Er Morinsheiði á Fimmvörðuhálsi?

DSC_0185 110827 Brattafönn, Morinsheiði, til norðu

Ný þyrla Land­helg­is­gæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta út­kall í dag er hún sótti slasaðan göngu­mann á Fimm­vörðuháls. [...]

Áður hafði borist til­kynn­ing frá Lands­björg um að björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi væru farn­ar af stað til þess að sækja mann­inn þar sem hann var stadd­ur of­ar­lega á Morinsheiði.

Þetta segir á mbl.is. Á visir.is segir:

Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag þegar hún sótti mann á Fimmvörðuháls sem var slasaður á fæti.

Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði við Heljarkamb ásamt samferðafólki.

Á dv.is segir:

Rétt upp úr klukkan þrjú í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna göngumanns á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, en maðurinn er slasaður á fæti. Hann er staddur ofarlega á Morinsheiði við Heljarkamb og hjá honum er samferðafólk.

Takið eftir orðalaginu. Án efa má rekja það til Landsbjargar en fjölmiðlarnir birta fréttatilkynninguna athugasemdalaust.

Hér kemur spurning dagsins: Er Morinsheiði á Fimmvörðuhálsi?

Svör skal skal senda ritstjórum fjölmiðlanna sem hér hefur verið vitnað til sem og til formanns Landsbjargar. Þeir munu veita verðlaun við hæfi sem líklega er landakort.

Myndin er tekin í norðurhlíðum Bröttufannarfells. Stóra sléttan fyrir miðri mynd er Morinsheiði. Útigönguhöfði er lengst til vinstri og Hrunagil er hægra megin við heiðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband