Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ekkert ólíkt Árnesi á Skagaströnd

_rnes.jpg

Elsta hús Skagastrandar er álíka gullmoli og ekki ólík. Það var byggt árið 1899 af Fritz H. Berndsen kaupmanni sem starfaði á Skagaströnd og átti þar verslun. Frá því 1980 hefur enginn búið þar í húsinu.

Endurgerð hússins Sveitarfélagið Skagaströnd keypti húsið 2007 og samþykkti að gera húsið upp. Húsið var formlega tekið í notkun 29. júni 2009. Sjálft húsið er 34 ferm. að stærð.

Í Árnes er nú ágætt dæmi um aðstöðu og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Húsið er dæmigert timburhús frá þessum tíma og hið eina þessarar gerðar sem mögulegt var að varðveita á staðnum.

aa_529219.jpg

Gildi þess er mikið, ekki síst fyrir það að innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir. Húsið er búið húsgögnum og munum úr Muna- og minjasafni Skagastrandar, lánshlutum og jafnvel búnaði úr eigu fyrri íbúa hússins.

Leitast hefur verið við að hafa húsið að innan líkast því sem íslensk heimili voru í byrjun 20. aldar. Gamlar myndir frá því um aldamótin 1900 sýna ágætlega hvernig húsið var í upphafi. Hins vegar var smám saman byggt við það og um leið breyttist útlit þess.

Við endurbygginguna voru seinni tíma viðbyggingar fjarlægðar og reynt að nálgast hinn upprunalegum stíl eins og kostur var. Nefna má til dæmis láréttan kúlupanil á útveggjum og gluggum með sex rúðum. 


mbl.is „Lítill fallegur gullmoli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkinu bannað að rukka félagsgjöld

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er afar merkilegur. Hann þýðir á einföldu máli að Samtökum iðnaðarins sé óheimilt að vera áskrifendur að skattfé. Með öðrum orðum, ríkisvaldinu er bannað að vera rukka félagsgjöld af iðnfyrirtækjum og afhenda það Samtökum iðnaðarins.

Hér er um að ræða réttlætismál hvaða skoðun sem menn hafa annars á hinum ágætu samtökum. Réttlætið er í því fólgið í því að engum, hvorki einstaklingum, fyrirtækjum eða samtökum þeirra er skylt að inna af hendi fé gegn vilja þeirra. Nauðung af slíku tagi hefur nú verið dæmd ólögmæt. Því bera að fagna.


mbl.is Iðnaðarmálagjald andstætt félagafrelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraunrennslið í toppgígnum nálgast brattann

100427_vodafone_hluti_vitt.jpgAthygli vekja gufubólstrar þegar litið er á vefmyndavél Vodafone af toppgíg Eyjafjallajökuls. Þeir eru ekki við gíginn heldur mjög nálægt Ytri-Skolta, sem er vestari hluti skarðsins í toppgígnum, þar sem jökullinn fellur niður.

Við nánari umhugsun er mjög líklegt að þessi gufubólstrar stafi af hrauni sem bræðir ísinn á leið sinni frá virka eldgígnum niður að skarðinu í toppgígnum.

Um leið má áætla að hraunrennslið sé ekki mikið enda líkjast bólstrarnir frekar þeim sem komu úr Hrunárgili þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. Væri meira hraun mætti gera ráð fyrir meiri gufu.

Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu hallinn er mikill í toppgígnum en hann er talsverður enda ekki ólíklegt að hraunið sé þarna komið rúmlega kílómeter frá virka gígnum.

Eftir að hraunið hefur náð í skarðið tekur við miklu meiri halli og þá má eflaust gera ráð fyrir miklum látum eða „sjónarspili“ svo gripið sé til ofnotaðs orðfæris hrifnæmra fjölmiðlamanna. 


mbl.is Búist við öskufalli norðvestur af eldstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttin gefur ekki nægar upplýsingar

Þessi frétt er ekki fullnægjandi. Engar upplýsingar eru um staðsetningu suðurgígsins t.d. miðað við toppgíg Eyjafjallajökuls. Aðeins látið uppi að hann sé „á sunnanverðum“ jöklinum og í 1450 m hæð. Það vita nú flestir þar sem vatnið sem „gígurinn bræddi“ uppgötvaðist í Svaðbælisá og olli hörmungum á láglendinu þarna fyrir neðan.

Var ekki hægt að sníkja fleiri myndir af Jóni Viðari Sigurðssyni, jarðfræðingi? Hann hlýtur að hafa takið fjölda mynda. 

Var gígurinn sjálfur sjáanlegur, braust hann í gegnum jökulinn og var gjóska í kringum þann stað sem hann braust í gegn eða braust vatnið fram fyrir neðan gíginn bara fram vegna þess mikla bratta sem þarna er á jöklinum?

Svo má spyrja hvort einhver tenging sé við nyrðri gígana eða er rim toppgígsins ósködduð? Sé engin bein tenging sjáanleg milli suðurgígsins og þeirra nyrðri má ætla að fært sé á milli þeirra, að minnsta kosti fyrir göngumenn ... (það er að segja eftir gos).

Auðvitað koma þessar upplýsingar allar fram um síðar. Jón Viðar gerir skýrslu um ferð sína sem birt verður á vef Veðurstofunnar eða Jarðvísindastofnunar. Hins vegar má Morgunblaðið taka með í reikninginn að fjöldi fólks vill eindregið fá meiri upplýsingar sem allra fyrst. Sá sem þetta ritar er alls ekki einn. 


mbl.is Mikilfenglegar jökulbrýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróunin kemur í ljós á myndum af Gígjökli

Miklu betri mynd fæst af þróun vatnsrennslisins undan Gígjökli með því að skoða myndir yfir lengra tímabil. Hægt er að afrita þessa slóð  http://picasaweb.google.com/102175391233488315229/EyjafjallajokullVolcano25thOfApril2010#.

100425_vodafone_picasa.jpg

Slóðin leiðir inn á Picasa vef sem sýnir fjölda mynda af gosinu og nærmyndina af Gígjökli með 10 mínútna millibili yfir heilan sólarhring. Hægt er að velja Slideshow og hraða myndbirtinganna og verður þá þróunin öllum ljós sem á horfa. 

Þarna má sjá flóð koma í fljótið, hvernig það breytir um farveg og slær sér til og fr og litabreytingarnar eru ekki síður áhugaverðar.

Til þess að breyta um, skoða aðra daga þarf ekki að gera annað en að breyta dagsetningunni í lok slóðarinnar sem ég gaf upp hérna fyrir ofan.

Í dag má til dæmis sjá að fljótið sem fallið hefur í nokkra daga með vesturlandinu er að breyta sér og fellur nú lengra til norðurs, í áttina að vefmyndavélinni. Þetta gerist vegna þess að áin ber fram möl og leir og hleður undir sig þar sem minni straumhraði er og með því verður til fyrirstaða og vatnið rennar frá henni. 


mbl.is Eldgosið áfram á sama róli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, nú er gaman að lifa.

100424_skyringamynd_jar_vis_984668.jpg

Nú er gaman að lifa. Hef undanfarinn mánuð reynt eftir bestu getu að segja lesendum mínum til varðandi gosið á Fimmvörðuhálsi og nú síðast á Eyjafjallajökli. Til að geta gert það sem best hef ég birt myndir sem fengnar eru með ýmsu móti og ritað inn á þær skýringar á staðháttum. Það finnst mér grundvallaratriði, ekki aðeins í leiðsögn um landið heldur einnig í blaðamennsku og fréttamennsku yfirleitt.

Nú hefur sú breyting orðið á að jarðvísindamenn eru farnir að taka upp þá aðferð sem ég hef notað og skrifa örnefni inn á ljósmyndir. Ekki svo að skilja að þeir séu að gera eins og ég heldur líklega vegna þess að þeir skilja orðið gildi svona framsetningar fyrir almenning og aðra sem áhuga hafa á verkefnum þeirra.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hann er ágætur, þó ekki eins góður og bloggsíða Haraldar Sigurðssonar, eldfjallafræðings, sem með einfaldri mynd af hraðsuðukatli skýrði út fyrir lesendum sínum eðli gufumyndinar ofan við eldstöð. Geri nú aðrir betur. Hins vegar er meðfylgjandi mynd af Eyjafjallajökli ekki ólík þeim sem ég hef birt, með örnefnum og örvum hingað og þangað.

Þetta er gleðilegt og þess vegna segi ég, nú er gaman að lifa. Skilningur á starfi jarðfræðinga eykst nú áreiðanlega hröðum skrefum. Megi þetta gott á vita.

Nú er aðeins eftir að blaða- og fréttamenn taki upp vandaðri umfjöllum um atburði, setji fram góðar skýringarmyndir og kort, vandi myndatexta og meginmál og ekki síst leggi höfuðáherslu á góðar og lýsandi fyrirsagnir. 


Aska og mold í lofti við Eyjafjallajökul

dsc_0024.jpgBreytingar á umhverfinu framan við Gígjökul eru gríðarlegar. Ekki þarf annað en að skoða myndir frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst til að sjá muninn.

Samkvæmt fréttinni eru yfirborð lónsins er 8 metrum neðar en núverandi farvegur fljótsins. Þetta er gríðarlegur munur. Hann má líklegast líka sjá fyrir neðan lónið og má ætla að neðri leiðin svokallaða sé djúpt undir möl og leir.

Í dag lagði ég leið mína austur og ætlaði að skoða Gígjökul og leiðina inn að honum. Mér var meinaður aðgangur af kurteisum björgunarsveitarmönnum úr Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Þeir höðfu ekkert farið inn eftir og þekktu ekki staðhætti. Lítið á þeim að græða nema vonbrigði.

Við Þórólfsfell var annar björgunarsveitarbíll og meinaði fólki aðgang upp fyrir fjallið. Við félagarnir kunnum yfirvöldum litlar þakkir fyrir þessar lokanir. Skiljum í raun ekki tilganginn.

Meðfylgjandi mynd tók ég frá Þórólfsfelli. Hús sýnir svo sem ekkert annað en stór brot úr jöklinum og opið inn á milli jökulgarðanna í áttina að Gígjökli sem sést ekki vegna uppblástursins. 

Veðrið í dag var slæmt, hávaðarok og aska og mold í lofti. Greina mátti þó jökulinn og heyrðust í honum innantökurnar, dúndrandi sprengingar og læti. 


mbl.is Gjörbreyting við Gígjökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farvegur bráðvatns sunnan jökuls

100424_rax_orvaldseyri.jpgAðalatriðið við þessa frétt er ekki öskufallið heldur mynd Ragnars Axelssona, ljósmyndara Morgunblaðsins. Á henni sést hlaupfarvegur bráðvatnsins úr syðri eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Hún var virk í afar stuttan tíma en dugði þó til að senda flóð af vatni, aur og ösku niður í Svaðbælisá.

Ef vel er skoðað má sjá farveginn á jökli og ég hef dregið hring utan um hann.

Ég man ekki til þess að myndir hafi áður birst í fjölmiðlum af þessum stað svo greina megi farveginn. Hins vegar sést ekki gígurinn. Væntanlega birtist mynd af gígnum síðar.


mbl.is Öskufall á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð algengt að sjá gíg í gíg

Gígur innan í gíg. Þetta sér maður víða. Í augnablikinu man ég eftir Búðarkletti á Snæfellsnesi. Hann er forn eldgígur. Inni í honum er annar smærri, afskaplega fallegur gígur. Man líka eftir stórum gíg við Frostastaðaháls skammt frá Landmannalaugum. Inni í honum er annar smærri.

Án efa má telja upp fleiri svona kynlega gíga. Þeir myndast örugglega þannig að dregið hefur úr eldsumbrotum eða þær stöðvast tímabundið og síðan byrjar eldgos að nýju og stendur í skamman tíma. 


mbl.is Nýr gígur kominn í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sírennsli úr jöklinum í tvo daga

100423_loni_vitt.jpg

Rennslið úr Gígjökli hefur verið að aukast tvo síðustu daga. Ekki þarf annað en að fylgjast með vefmyndavél Vodafone til að sjá það. Hins vegar hef ég ekki handbær nein gögn um aukningu á rennsli, veit ekki hvar á að nálgast slíkt.

Þegar vefmyndir Vondafone yfir lengri tíma eru skoðaðar kemur margt forvitnilegt í ljós. Sjá má flóð koma undan jöklinum, litabreytingar á bráðvatninu og ekki síst hvernig árfarvegur fljótsins breytist.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vefmyndavélinni íum kl. 16:20 í dag. Fljótið virðist hafa fengið sér fastan farveg vestureftir. Þessi farvegur er þó ekki til framtíða. Fljótið ber með sér svo mikinn aur og leir að það mun fljótlega falla til norðurs. Þannig gengur þetta með jökulfljótin hvort sem þau koma vegna eldvirkni eða bara leysinga á jökli. 

100418_loni_kl_1703_984195.jpg

Hins vegar er ljóst að mikið er í fljótinu miðað við síðustu daga og má sjá að meira vatn er í því en áður. Þess vegna má tala um sírennsli, mikið sírennsli.

Hér er eins mynd sem tekin var síðasta sunnudag kl. 17:03. Talsverður munur er á vatninu svo ekki sé talað um stefnu fljótsins.

 

 


mbl.is Rennsli eykst í Markarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband