Ekkert ólíkt Árnesi á Skagaströnd

_rnes.jpg

Elsta hús Skagastrandar er álíka gullmoli og ekki ólík. Það var byggt árið 1899 af Fritz H. Berndsen kaupmanni sem starfaði á Skagaströnd og átti þar verslun. Frá því 1980 hefur enginn búið þar í húsinu.

Endurgerð hússins Sveitarfélagið Skagaströnd keypti húsið 2007 og samþykkti að gera húsið upp. Húsið var formlega tekið í notkun 29. júni 2009. Sjálft húsið er 34 ferm. að stærð.

Í Árnes er nú ágætt dæmi um aðstöðu og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Húsið er dæmigert timburhús frá þessum tíma og hið eina þessarar gerðar sem mögulegt var að varðveita á staðnum.

aa_529219.jpg

Gildi þess er mikið, ekki síst fyrir það að innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir. Húsið er búið húsgögnum og munum úr Muna- og minjasafni Skagastrandar, lánshlutum og jafnvel búnaði úr eigu fyrri íbúa hússins.

Leitast hefur verið við að hafa húsið að innan líkast því sem íslensk heimili voru í byrjun 20. aldar. Gamlar myndir frá því um aldamótin 1900 sýna ágætlega hvernig húsið var í upphafi. Hins vegar var smám saman byggt við það og um leið breyttist útlit þess.

Við endurbygginguna voru seinni tíma viðbyggingar fjarlægðar og reynt að nálgast hinn upprunalegum stíl eins og kostur var. Nefna má til dæmis láréttan kúlupanil á útveggjum og gluggum með sex rúðum. 


mbl.is „Lítill fallegur gullmoli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband