Já, nú er gaman að lifa.

100424_skyringamynd_jar_vis_984668.jpg

Nú er gaman að lifa. Hef undanfarinn mánuð reynt eftir bestu getu að segja lesendum mínum til varðandi gosið á Fimmvörðuhálsi og nú síðast á Eyjafjallajökli. Til að geta gert það sem best hef ég birt myndir sem fengnar eru með ýmsu móti og ritað inn á þær skýringar á staðháttum. Það finnst mér grundvallaratriði, ekki aðeins í leiðsögn um landið heldur einnig í blaðamennsku og fréttamennsku yfirleitt.

Nú hefur sú breyting orðið á að jarðvísindamenn eru farnir að taka upp þá aðferð sem ég hef notað og skrifa örnefni inn á ljósmyndir. Ekki svo að skilja að þeir séu að gera eins og ég heldur líklega vegna þess að þeir skilja orðið gildi svona framsetningar fyrir almenning og aðra sem áhuga hafa á verkefnum þeirra.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hann er ágætur, þó ekki eins góður og bloggsíða Haraldar Sigurðssonar, eldfjallafræðings, sem með einfaldri mynd af hraðsuðukatli skýrði út fyrir lesendum sínum eðli gufumyndinar ofan við eldstöð. Geri nú aðrir betur. Hins vegar er meðfylgjandi mynd af Eyjafjallajökli ekki ólík þeim sem ég hef birt, með örnefnum og örvum hingað og þangað.

Þetta er gleðilegt og þess vegna segi ég, nú er gaman að lifa. Skilningur á starfi jarðfræðinga eykst nú áreiðanlega hröðum skrefum. Megi þetta gott á vita.

Nú er aðeins eftir að blaða- og fréttamenn taki upp vandaðri umfjöllum um atburði, setji fram góðar skýringarmyndir og kort, vandi myndatexta og meginmál og ekki síst leggi höfuðáherslu á góðar og lýsandi fyrirsagnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er líka við hæfi að þakka þér fyrir allar myndirnar sem þú hefur birt hér. Þær hafa a.m.k. haldið mér betur upplýstum, sérstaklega varðandi það sem þú segir, aðstæður og umhverfi í námunda við gosin.

Miklu fróðlegra að skoða myndir sem hafa örnefnin með, a.m.k. fyrir græningja eins og mig.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er búið að vera gaman að fylgjast með blogginu þínu um gosið. Tek undir að mikið betra er að fá skýringar settar inn á myndirnar, það gefur manni meiri innsýn í hlutina.

Bloggið hjá Haraldi er einnig mjög gott og skýringar hanns oft einfaldar.  

Sú staðreynd að Jarðvísindastofnun er nú loks að taka við sér er góð, hefði þó mátt vera fyrr. Hugsanlega er þar fólk sem ekki kann að koma frá sér hlutum á skiljanlegan hátt, að minnsta kosti fyrir venjulegt fólk. Ég efast samt ekki um að þetta fólk er mjög fært í sínu fagi.

Takk fyrir góða umfjöllun.

Gunnar Heiðarsson, 24.4.2010 kl. 23:12

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með ykkur öllum, allt er gott sem battnar.  Örnefni eiga undir högg að sækja.  Áður þekktu menn hvern stein og þúfu með nafni, en í dag er gott ef menn viðta heiti slóðarinnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.4.2010 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband