Þurr skýrsla um jarðskjálfta þarfnast fréttaskýringar

Landið nóv

Ekki finnst mér það nógu góð blaðamennska hjá mbl.is að birta orðrétt skýrslu Veðurstofunnar um jarðskjálfta í nóvember. Skýrslan er eiginlega ekkert annað en þurr upptalning sem engu skilar. Þetta kallast afgreiðsla vegna leiðinda sem er ekki moggalegt.

Staðreyndin er hins vegar sú að margt forvitnilegt er í skýrslunni þó þurr sé. Að minnsta kosti eru myndirnar sem fylgja á vefnum afar áhugaverðar og segja miklu meira en textinn. Mogginn lætur hins vegar duga að láta fylgja margbirta mynd af Vífilsfelli.

Ég sakna þess að blaðamaður skyldi ekki hafa leitað álits jarðfræðinga og fara örlítið nánar ofan í tölfræðina og textann. Þá væri viðbúið að ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt kæmi upp á yfirborðið, bókstaflega talað. 

Myrdalsjökull

Lítum nú á myndina hér fyrir ofan sem blaðamaður mbl.is hefði átt að birta með fréttinni. Hvað er athyglisvert við þessa mynd?

Jú, ég rekst á nokkur atriði. Ég ætla að nefna fjögur sem eru stórmerkileg fyrir leikmann.

  1. Sáralítið er að gerast í Mýrdalsjökli þvert á það sem margir spáðu eftir gosið í Eyjafjallajökli. Jú, sagt var að innan tveggja ára væri nærri því „hefð“ fyrir gosi í Mýrdalsjökli. Hvað hefur breyst, af hverju gýs ekki Katla? Hvað jarðskjálftana varðar er það merkilegast hversu margir eru utan við öskjuna sjálfa og framar öllu við rætur Tungnakvíslajökuls. Þetta sést best á kortinu hérna hægra megin sem sýnir skjálfta á þessu ári. Hvers vegna er svona mikil hreyfing þarna?
  2. VifilsfellAð sjálfsögðu eru skjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu stórmerkilegir. Þarna hafa verið mikil læti allt þetta ár. Skjálftarnir fylgja þekktum misgengjum en við leikmenn viljum vita hversu mikil hreyfingin er og hvort hún tengist beinlínis hreyfing jarðskorpunnar þarna fyrir sunnan, allt til Öskju og í Vatnajökul.
  3. Reykjanes hefur hreinlega iðað í sumar og haust. Miklar hreyfingar voru við Eldey og halda má að þetta hliðrist allt, þaðan og upp að Vífilsfelli. Það sem mér finnst undarlegast er að sama tíma eru miklir jarðskjálftar fyrir norðan og sunnan. Tengjast þeir eða hverjar eru skýringarnar?
  4. Vífilsfell. Hérna hægra megin er mynd frá Google Maps og inn á hana hafa verið færðir jarðskjálftar í kringum 19. nóvember. Þessir hrina fékk enga umfjöllun í fjölmiðlum og raunar engar skýringar á jarðskjálftavef Veðurstofunnar. Hvernig stendur á þessum skjálftum austan við Vífilsfell, en þar eru þeir afar sjaldgæfir? Getur verið að þeir tengist eitthvað niðurdælingu Orkuveitunnar við Kolviðarhól og Húsmúla?

Raunar hefði ég átt að bæta við tveimur atriðum í viðbót og það eru skjálftarnir við Langjökul og Hofsjökul. Hvort tveggja sjaldgæf fyrirbrigði en hafa án ef mjög eðlilegar skýringar. Eða hvað ...?


mbl.is 1200 skjálftar í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband