Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Á landsbyggðinni eru mörg frábær íþróttalið

Gott íþróttalið í litlum bæ á landsbyggðinni hefur gríðarleg góð áhrif á viðhorf fólks. Bærinn kemst af og til í fréttir og lesendur, hlustendur eða áhorfendur sjá og skilja að lífið á landsbyggðinni er gott og gefandi. Þaðan koma miklar íþróttahetjur ekki síður en af höfuðborgarsvæðinu. ekki má heldur gleyma áhrifunum sem íþróttaliðið hefur innanbæjar, þau eru mikil.

Sigursælt íþróttalið á landsbyggðinni hefur miklu meiri áhrif og enn jákvæðari ef þannig er hægt að komast að orði. Bærinn skorar hjá landsmönnum sem líta til hans með viðurkenningaraugum og sumir hugsa sem svo að kannski væri gaman að búa þarna.

Þannig er það með körfuboltaliðið Snæfell úr Stykkishólmi. Ekki er mörgum kunnugt um að þara búa aðeins um 1.100 manns og ekki nándanærri allir hafa spila körfubolta.  

 

  • Á Akureyri eru góð lið í handbolta, fótbolta og íshokkí. Þar búa um 17.200 manns. 
  • Gott körfuboltalið er á Sauðárkróki og í sveitarfélaginu Skagafirði búa um 4.200 manns. Þar er líka kvennalið í fótbolta sem spilar í 1. deild.
  • Grindvíkingar eru aðeins um 2.850 og þeir eru með góð lið í bæði körfubolta og fótbolta.
  • Akranes hefur lengi haft mikla sérstöðu í fótbolta en þar búa 6.555 manns.
  • Selfyssingar komust á síðasta ári í úrvalsdeildina í fótbolta. Bærinn er hluti a Sveitarfélaginu Árborg en þar búa 7.810 manns.
  • Keflvíkingar eiga svakalega góð lið í fótbolta og körfubolta, í Reykjanesbæ býr 14.081 maður. 
  • Njarðvík er hluti af Reykjanesbæ og þar er gott lið í körfu og fótboltaliðið spilar í fyrstu deild.
  • Fjarðabyggð á lið í fyrstu deild í fótbolta. Þar búa 4.637 manns.
  • Í Vestmannaeyjum búa 4.129 manns og þar er úrvalsdeildarlið í fótbolta og fleira má nefn.

 

Svona mætti telja áfram upp kvenna- og karlalið í boltaíþróttum og frjálsum íþróttum. Nefna má Völsung á Húsvík, Sindra á höfn, Og ég er áreiðanlega ekki að telja upp allt sem máli skiptir á ofangreindum stöðum. Biðst forláts á því.

Staðreyndin í máli mínu er sú að á landsbyggðinni er mikið íþróttalíf og sá tími er liðinn að liðin af höfuðborgarsvæðinu geti bóka sigur á „landsbyggðarræflunum“.

Gott íþróttalið skiptir miklu máli fyrir öll samfélög hvar sem þau eru staðsett. Og ekki má gleyma þeim sem taka þátt í íþróttum af ánægjunni einni saman.


mbl.is Snæfell burstaði Keflavík 91:69
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú búið að ákæra, sakfella og dæma?

Ef eitthvað er verra en sönnuð sök á Steinunni þá eru það rangar sakagiftir. Sök er alltaf vond, hvort sem hún hefur verið sönnuð fyrir dómstóli eða með því að viðurkenning liggur fyrir. Sök er vond því hún hefur áhrif á samfélagið en við því er ekkert að gera.

Verst af öllu er sú árátta margra að kanna ekki málavöxtu heldur sakfella og dæma. Þegar slíkt er gert er litið framhjá siðferðilegum gildum og ákærandinn verður verri en sá sem fingurinn bendir á. Honum skiptir það engu hvort sektin er sönnuð. Hann hefur kveðið upp sinn dóm. 

Í öllum frumstæðum þjóðfélögum hefur verið til fólk sem taldi sig mega sakfellfella, dæma og refsa. Þannig var farið að á miðöldum þegar galdraofsóknirnar stóðu sem hæst. Þannig gerðist það þegar gyðingar voru hundeltir um alla Evrópu og teknir af lífi. Þannig fóru menn að í suðurríkjum Bandaríkjanna er svörtu fólki var kennt um glæpi og refsingin var aldrei í neinu hlutfalli við meinta sök. Nú er nákvæmlega hið sama er að gerast á Íslandi þegar leitað er uppi stjórnmálamenn og þeir kallaðir mútuþegar fyrir þá sök eina að hafa fengið styrki frá fyrirtækjum útrásarvíkinga.

Þannig hagar sér illa upplýst fólk, lýðurinn, dómstóll götunnar, þeir sem vilja sjá blóð renna. Slíkir leita ekki sannleikans heldur taka þátt leiksins vegna. Þetta er sama fólkið og barði á lögreglumönnum í búsáhaldabyltingunnu-i, braut rúður, kveikti elda og felldi jólatré með undir tryllingslegum fagnaðarlátum. Slíkt fólk er ekki þjóðin. 

Ég er langt í frá sammála Steinunni Valdísi Óskarsdóttur í stjórnmálum en ég hef enga trú á því að hún hafi þegið mútur og gengið erinda útrásarvíkinga. Hún er ekki verri þó hún hafi fengið styrki frá fyrirtækjum sem við metum núna lítils. Fleiri en hún fengu styrki og eru ekki verri fyrir þá sök.

Það er bara ekki þannig að þeir sem voru í sama herbergi og svokallaðir útrásarvíkingar hafi orðið fyrir einhverju smiti og sé síðan óalandi og óferjandi.

Mótmæli fyrir utan heimili fólks sem hvorki hefur verið ákært né saksótt er ógeðfelldur leikur sem verður að hætta.


mbl.is Segir ásakanir á hendur sér rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegar breytingar við Gígjökul

Vonandi hefur vísindamönnum tekist að skoða suðurhlíð jökulsins og ekki síður norðurhliðina. Þar hefur ýmislegt gerst.
100422_breytingar_a_loni.jpg

Breytingar sem hafa orðið fyrir neðan Gígjökul eru talsverðar. Varla þó slíkar að þær lagist ekki með tímanum.

Einna mest hefur landið breyst fyrir framan Gígjökul. Þar ruddist flóðið fram með miklu offorsi og flæddi yfir jökulgarðana sem þó voru ekki mjög háir á þessum stað.

Skemmdirnar sjást vel á meðfylgjandi mynd sem ég fékk lánaða á vef Jarðvísindastofnunar en Eyjólfur Magnússon tók hana þann 14. apríl síðast liðinn, rétt þegar lónið var að fyllast.

Á myndinni sést markarfljótið renna frá vinstri, austri og líklegast eru einhverjir af álunum Krossá. Ég hef skyggt stóran hluta myndarinnar og það er svæðið sem flóðið hefur ruðst yfir. 

100416_loni_fullt_vitt_b.jpg

Samanburðurinn er líka greinilegur á meðfylgjandi mynd sem fengin er úr vefmyndavél Vodafone á Þórólfsfelli þann 16. apríl.

síðan hafa sáralitlar breytingar orðið. Helst þær að fljótið vellur nú til vesturs, hægri, og étur sífellt meira úr vestari jökulgarðinum.

Að öllum líkindum er vegurinn inn í Þórsmörk og Goðaland gjörsamlega ónýtur allt að Langanesi, líklega sex kílómetra kafli. Á þeim kafla hafði vegurinn verið talsvert lagfærður og varnargarðar byggðir upp. Það er án efa allt fyrir bí.

Margir hafa verið óskaplega óánægðir með uppbyggingu og lagfæringu á veginum. Telja að hann eigi að vera illfær öllum bílum nema stórum jeppum og öflugum rútum. Draumur þeirr hefur nú ræst því þó eldgosið hætti verður afar erfitt að komast inneftir. Og leggja þarf í talsverðan kostnað við að endurbyggja veginn. Kannski verður það bara ekki gert og þarna myndist bara slóð smám saman rétt eins og í upphafi ferða í Þórsmörk.


mbl.is Gátu skoðað gosið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Markarfljótsbrúnin og varnargarðarnir brugðst algjörlega

markarfljotsbru_gamla.jpg

Hvernig skyldi standa á því að gamla Markarfljótsbrúin hafi staðist flóðin úr Eyjafjallajökli en við nýju brúna þurfti að rjúfa varnargarða til að bjarga henni og aðrir garðarrofnuðu?

Gamla brúin var tekin í notkun árið 1934. hún er 242 m löng og þótti á sínum tíma mikið mannvirki. Varnargarðarnir við brúna og allt upp í Fljótshlíð voru hlaðnir á svipuðum tíma og síðar. Markmiðið var að koma í veg fyrir að Markarfljótið rynni inn með Fljótshlíð og yfir gömlu aurana vestan við Stóru-Dímon.

Nýja Markarfljótsbúin var vígð í október 1992. Hún er 250 m löng. Byggðir voru um 4,5 km langir varnargarðar í tengslum við brúna og kostuðu mannvirkin um 240 milljónir króna.

markarfljotsbru_nyja.jpg

Við gömlu brúna háttar aðstæðum þannig að vestan megin er varnargarður sem stýrir fljótinu undir brúna. Örlitlu hærra er austan megin hennar en þar eru þó styttri varnargarðar og sumir hafa verið byggðir á síðustu áratugum.

Við nýju brúna er aðstæður öðru vísi. Svo virðist sem mannvirkin, vegurinn og brúin liggi í sveig yfir fljótið og snýr sveigurinn uppí móti.

Samanburðinn má greinilega sjá á tveimur fyrstu myndunum og eru báðar fengnar af vef Vegagerðarinnar. Báðar eru teknar á á sama tíma. Gamli varnargarðurinn frá Stóru-Dímon og niður að brú heldur mjög vel, en nýju garðarnir, austan megin mígleka.

Nýja brúin stendur en rofin voru skörð í veginn á tveimur stöðum til að bjarga henni. Varnargarðurinn austan megin stóðst ekki álagið, fór í sundur og þar með flæddi inn að Seljalandsá og þar fór vegurinní sundur. Starfsmenn Suðurverks sýndu þarna snarræði og ruddu í skyndingu upp varnargarði svo ekki flæddi austur um sveitir en það hefði valdið miklum skaða. Þess má geta að fyrir árið 1910 átti Markarfljótið það til að falla allt austur í Holtsós.

markarfljotsbru_gamlir_varnargar_ar.jpgmarkarfljotsbru_gamlir_varnargar_ar2.jpg

Gömlu garðarnir voru byggðir með vöðvaaflinu að mestu  leyti.

Á meðfylgjandi myndum Geirs G. Zoega má sjá menn með skóflur og hjólbörur við gerð garðanna.

markarfljotsbru_kort_varnargar_ar3.jpg

Það sem er gamalt er ekki endilega lakara en það sem gert er nú á dögum með afkastamiklum vélum og tækjum. 

Nú velta fleiri en ég því fyrir sér hvers vegna Suðurlandsvegur, þjóðvegur nr. 1, hafi ekki staðist flóðið úr Eyjafjallajökli þegar gamla brúin, sem þó var löskuð fyrir, stóðst það.

Nokkru áður en nýja brúin var byggð kom mikið flóð í Markarfljótið og grófst undan einum eða tveimur stöplum hennar og hún seig nokkuð. Það hafði þó ekki meiri áhrif en að hægt hefur verið að nota hana síðan og núna síðast vegna þeirrar neyðar sem skapaðist vegna eldgossins.

Á meðfylgjandi korti frá Vegagerðinni má sjá staðsetningu beggja brúna. Gula línan táknar hringveginn, þjóðveg nr. 1, eins og hann er nú staðsettur.

Rauða línan er vegurinn eins og hann var þegar hann lá yfir gömlu brúna og svo suður fyrir fjöllin. 

markarfljotsbru_i_austur_982784.jpg

Neðsta myndin er fengin úr síðasta fréttabréfi Vegagerðarinnar. Hana tók Þórdís Högnadóttir hjá Jarðvísindastofnun. Horft er í austur. Sjá má Seljalandsfoss lengsts til vinstri.

Fljótið virðist greinilega falla til austurs enda ber á grynningum fyrir ofan brúna. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir að hlaupið rynni til austurs, yfir gróið land. Raunar er fátt þar sem minnir á að Markarfljót hafi nokkru sinni fallið undir fjöllin.

Á myndinni má sjá sveiginn sem er á mannvirkjunum og að leiðargarðarnir beggja vegna brúarinnar gegna ekki að fullu hlutverki sínu. Austari varnargarðarnir hafa raunar rofnað. 

Ég ætla að gera hér tilraun til að svara spurningunni sem ég varpaði fram hér í upphafi.

Skýringin á því að svo margt fór úrskeiðis við nýju brúna held ég að sé sú staðreynd að þarna er miklu breiðara svæði en fyrir ofan. Straumurinn verður minni, framburður fljótsins nær að setjast og vatnið veltur þar af leiðandi þangað sem minnst fyrirstaða er, austur yfir. Þess vegna brestur austari varnargarðarnir og síðan þjóðvegurinn. Allt í tómu tjóni.

Hefði grafist undan nýju brúnni hefði vegurinn ekki verið rofinn og leiðargarðurinn brostið austan við hana?

Við gömlu brúna er hins vegar meiri þrengsli. Þar myndast svo mikill straumur að aldrei hefur komið til þess að aurinn hafi hlaðist upp undir henni eða við hana. Hins vegar hefur grófst undan tveimur stöplum hennar fyrir mörgum árum, en ekki núna.

Svo mega menn deila um það hvort skýringar mínar eru réttar.

Staðreyndir málsins eru þó skýrar: Nýju mannvirkin brugðust. Í því er fréttagildi þessarar umfjöllunar og ég skora á fjölmiðla að fjalla núna um þetta mál.


Breytingar á fljótinu undan Gígjökli

100422_loni_kl_0916.jpg

Enda þótt nóttin hafi verið róleg á gosstöðvunum þá hafa orðið smávægilegar breytingar.

Á vefmyndavél Vodafone sést að minna er í fljótinu sem kemur undan Gígjökli en í gær. Þá var greinileg vatnsaukning allt frá klukkan 13 og fram á nótt.

Þetta hefur víða vakið athygli bæði vísindamanna og áhugamanna erlendis en ekki hef ég heyrt um nein viðbrögð hérlendis nema í þessari frétt. Þetta má m.a. sjá á raðmyndum úr vefmyndavél Vodafone á Picasa, sjá http://picasaweb.google.com/102175391233488315229/EyjafjallajokullVolcano21thOfApril2010# 

100421_loni_kl_1840_983715.jpg

Önnur helsta breytingin er sú að fljótið undan Gígjökli rennur ekki lengur beint út í Markarfljót heldur leggst nú vestur með landinu í áttina að Langanesi. Ekki er hægt að sjá á vefmyndavélum hversu langt fljótið rennur áður en það sameinast Markarfljóti.

Breytinguna má sjá á þessum tveimur myndum. Sú efri er frá því 9:15 í morgun. Hin er frá því 18:45 í gær. Greinilegt er að vatnið er miklu meira í gær. Ljóst var fyrir nokkrum dögum að fljótið væri að hlaða undir sig og myndi fljótlega falla til vesturs. 

Loks má nefna að Páll Einarsson, jarðfræðingur, hefur endurgert þverskurðarmynd sína sem sýnir stöðuna undir Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli. Mjög fróðleg skýringarmynd. 

1004121skyringamynd.jpg

Efri myndin er sú nýja. 

 

 

 

 

aaa_983717.jpg

 


mbl.is Nóttin róleg í nágrenni eldstöðvanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg mynd en slakur myndatexti

528688.jpg

Myndin sem fylgir fréttinni er einstaklega falleg. Hún er ekki tekin við sunnanverðan Ayyahfyahlahyerkuhl, eins og segir í myndatexta, heldur miklu nær austrinu. Þarna eru Skógar og því nær að segja að myndin sé tekin við austanverðan jökulinn.

Þessar upplýsingar skipta svo sem litlu máli en mér finnst betra er að hafa áttirnar réttar. Það gefur fyllri upplýsingar.

Nokkur list er að semja til góðan myndatexta. Alls ekki má kasta til höndunum við það verk frekar en meginmálið eða fyrirsögn. Frekar óvandað er að láta láta nægja að segja „Við sunnanverðan Eyjafjallajökul í dag“. Hægt er að gera miklu betur.

Á myndinni sést upp á jökul, Hámundur er tindurinn næst gosinu, hann er hæsti hlutinn. Til hægri hallar af jöklinum niður á Fimmvörðuháls. Fremst á myndinni er hlíðin ofan Skóga og vinstra megin sést í bergið við Skógafoss. 

Þessa fínu mynd tók Jónas Erlendsson og er óhætt að óska honum til hamingju með hana.


mbl.is „Fólk er farið að sjá sólina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bendir þetta til að gosið sé að minnka

100421_oroi.jpgEldgosið í Ayyahfyahlahyerkuhli er ekki í rénun. Það getur hver og einn séð með því að skoða vefmyndavél Vodafone og óróamælingarnar eins og þær birtast á vef Veðurstofunar.

Ekki sýnist mér annað en að eftir smá niðurslag þá sé óróinn meiri kl. 18:30 en verið hefur frá upphafi goss.

100421_loni_kl_1840.jpg

Lítum svo á mynd af fljótinu sem kemur undan Gígjökli. Það er miklu meira en var í morgun um kl. 9:30 og þannig hefur rennslið verið frá því um hádegi.

Þetta er í raun ekkert smáræði. Gæti trúað því að vatnsmagnið hafi aukist um helming.

Svo er líka forvitnilegt að sjá að vatnið rennur til hægri en ekki beint fram eins og það hefur að mestu leyti gert frá upphafi. Skýringin liggur líklega í því að framburður fljótsins er svo mikill að hann sest smám saman eftir því sem fallið eða straumurinn minnkar. Þannig myndast einhvers konar árkeila beint framan við opið á jökulruðningnum og fljótið á ekki neins annars úrkosta  en að renna til hægri, það er vesturs.

100421_loni_kl_0922_983526.jpg

Svo er bara að bíða eftir því að jarðfræðingarnir komi með skýringar sem „meika einhvern sens“ eins og sagt er.

 


mbl.is Fylgjast grannt með gangi mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voða, voða slæmur staður fyrir Björn

Ég hef nú dálitlar áhyggjur af honum Birni Oddssyni, jarðfræðingi. Samkvæmt fréttinni er hann um 2 km norðan við gíginn á toppi Ayyahfyahlahyerkuhls.

Í ljósi þess er hann í bráðri lífshættu, er líklega hangandi á nöglunum í miðjum Gígjökli eða í krossspenntur í sprungunum fyrir ofan Smjörgil. Hvort tveggja er mjög slæmt, voða, voða sæmt. Vonandi man hann samt eftir að taka myndir.

Skyldu björgunarsveitirnar vita þetta?


mbl.is „Minni læti í gosinu í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöxtur í fljótinu undan Gígjökli

100421_loni_kl_1325.jpgNokkuð líklegt er að gosmökkurinn úr strompi  Ayyahfyahlahyerkuhls hafi minnkað. Hins vegar sýnist mér að vatnið sé nú meira sem kemur undar Gígjökli. 

Hér til hliðar er mynd sem tekin var af vefmyndavél Vodafones kl. 13:30. Með því að bera hana saman við myndina fyrir neðan sem tekin var fjórum tímum fyrr er greinilegt að vatnið er að aukast. Hvernig á því stendur veit ég ekki. Gufumökkurinn úr gígnum er lítill rétt eins og öskumökkurinn.

Að vísu glampar nokkur á fljótið á efri myndinni en það breytir ekki málinu. Eyrar sem fyrr í morgun voru á sjáanlegar eru nú á kafi.

100421_loni_kl_0922.jpg

Af þessu má ljóst vera að eitthvað líf er þarna efra.


mbl.is Gosmökkurinn hefur minnkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch

Sumir Íslendingar eru dálítið viðkvæmir fyrir því er útlendingar gera grín að tungumálinu okkar og ekki síður staðarnöfnum. Ég er einn af þeim. Býst hér með til varnar.

Munum að tungumál mannkyns eru mörg hver ólík þó sum séu tengd. Kunnugt er að yfirlætisfullar enskumælandi þjóðir, ekki síst Bretar og Bandaríkjamenn, eiga það til að þýða örnefni og staðarnöfn. Enskan á bara að ráða ríkjum, hún reynir að ryðja öllum öðrum tungumálum til hliðar.

Verð þó að viðurkenna að svona heimsvaldastefna birtist nú oft hjá okkur Íslendingum, við þýðum oft staðarnöfn í öðrum löndum. Við erum ekki heldur lausir við það að gera grín að tungumálum annarra.

Þó ég sé nær algjörlega laus við heimsvaldastefnu íslenskunnar get ég ekki stillt mig um að birta nokkur staðarnöfn sem ég tók saman af handahófi. Tilgangurinn er að sýna fram á að enskumælandi þjóðir hafa ekkert efni á að gera lítið úr hinum fagra Ayyahfyahlahyerkuhl - þó menn séu pirraðir á gosinu.

Wales: Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch eða Angelsey

England:Readymoney, Cove Cornwall 

Kanada: Penetanguishine

Bandaríkin: Brown Material Road Lost Hills, Kaliforníu, Intercourse, Pennsylvania, Embarrass, Wisconsin

Ástralía. Burrumbuttock New South Wales, Middle Intercourse Island

 


mbl.is Sungið um ay-yah-FYAH-lah-yer-kuhl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband