Nýr meirihluti á Alţingi fyrir leiđréttingu skulda?

Eftir hverju er veriđ ađ bíđa? Vantar forystu í máliđ? Međ grein Kristjáns Júlíussonar, alţingismanns, í Morgunblađinu í morgun má gera ráđ fyrir ţví ađ nýr meirihluti hafi myndast á Alţingi fyrir leiđréttingu á íbúđarlánum heimilanna.

Grein Kristjáns er afar kćrkomin og mikill léttir ađ sjá ţingmann sjálfstćđisflokksins taka svo sterkt til orđa eins og hann gerir. Hann segir til dćmis:

Ţađ er athyglivert ađ stjórnvöld virđast oftast einblína á kostnađ lánastofnana en minna fer fyrir umrćđunni um kostnađ lánţega. Ţví síđur virđast stjórnvöld vilja horfast í augu viđ vaxandi kostnađ ţjóđarbúsins vegna vaxandi vanskila og versnandi lífsskilyrđa ţeirra tugţúsunda Íslendinga sem heyja ađ ţví er virđist vonlausa baráttu viđ ţađ ađ verja stćrstu fjárfestingu lífs síns: Ţakiđ yfir höfuđiđ. 

Í ţessum orđum felst kjarni málsins. Hvorki ţjóđin né ţjóđarbúiđ hefur efni á ađ láta eins og ekkert hafi í skorist. Jafnvel ţó ríkiđ ţurfi ađ kosta 200 milljarđa króna til ađ leiđrétta stöđuna er ţeim fjármunum afskaplega vel variđ og gera má ráđ fyrir ađ ţađ fái ţessa fjármuni fljótlega til baka ţar sem ţjóđfélagiđ hjarnar fljótt viđ á ný.

Á landsfundi Sjálfstćđisflokksins í haust var samţykkt ályktun um skuldamál heimilanna. Ţađ var hörđ barátta ađ fá hana samţykkta. Gćslumenn lífeyrissjóđa rökrćddu gegn ályktuninni og drógu upp ófagra mynd af afleiđingum ţess yrđi hún samţykkt. Ekkert sögđu ţeir ţó um ţá ófögru stöđu sem nćr helmingur allra íbúđaeigenda stendur í vegna hrunsins. Hún fékkst ţó samţykkt og má hiklaust telja hana til tímamótaályktunar hjá Sjálfstćđisflokknum.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir leiđréttingu á lánum skuldsettra heimila og stađiđ sig vel. Fyrir skömmu var haldinn borgarafundur í Háskólabíói um skuldastöđuna. Óhćtt er ađ segja ađ ţar var ekki mjög jákvćtt viđhorf gagnvart Sjálfstćđisflokknum og óhćtt ađ segja ađ fćstir búist viđ ađ hjálpin berist úr ţeirri átt. Ţetta getur ţó breyst ţví eins og áđur sagđi bendir grein Kristjáns Júlíussonar til ţess ađ nýr meirihluti geti myndast eđa hafi myndast á Alţingi fyrir leiđréttingu á skuldastöđu heimilanna.

Núna vantar bara póitíska forustu á ţinginu um máiđ. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa hafnađ ţví ađ gera nokkurn skapađan hlut fyrir íbúđaeigendur og vilja helst ađ almenningur hangi enn í 110% snörunni og fjármálastofnanir haldi áfram ađ sanka ađ sér íbúđum.

Nú er tími til kominn ađ stjórnmálamenn reki af sér slyđruorđiđ og taki á honum stóra sínum. Ţjóđin hefur ekki efni á ţví ađ helmingur hennar sé afskiptur, fjárhagslega útilokađur frá ţjóđfélaginu. Ţannig er ţađ engu ađ síđur núna. Fólk reynir fyrst og fremst ađ eiga fyrir nauđţurftum og margir krafsa í bakkann og greiđa af íbúđalánum en ađrir geta ţađ ekki. Ţetta er ófremdarástand sem má ekki líđast.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband