Sírennsli úr jöklinum í tvo daga

100423_loni_vitt.jpg

Rennslið úr Gígjökli hefur verið að aukast tvo síðustu daga. Ekki þarf annað en að fylgjast með vefmyndavél Vodafone til að sjá það. Hins vegar hef ég ekki handbær nein gögn um aukningu á rennsli, veit ekki hvar á að nálgast slíkt.

Þegar vefmyndir Vondafone yfir lengri tíma eru skoðaðar kemur margt forvitnilegt í ljós. Sjá má flóð koma undan jöklinum, litabreytingar á bráðvatninu og ekki síst hvernig árfarvegur fljótsins breytist.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vefmyndavélinni íum kl. 16:20 í dag. Fljótið virðist hafa fengið sér fastan farveg vestureftir. Þessi farvegur er þó ekki til framtíða. Fljótið ber með sér svo mikinn aur og leir að það mun fljótlega falla til norðurs. Þannig gengur þetta með jökulfljótin hvort sem þau koma vegna eldvirkni eða bara leysinga á jökli. 

100418_loni_kl_1703_984195.jpg

Hins vegar er ljóst að mikið er í fljótinu miðað við síðustu daga og má sjá að meira vatn er í því en áður. Þess vegna má tala um sírennsli, mikið sírennsli.

Hér er eins mynd sem tekin var síðasta sunnudag kl. 17:03. Talsverður munur er á vatninu svo ekki sé talað um stefnu fljótsins.

 

 


mbl.is Rennsli eykst í Markarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll Sigurður,

Af því þú varst að velta fyrir þér rennsli Markarfljóts leitaði ég á vefnum að því.   Ekki fann ég neitt um sírita en ég rakst á góða greinargerð með þingsályktun Árna Jónsen ofl. um varnargarða við Markarfljót.   Þar skrifar Grétar Haraldsson ágætlega um þörfina á varnargörðum og gerir tillögur um hvernig þeir skuli vera - tillögur sem augljóslega hefur ekki verið farið eftir þar sem rjúfa þurfti varnargarðana.   Slóðin er:
http://www.althingi.is/altext/112/s/0119.html

Þarna segir að meðalrennsli Markarfljóts sé 60 m3/sek.  Þá er spurning hvað Vísir á við í frétt um rennslið að það sé 6,1 m!!!!   Varla er þetta vatnshæð og rennslið núna hlýtur að vera vel yfir meðalrennslinu - kanske 90-100 m3/sek.
Þá rakst ég á erindi frá vatnamælingad. Orkustofnunar þar sem segir að meðalrennsli í hlaupinu 1822 sé áætlað 12000-29000 m3/sek.
Þá virka 6,1 m ansi lítið að ekki sé meira sagt!!

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 23.4.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir Ragnar,

Það er eiginlega þetta sem er vandamálið. Að fá ekki góðar upplýsingar á netinu og geta sett þær í rétt samheng svo maður nái nú að skilja eitthvað sæmilega.

Þegar flæddi um Markarfljótsaura í upphafi goss flögraði ekki að neinum að upplýsa hvert væri meðalrennslið í Markarfljóti og hvað mest hafi verið í fljótinu þegar hlaup væri í því.

Vatnið var gríðarlegt árið sem grófst undan stólpum á gömlu Markarfljótsbrúnni. Var þá meira eða minna í því en í upphafi goss.

Allar slíkar upplýsingar væru vel þegnar fyrir leikmenn sem vilja fylgjast með.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.4.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Það er einmitt lóðið og eins og maðurinn sagði "Það vill enginn segja mér neitt því ég sé svo kjöftugur"!!    Mann langar alltaf að vita meira og nú veit ég alla vega út frá fréttinni í Vísi (um aukið rennsli) að það er mælir við gömlu Markarfljótsbrúna.      Það virðis hins vegar svo að vatnamælingasvið Veðurstofunnar er alls ekki komið í gang eftir sameininguna við vatnamælingar Orkustofnunar 2009.     Hrunið og niðurskurðurinn hefur vafalaust truflað það.   Þeir hefðu þó getað látið heimasíðu vatnamælinga Orkustofnunar lifa en hún er lokuð!  

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 23.4.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband