Þróunin kemur í ljós á myndum af Gígjökli

Miklu betri mynd fæst af þróun vatnsrennslisins undan Gígjökli með því að skoða myndir yfir lengra tímabil. Hægt er að afrita þessa slóð  http://picasaweb.google.com/102175391233488315229/EyjafjallajokullVolcano25thOfApril2010#.

100425_vodafone_picasa.jpg

Slóðin leiðir inn á Picasa vef sem sýnir fjölda mynda af gosinu og nærmyndina af Gígjökli með 10 mínútna millibili yfir heilan sólarhring. Hægt er að velja Slideshow og hraða myndbirtinganna og verður þá þróunin öllum ljós sem á horfa. 

Þarna má sjá flóð koma í fljótið, hvernig það breytir um farveg og slær sér til og fr og litabreytingarnar eru ekki síður áhugaverðar.

Til þess að breyta um, skoða aðra daga þarf ekki að gera annað en að breyta dagsetningunni í lok slóðarinnar sem ég gaf upp hérna fyrir ofan.

Í dag má til dæmis sjá að fljótið sem fallið hefur í nokkra daga með vesturlandinu er að breyta sér og fellur nú lengra til norðurs, í áttina að vefmyndavélinni. Þetta gerist vegna þess að áin ber fram möl og leir og hleður undir sig þar sem minni straumhraði er og með því verður til fyrirstaða og vatnið rennar frá henni. 


mbl.is Eldgosið áfram á sama róli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll,

Gaman að fá þessar myndaseríur og mikill fróðleikur sem hægt er að velta sér upp úr.

Ég var með allar klær úti líka og hafði samband við Veðurstofuna í sambandi við vatnamælingar.  Eins og ég vissi er til fullt af mælingum - það þarf bara að þekkja slóðina og Óðinn Þórarinsson var svo vinsamlegur að gefa mér upp slóðina:

http://vmkerfi.vedur.is/

Notendanafn og lykilorð eru gefin upp á síðunni.  Því miður er aðeins gefin upp vatnshæð á ánum kringum Mýrdalsjökul en ekki rennsli en Óðinn sagði að það stæði til bóta.     Vona að þú hafir einhverja ánægju af þessu!

Kveðja,

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 25.4.2010 kl. 21:13

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir Ragnar. Þetta er afar áhugavert og gagnlegt.

Minnir þó eins og ég hafi séð þessa síðu áður en hún fallið úr minni mér.

Stórkostlegt að sjá t.d. rennsli og hitastig Markarfljóts við brúna, líklega þá nýju.Og þarna er Hvanná. Skil ekkert í vexti í henni í dag og vaxandi hitastigi og leiðni. Þarna þarf maður kennslustund í fræðunum til að skilja eitthvað hrafl í þeim.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.4.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband