Landskemmdir vegna umferðar

ÓnýttÞað eyðist sem af er tekið, um það verður varla deilt. Vegir á hálendi landsins munu halda áfram að slitna og til að koma í veg fyrir að þeir verði óökufærir verður að gera við þá. Hver er þá munurinn á því að halda úti umsvifamiklum viðgerðum á t.d. Kjalvegi og Sprengisandi eða að gera slitlagið varanlegt?

Í sannleika sagt veit ég það ekki. Hitt veit ég að malbikaðir vegir á hálendi landisins munu draga verulega úr upplifum þeirra sem þangað leggja leið sína. Á móti ber þess að geta að það er ekki merkilegur ferðamáti að aka í striklotu yfir Kjöl eða Sprengisand, innilokaður í járnbúri og ætlast til þess að fá yfir sig anda frelsis og óbyggða. Þannig gerast ævintýrin ekki.

Fæstir þekkja gönguferðir á hálendi Íslands af eigin raun og ef til vill er það bara allt í lagi. Ástæða er bara til að gleðjast þegar fólk vill ferðast um landið. Við þurfum þó að taka það með í reikninginn að  bæði akandi og gangandi umferð slítur. Víða eru hálendisvegir landsins í mjög slæmu ástandi. Nefna má veginn upp á Fimmvörðuháls sem telja má ónýtan.

Víða eru gríðaleg sár á landi vegna umferðar gangandi fólks. Stórkostlegar skemmdir hafa orðið fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni á Esju. Sama má segja með gönguleiðir á Fimmvörðuhálsi, á Goðalandi, í Hengli, Vífilsfelli og ekki síst „Laugaveginn“ svokallaða sem liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. 

Ljóst er að umferð mun aukast á næstu árum. Hvað er til ráða þegar landskemmdir verða vegna umferðar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Lausnin felst klárlega ekki í að malbika þessar leiðir og auka aðgengi,þá fyrst færi að sjá á landinu.

Glanni (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband