Fjalliđ sem breyttist í hrúgu
19.7.2019 | 16:48
Ţađ vekur athygli leikmanna eins og mín hversu viđvarandi jarđskjálftar, ţó frekar litlir, eru viđ upptök Tungnakvíslajökuls.
Ţetta skrifađi ég hér 2. júní 2011. Ţá hafđi ég tekiđ eftir jarđskjálftum í Tungnakvíslajökli í nokkur misseri og ekki getađ áttađ mig á ţví hvađ var ađ gerast ţar. Nokkrum sinnum hef ég komiđ á svćđiđ ţó ţađ sé frekar afskekkt. Ţarna heita Teigstungur, ekki Ţórsmörk eins og sums stađar er haldiđ fram.
Frá ţví ađ ég skrifađi ţennan pistil hef ég mörgum sinnum tjáđ mig um atburđi í Tungnakvíslajökli, sjá hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér og hér. Ţrátt fyrir ađ hafa ţetta á heilanum grunađi mig aldrei ađ skjálftarnir gćtu veriđ afleiđing af berghruni enda er ég ekki jarđfrćđingur og hef sáralitla ţekkingu á frćđunum.
Um síđustu helgi birtust fréttir af vísindamönnum sem komu auga á skriđur sem falliđ hafa á Tungnakvíslajökul. Ástćđan er einföld. Ţegar jöklar rýrna minnkar stuđningur ţeirra viđ hlíđar sem ţeir liggja viđ og ţćr gefa eđlilega eftir. Ţetta ţekkist alls stađar og er međal annars ástćđan fyrir sprungunni stóru á Svínafellsheiđi í Örćfum.
Eftir öll ţessi skrif er mađur svolítiđ hissa á ţví ađ aldrei hafi neinum dottiđ berghlaup í hug. Af minni hálfu er ţetta ţekkingarleysi.
Í pistli 30. janúar 2012 birti ég grein úr Morgunblađinu um jarđfrćđing sem var í doktorsnámi og rannsakađi skjálfta í vesturhluta Mýrdalsjökuls. Ţeir eru í greininni kallađir Gođabunguskjálftarnir eftir hćsta hluta jökulsins sem er skammt frá Tungnakvíslajökli. Í greininni segir:
Frá ţví mćlingar á jarđskjálftum hófumst í nágrenni Mýrdalsjökuls hafa frćđimenn tekiđ eftir sérkennilegum skjálftum sem eiga ţađ sameiginlegt ađ eiga upptök sín í vesturhluta Mýrdalsjökuls.
Og:
Fyrstu niđurstöđur benda eins og áđur segir til ađ skjálftarnir séu enn grynnri en áđur hefur veriđ taliđ. Auk ţess eiga flestir ţeirra upptök ofarlega í Tungnakvíslarjökli frekar en í Gođabungu.
Síđan hef ég ekkert frétt af ţessum rannsóknum. Stađreyndin er ţó sú ađ stór hluti jarđskjálfta er utan viđ Kötluöskjuna og ţađ sem merkilegast er, ţeir eru í vestanverđum Mýrdalsjökli, einna helst í Tungnakvíslajökli. Í sannleika sagt hélt ég ađ ţarna vćri veriđ ađ tala um skjálfta vegna íshruns í jöklinum.
Á námskeiđi um jarđfrćđi sagđi Páll Einarsson, jarđfrćđingur, ađspurđur, ađ skjálftarnir gćtu veriđ vegna hreyfing íss en kenningar vćru líka um ađ ţarna undir vćri ísúr gúll ađ ţrýsta sér upp á yfirborđiđ, hćgt og rólega.
Páll segir svo í viđtali viđ Fréttablađiđ 16. júlí 2019:
Ţetta er sérstakt ţví ţetta er viđ eldstöđina Kötlu, segir Páll. Ein tilgáta til ađ skýra skjálftana á ţessum stađ er ađ mínu mati nokkuđ sennileg. Ţađ er ađ ţetta stafi af rísandi svokölluđum leynigúl, ţađ er kvikugúll sem er á hćgri hreyfingu til yfirborđs. Ţetta er fyrirbrigđi sem er ţekkt víđa í útlöndum og er tengt íslenskri jarđfrćđi líka en viđ höfum ekki séđ gerast á landinu áđur eđa síđan mćlitćki komu til sögunnar.
Af öllu er ţó ljóst ađ jarđskjálftar í og viđ Tungnakvíslajökul eru ekki nćrri ţví allir tengdir berghlaupi.
Á mbl.is birtist í vikunni heldur rýr frétt um berghruniđ. Viđtal er viđ Ţorstein Sćmundsson jarđfrćđing sem segir ţó:
Hlíđin hefur skriđiđ niđur um alla vega 180 metra. Viđ erum ađ leita orsaka fyrir ţví og um leiđ viljum viđ meta hvenćr hreyfingin hefur átt sér stađ, á hve löngum tíma og hvort hún hafi komiđ í rykkjum eđa hafi stađiđ jafnt í einhvern tíma, segir Ţorsteinn.
Hann segir ađ skriđ sem ţetta geti veriđ af mörgum ástćđum og ţar komi sterklega til greina jökulhörfun, sem ţekkt er ađ hafi orđiđ á ţessu svćđi og ađ geti valdiđ aflögun á hlíđum undan jökli. Ţá getur annađ orđiđ til ţess ađ hlíđin skríđi niđur, undangröftur hvers konar til dćmis eđa ađ hreyfingar ţessar tengist skjálftavirkni í grenndinni.
Međ fréttinni er birt mynd sem tekin er úr Google Maps og er sannleika sagt verri en engin. Hún er teygđ og toguđ svo landslagiđ birtist ekki í réttum hlutföllum.
Fćstir gera sér grein fyrir ţeim hamförum sem ţarna hafa orđiđ. Engar almennilegar myndir hafa birst sem sýna landslag fyrir og eftir ţćr. Ég hef gert dauđaleit í myndasafni mínu og ađeins fundiđ tvćr nothćfar myndir og birti ţćr hér.
Sú efri er tekin á Eyjafjallajökli í mars 1991. Ég tók myndina af Óla Ţór Hilmarssyni félaga mínum á niđurleiđ af Hámundi, efsta tindi jökulsins. Hringur er um fjalliđ sem seig saman niđur á Tungnakvíslajökul.
Hin myndin er tekin í byrjun október 2011 og er klippt úr annari. Ég hef dregiđ hring um fjalliđ sem seig. Ţar sem áđur var hálendisslétta er nú hrúgald. Fjalliđ hefur gjörbreyst og er ekki svipur hjá sjón.
Á ţriđju myndinni sést bertur hvar berghlaupiđ varđ.
Ég vona ađ lesendur nái ađ átta sig á hamförunum međ ţví ađ skođa myndirnar og stćkka ţćr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.