Myndir af flóðinu úr Lóninu

100415_lon_flo_kl_1857.jpg
Flóðið úr Gígjökli er gríðarlegt ef marka má vefmyndavél Vodafone sem staðsett er á Þórólfsfelli og er beint að jöklinum. Alveg meðólíkindum að geta horft á þetta.
 
Meðfylgjandi mynd var teknar rétt fyrir kl. 19:00. Nokkur þoka er þarna en sjá má greinileg hvernig aurvatnið streymir af krafti í gegnum skarðið. Aðstæður þarna eru óþekkjanlegar frá því fyrir gos.
 
Til samanburðar er hér mynd úr vefmyndavél Vodafone frá því kl. 15:16 í dag. Sjá má sláandi mun á þessum myndum. Aur og drulla er á neðri myndinni og á úr Lóninu rennu þar um.
 
Þetta sést ekki á efri myndinni. 
 
100415_lon_flo_kl_1516.jpg
Og núna um 15 mínútur yfir 19 er Lónið tómt, bylgjan farin framhjá og líklegast að nálgast gömlu brúna yfir Markarfljótið

 .


mbl.is Svæði rýmd vegna jökulhlaups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Sæll, ertu nokkuð til í að gefa upp slóðina að myndavélinni.

Takk.

Kidda, 15.4.2010 kl. 19:28

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sára einfalt: http://www.vodafone.is/eldgos. Hélt að allir vissu um þessa vefmyndavél.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.4.2010 kl. 19:29

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég fæ ekki að sjá Þórólfsfell- bara Hvolsvöll og Valahnjúk?

Helga R. Einarsdóttir, 15.4.2010 kl. 20:04

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Helga, þá ertu á rangri vefmyndavél. Þú ert áreiðanlega hjá Mílu en átt að vera hjá Vodafone, http://www.vodafone.is/eldgos.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.4.2010 kl. 20:14

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Rétt Sigrður, ég er búin að finna þetta, en skyggnið er ekki mikið núna. Það er rétt, ég var hjá Milu: Takk.

Helga R. Einarsdóttir, 15.4.2010 kl. 20:33

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Lónið virðist ætla að fyllast af aur - og þá væntanlega til frambúðar.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.4.2010 kl. 20:37

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt. Allt breytist, landslagið hefur breyst svakalega til framtíðar og ekkert vitað hvernig hægt er að komast í framtíðinni inn í Þórsmörk og Goðaland.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.4.2010 kl. 20:46

8 Smámynd: Óskar

hef  nú einmitt verið að velta fyrir mer hversvegna ekki er eitt orð neinstaðar í fjölmiðlum um veginn inn í Þórsmörk.  Hann hlýtur að vera í tætlum ef ekki horfinn á löngum köflum.

Óskar, 16.4.2010 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband