Landbrot verður að Land ...

Landbrot er sunnan eða suðaustan Kirkjubæjarklausturs. Skaftá rennur norðan og austan við sveitina. Nafnið er fornt, getið er um það í Njálssögu þar sem segir:

Flosi mælti að þeir skyldu taka vöru hans í Meðallandi og flytja austur og svo í Landbroti og í Skógahverfi. 

Síðan ríða þeir til Skaftártungu og svo fjall og fyrir norðan Eyjafjallajökul og ofan í Goðaland og svo ofan um skóga í Þórsmörk. 

Björn úr Mörk gat séð mannareiðina og fór þegar til fundar við þá. Þar kvöddu hvorir aðra vel. Sigfússynir spurðu að Kára Sölmundarsyni. 

Þetta bendir til að Akaftá hafi brotið þarna land í árhundruð, jafnvel lengur. Nema því aðeins að nafnið Landbrot eigi við eitthvað annað. Hins vegar hefur Skaftá alla tíð verið mikill örlagavaldur á þessum slóðum. Hætta hefur líka stafað af hraunrennsli eins og þekkt er frá dögum móðuharðindanna í lok 18. aldar og ekki síður öskufalli úr Eyjafjallajökli og Grímsvatnagosi síðustu tvö árin.

Landbrot er tvimælalaust falleg sveit. Þar eru Landbrotshólar, gervigígar sem mynduðustu í Eldgjárgosinu 934. Margir þekkja Grenlæk sem er fræg stangveiðiá og veiðist þar sjóbirtingur, urriði og bleikja. Skammt frá eru Seglbúðir. Þar ólst upp og bjó Jón Helgason, alþingismaður og ráðherra Framsóknarflokksins.  

En nú vilja menn koma í veg fyrir ítrekað landbrot Skaftár. Þarf þá ekki að breyta nafni sveitarinnar? Kemur á ugglaust til greina nöfn eins Landbrotsstopp, Ekkilandbrot eða bara að fella niður brotið og skilja eftir Land.

 


mbl.is Gróður Landbrots í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á ráðstefnu um Langasjó og Skaftárveitu kom fram að jafnvel þótt Skaftá yrði tekin úr farvegi sínum og veitt yfir í Langasjó, myndu áhrif Skaftár samt geta valdið því að Grenlækur og Tungulækur þurrkuðust, - það myndi aðeins frestast í nokkra áratugi.

En Langsjór yrði eyðilagður.

Í sambandi við hugmyndir um svonefnda Búlandsvirkjun, eru uppi fáránlegar hugmyndir um alls órannsakaðar aðgerðir til að veita auri Skaftárhlaupa framhjá fyrirhuguðu miðlunarlóni í Þorláksmýrum/aurum.

Þessi virkjun myndi þurrka upp afburða fallega fossa í Skaftá og veita sama auri og fyrr niður farveginn.

Nú leika lausum hala þarna öfl, sem sækjast eftir fljótfengnum peningum vegna tímabundinna virkjanaframkvæmda, sem að vísu myndu veita einhverjum hundruðum mann atvinnu meðan á þeim stendur, en síðan yrðu þeir allir atvinnulausir og hið sama myndi gerast og í Húnaþingi eftir Blönduvirkjun, - atvinna fyrir 1-2 menn í stöðvarhúsinu.

Sem betur fer er hópur fólks í samtökunum Eldvötn sem spyrnir við fótum, og landeigandinn er ekki ginkeyptur fyrir því að sökkva stóru grónu svæði undir fyrirhugað lón, svæði sem engan veginn verður skilgreint sem "eyðisandar og grjót."  

Í Skaftárhreppi fer fram "stærsta sýning í heimi" sem felst í því að nokkurra alda langir kaflar skiptast á.

Nú stendur yfir "sandkafli" þar sem sandframburður fer inn á hluta af hraunum úr síðasta gosi, en eftir nokkrar aldir tekur við "eldgosakafli", þar sem hraun renna yfir sanda frá "sandkaflanum."

Ómar Ragnarsson, 9.2.2012 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband