"Wannabe" flokkur í andarslitrunum

Sagt er ađ ţau berjist fyrir pólitísku lífi sínu, Frjálslyndir og framkvćmdastjórinn fyrrverandi og stuđningsmenn hennar. Ţađ er rangt. Pólitík skiptir hér engu máli.

Í fyrsta lagi var Frjálslyndi flokkurinn stofnađur vegna kvótamálsins (látum persónulega óvild stofnandans gagnvart Sjálfstćđisflokknum liggja á milli hluti). Kvótamáliđ er löngu liđiđ deilumál ef frá eru taldir örfáir spekingar sem kjósa ađ klifa á ţví eins og Cató gamli um Karţagó. Almenningur hefur lítinn áhuga á ţví og ólíklegt ađ ţađ verđu nokkurn tímann ađ kosningamál.

Stjórnmálaflokkar verđa ađ láta fleiri en eitt mál til sín taka, ađ öđrum kosti verđa ţeir vart lífvćnlegir. Frjálslyndir skildu ţetta um síđir og fylltu upp í tómarúmiđ međ margvíslegum fallegum stefnumálum, en alltaf tuđuđu ţingmennirnir ţrír reglulega um kvótamáliđ en án nokkurrar athygli almennings. Ađ öđru leyti líktist stefnuskráin stefnu Sjálfstćđisflokksins.

Víkjum ađ hinum stjórnmálaflokknum. Ţeir kölluđu sig Nýtt afl strákarnir sem yfirgáfu Sjálfstćđisflokkinn vegna ţess ađ ţeir voru svo mikiđ á móti sjávarútvegsstefnu flokksins, kvótamálinu. Ţeir reyndu líka ađ fylla upp í tómarúmiđ međ fallegum stefnumálum en stefnuskráin varđ ótrúlega lík stefnu Sjálfstćđisflokksins.

Nýtt afl fékk engan hljómgrunn í alţingiskosningunum 2003, fékk raunar mjög háđuglega útreiđ, ađeins 1.791 atkvćđi á öllu landinu, 0,98%. Til samanburđar voru auđir seđlar og ógildir 1.873, 1,01%, aumara gat ţađ nú ekki orđiđ. Meira ađ segja Kristján Pálsson sem klauf sig frá Sjálfstćđisflokknum fékk 844 atkvćđi fyrir T-listann sinn en bauđ ţó ađeins fram í Suđurkjördćmi.

Ţannig liggur nú í málunum ađ strákaklúbburinn sem náđi engri athygli í kosningunum sá sitt óvćnna og gekk í Frjálslynda flokkinn. Nú verđur ađ taka ţađ fram ađ á bak viđ strákanna er ekki 1791 fylgismađur. Miklu frekar eru ţeir svona tíu til tuttugu, en flestir hörkupiltar, vel greindir, fengu sitt pólitíska uppeldi í Sjálfstćđisflokknum, eru af aldri sínum og reynslu sjóađir í stjórnmálum, og afburđa vel ađ sér í pólitískum frćđum.

Nýtt afl gat ekki sameinast formlega Frjálslynda flokknum, ţađ bara var ekki hćgt. Sá síđarnefndi er miklu stćrri, hugsanlega svona sjötíu til eitthundrađ og fimmtíu manns í ţeim kjarna sem öllu máli skiptir. Ţeir litu ţví stórt á sig enda satt sem sagt er, stćrđin skiptir máli ...!

Niđurstađan varđ ţví sú ađ félagarnir í Nýju afli breyttu litla stjórnmálaflokknum sínum í stjórnmálafélag og gengu svo í Frjálslynda flokkinn, hver fyrir sinn hatt.

Ţannig stóđu mál ţangađ til Jón Magnússon asnađist til ađ blađra um innflytjendur sem hann hefđi aldrei átt ađ gera en hann gerđi sér ekki grein fyrir ţví hversu viđkvćmt máliđ er. Svo blađrar ţingmađur Frjálslyndra um hiđ sama. Í gúrkutíđinni eru ţeir fóstbrćđur étnir af fjölmiđlum og skyndilega úthrópađir sem rasistar og líklega eitthvađ enn verra.

Ţar međ urđu fjölmiđlar, álitsgjafar, bloggarar og stjórnmálamenn í öđrum flokkum ein eyru. Margrét Sverrisdóttir má svo eiga ţađ ađ hún brást hart gegn neikvćđri umrćđu flokksfélaga sinna um útlendinga og talađi hressilega yfir hausamótunum á ţeim. Kannski var rćđan eina pólitíkin í öllum farsanum.

Í eftirleiknum mátti einna helst skilja ţađ á máli Margrétar ađ Nýtt afl hefđi ráđist á Frjálslynda flokkinn međ ţúsundum nýrra fylgismanna og hreinlega tekiđ hann yfir. Ţađ var bara ekki svoleiđis hvort sem hún gerđi sér grein fyrir ţví eđa ekki. Jafnvel fjölmiđlarnir föttuđu ekki hvađ var ađ gerast.

Margrét ţurfti ekki ađ óttast tíu eđa tuttugu stráka úr Nýju afli. Ţađ er nú meiri aumingjans flokkurinn sem ţolir ekki hávađasaman minnihlutahóp jafnvel ţó hann sé kjöftugur og ekki alltaf á sama máli og hinir. Annađ eins gerist nú í stjórnmálaflokki.

Vandamáliđ er bara ţađ ađ kallar og kellingar kjöftuđu sig út í sitt hvort horniđ og vígbjuggun sig ţar međ kjarnorkuvopnum, hitasćknum eldflaugum og klasasprengjum. "Then the shit hit the fan."

Ţetta er allt doldiđ fyndiđ en um leiđ pínu sorglegt ţetta međ Frjálslynda flokkinn. Vígaferlin er líklega afstađin og líklega er ţessi "wannabe" flokkur í andarslitrunum. Nú eru ţau öll í sárum og hćgt lćđist ađ ţeim sá ógnvćnlegi grunur ađ ef til vill ţurfi pólitískan eldmóđ og stefnumótun í grunn stjórnmálaflokks.

Hvađa lćrdóm getur ţessi saga svo kennt okkur? Jú, ţađ ţarf ekki fjöldahreyfingu til ađ stofna stjórnmálaflokk. Og ... pólitíkin skiptir engu máli, menn geta bara búiđ hana til síđar meir. Lítiđ bara á Margréti Sverrisdóttur, sem segir ađ ýmsir flokkar hafi bođiđ henni um borđ. Meira ađ segja formađur Samfylkingarinnar lét í ţađ skína ađ hćgt vćri ađ bjóđa Margréti sćti í Reykjavík norđur eđa suđur!

Ţađ sem verra er, Margrét er ađ íhuga bónorđ hinna flokkanna.




« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband