alla Evrópu, kynnt útflutningsvörur þjóðarinnar, landið sem ferðamannastað og ekki síst hvatt til fjárfestinga hér á landi.

Skoðum aðeins hversu gríðarlega auglýsingu Ísland hefur fengið. Lítum á forsíður nokkurra evrópskra dagblaða. Af handahófi valdi ég nokkrar og tel þau hér upp í stafrófsröð:

Aftenposten í Noregi, Aftonbladet í Svíþjóð, Alto Adiage á Ítalíu, Bild í Þýskalandi, Delo í Slóveníu, Die Presse í Austurríki, Diena í Lettlandi, El Pais á Spáni, Irish Examiner á Írlandi, La Stampa á Ítalíu, La Vangua á Spáni, La Voix í Lúxemburg, Lidove Noviny í Tékklandi, Neue Westfälishe í Þýskalandi, Politika í serbíu, Público í Portúgal, SME í Slóvakíu, The Times í London, The Times á Möltu, Trouw í Hollandi, Vecernji í Króatíu og Vilniaus Diena í Litháen.

aftenposten_noregi.jpgaftonbladet_svithjo.jpgalto_adige_bolzano_italiu.jpgbild_berlin_yskaland.jpgdelo_sloveniu.jpgdie_presse_austuriki.jpgdiena_riga_lettlandi.jpgel_pais_madrid_spani.jpgirish_examiner_rlandi.jpgkurier_austurriki.jpgla_stampa_torion_italiu.jpgla_vanguardia_barcelona_spani.jpgla_voix_luxembourg.jpglidove_noviny_tekklandi.jpgneue_westf_lische_bielefeld_yskaland.jpgpolitika_serbiu.jpgpublico_portugal.jpgsme_slovakiu.jpgthe_times_london.jpgthe_times_valletta_moltu.jpgtrouw_amsterdam_hollandi.jpgvecernji_lis_kroatiu.jpgvilniaus_diena_vilnius_lithuania.jpg

 


mbl.is Fólk flýr öskufallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband