Samfylkingin fer í felur

Hik Samfylkingarinnar í málefnum álversins í Straumsvík er furðuleg. Formaður flokksins tekur ekki afstöðu, bæjarfulltrúum er bannað að taka afstöðu, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Samfylkingarmaðurinn, fer undan í flæmingi og þingflokkurinn er virðist klofinn í málinu.

Furðulegast af öllu eru þó fjölmiðlar. Í grænni gúrkutíð reyna þeir ekki ekki að ganga að flokknum og krefja hann svara.

Hvernig má það vera að stjórnmálaflokkur taki ekki aftstöðu? Er Samfylkingin enn sami vindbelgurinn sem snýst eftir því hvernig almenningsálitið blæs á hverjum tíma? Eða er skammtímaminnið svo lélegt að fólk muni ekki eftir afstöðu flokksins til Kárhnúkavirkjunar og álversins fyrir austan. Fyrst var flokkurinn á móti, svo var hann með, nú er hann á móti.

Í einfeldni minni hélt ég að stjórnmálaflokkar tæku afstöðu samkvæmt stefnu sinni og málefnum og þeir vildu standa við skoðanir sínar, berjast fyrir þeim og afla þeim brautargengis meðal kjósenda.

Hvers vegna fara stjórnmálamenn í felur með skoðanir sínar á stækkun álversins í Straumsvík? Svo kemur fram fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og slær úr og í, segist vera með breytingum á deiliskipulaginu vegna stækkurnar álversins en hann er samt á móti stækkuninni!

Hver skilur svona málflutning. Deiliskipulagið var gert vegna stækkunarinnar, ekki vegna þess að álverið þurfti stærri matjurtargarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband