Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Örvænting ráðherra um eigin velferð
26.4.2013 | 08:50
Örvæntingin hefur gripið ráðherra velferðarstjórnarinnar og er eim nú efst í huga eigin velferð, stólarnir sem þeir hafa vermt undanfarin fjögur ár. Þeir voru notalegir og fóru vel með þá afturenda sem núna fá sparkið og það spark virðist ætla að vera óvenju harkalegt.
Engin ríkisstjórn frá upphafi hefur fengið aðra eins útreið og munu eftirmæli hennar byggjast á því en ekki sú saga sem ráðherrarnir telja sig hafa ritað.
Fer vel á þessu og nú er kominn tími til að fá nýja ríkisstjórn sem vinnur fyrir fólkið í landinu, endurreisir atvinnulífið og tekur á öðrum þeim vandamálum sem svokölluð norræn velferðarstjórn kunni ekki að taka á eða lét hjá líða að sinna. Þau mál eru óteljandi.
100 milljarðar í ný útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Píratar hrapa að ályktunum
25.4.2013 | 15:27
Píratar hafa sett upp vef sem þeir nefna Alþingisrýni. Hann er skemmtilegur og gagnlegur en er þó samt ekki nægilega vel gerður. Vefurinn orkar afar mikið tvímælis.
Hann getur til dæmis um mætingar alþingismanna á þingfundi, þátttöku í atkvæðagreiðslum og fleira. En hvaða máli skiptir mæting á þingfund ef þingmaður hefur mætt vel á nefndarfundi og látið þar til sín taka?
Hann getur hins vegar ekkert um þau þingmál sem þingmenn hafa staðið að, einir eða með öðrum. Hvaða á ég að lesa úr umfjöllun um Guðmund Steingrímsson, alþingismann, þegar hann fær 5,4 í mætingu, kaus já 514 sinnum, nei 18 sinnum og sat hjá 61 sinni. Hins vegar gæti hann þess vegna hafa verið hálfsofandi í vinnunni ef ekkert er getið um þingmálin sem hann hefur staðið fyrir eða hvernig hann hefur unnið í þingnefndum.
Hvaða álit á ég að hafa á svokölluðum uppreisnum. Þingmaður sem leggur fram mörg frumvörp og ályktanir, vinnur þeim brautargengi hlýtur að kjósa með þeim. Er hann þá uppreisnarmaður samkvæmd álitið Pírata eða er hann einfaldlega hlýðinn. Getur formaður flokks eða þingflokksformaður verið uppreisnarmaður? Ekki samkvæmt efni máls. Svona flokkun gengur bara alls ekki.
Sá er flottastur sem sem segir oftast nei, mætir vel (skiptir engu þó hann mæti ekki á þingnefndafundi), situr aldrei hjá, leggur ekkert frumvarp fram.
Alþingisrýnirinn prýðileg heimild og gott að nýta sér hana. Það er vara ekki nóg því píratar kunna varla að draga skynsamlegar ályktanir. Þeir eru svona fyrirsagnahausar, lið sem kafar ekkert ofan í málin heldur gára á yfirborðinu. Klístra merkimiðum á fólk án tillits til aðstæðna.
Það hefur hingað til ekki þótt góð lenska að hrapa að ályktunum. Enskir orða það svona: Don't jump to a conclusion. Þetta er einkenni pírata.
Árni Johnsen mætti verst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Án öflugs atvinnulífs gerist ekkert hér á landi
25.4.2013 | 14:50
Mestu máli skiptir nú þegar tveir dagar eru í kjördag að kjósendur átti sig á því að innhaldslausar yfirlýsingar duga ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð unnið með hagsmuni heildarinnar í huga. Hann gerir sér einn flokka grein fyrir því að án öflugs atvinnulífs gerist ekkert hér á landi. Vinstri stjórnin sem nú endar lífdaga sína hefur sannað þetta svo ekki verði um villst.
Forkólfar Framsóknarflokksins og annarra vinstri flokka geta endalaust talað um uppáhaldsmálefnin sín en þau verða aldrei að veruleika nema við byggjum aftur upp atvinnulífið.
Skattar og gjöld af atvinnulífinu og þeim sem í því starfa eru tekjur ríkissjóðs. Án þess þarf ríkissjóður áfram að draga saman seglin og segja upp fólki.
Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og skora á aðra að gera slíkt hið sama.
Bjartsýnn Bjarni og ánægð Katrín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afrekslið í íþróttum koma af öllu landinu
25.4.2013 | 14:42
Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu áttum okkur ekki alltaf nógu vel á því að á landsbyggðinni er gríðarleg íþróttaiðkun, jafnvel enn meiri en hér. Víða eru góð íþróttahús, góðir fótboltavellir og unga fólkið flykkist í íþróttirnar. Afleiðingin er sú að víða um land verður til hörkuduglegt fólk sem setur hvert afrekið á fætur öðru.
Á þessu korti sem ég tók saman er dálítið yfirlit yfir þá bestu á landsbyggðinni í fótbolta, körfubolta og handbolta, í tveimur deildum, kvenna og karla.
Þetta er svo sem ekkert merkilegt og þó ... Þarna sést að fótbolti, handbolti og körfubolti er iðkaður með góðum árangri víða um landið. Það er af sem áður var að íþróttafélög í Reyjavík voru í meirihluta.
Ég hef ekki talið saman íþróttafélögin í þessum íþróttagreinum eða iðkendur þeirra. Fyrir mér vekur aðeins að benda á hversu víða afrekin eru unnin og ekki síður hversu mikilvægar íþróttir eru fyrir einstök sveitarfélög. Og hversu margir afreksmenn af landsbyggðinni eru nú í íþróttaliðum á höfuðborgarsvæðinu?
Og hvað kostar þetta allt saman? Jú, vinnu og aftur vinnu hjá aðstandendum sem halda ekki aðeins úti liðum í meistaraflokki heldur líka í öllum yngri flokkunum. Þvílíkur dugnaður í þessu fólki. En ánægjan er mikil hjá öllum. Unga fólkið lærir, eignast fyrirmyndir, félagslífið blómstrar og samheldnin eykst. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það ekki endilega bikararnir, gull, silfur eða brons sem skiptir máli heldur þátttakan. Hún hefur uppeldislegt gildi og endist alla æfi.
Litlir staðir á landsbyggðinni byggja gríðarlega á velvild atvinnulífsins og sem betur fer eru þar við stjórnvölinn venjulegt fólk sem á börn í íþróttum.
Hérna hef ég ekki fjallað um frjálsar, blak, skák, skíði eða aðrar íþróttir sem iðkaðar eru út um allt land. Ekki heldur líkamsrækt sem felst í gönguferðum, skokki, hjólreiðum og öðrum álíka. Landið er ekki að breytast en íbúarnir gera það. Nýjar kynslóðir hafa komið fram sem gera kröfu til þess að geta stundað íþróttir og hreyfingu af öllu tagi. Sveitarfélögin gera ráð fyrir þessu og þau breytast og þess vegna getur landsbyggðin haldið í við höfuðborgarsvæðið.
Munum samt að fyrirtækin í landinu leggja alls staðar gríðarlegt fé í íþróttastarfið. Þetta er hollt að muna í þann mund sem við göngum til kosninga. Peningarnir koma ekki fyrirhafnarlaust, ekki frekar en afrekin í íþróttum. Sterkt og öflugt atvinnulíf er ekki aðeins grundvöllur byggðar á Íslandi öllu heldur einnig traustasti stuðningurinn við íþróttirnar.
Bullið í umhverfisráðherra VG um ESB
25.4.2013 | 10:16
Flestir leggja meir upp úr því hvað sagt er en hverjir tala. Mér finnst svo óskaplega mikilvægt að frambjóðendur til Alþingis tali skýrt og séu ekki með neinn undanslátt. Þá er auðvitað allt í lagi að ráðast að frambjóðandanum og knýja svara.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið óþreytandi andstæðingur ESB aðilar og á mikinn þátt í því að vekja Vinstri græna til umhugsunar um þá vegferð sem ráðherrar flokksins hafa verið á undanfarin ár. Og það þvert gegn stefnu flokksins.
Hjörleifur nefnir í grein í Morgunblaðinu í dag frammistöðu Svandísar Svavarsdóttir, fráfarandi þingmanns og ráðherra VG í sjónvarpsþætti um daginn. Ég horfði á þáttinn og var hreint forviða þegar Svandís tók til máls. Hún sagði um ESB stefnu flokksins síns samkvæmt því sem fram kemur í grein Hjörleifs:
Vegna þess að við teljum að spurningin [um aðild] sé það krefjandi og mikilvæg að það sé ekki stjórnmálamanna að rífa þetta ferli úr sambandi. Það sé mikilvægt fyrir almenning í landinu og fyrir lýðræðið í landinu og umræðuna í landinu að klára þetta með lýðræðislegum hætti. Við teljum þetta það mikilvægt að þetta verði ekki leitt til lykta í einhverjum stjórnarmyndunarviðræðum og einhverjum lokuðum bakherbergjum heldur þurfi almenningur að fá botn í málið og fá að taka lýðræðislega afstöðu.
Þetta er nú meira hjalið og bulli. Stendur ekki steinn yfir steini. Hraðmælt bunar hún þessu út úr sér án nokkurrar hugsunar. Eða eins og var sagt um annan mann: Hann sagði það bara svo fallega.
Staðreyndin er einfaldlega þessi: VG klúðraði málum, geta ekki varið það nema með eigin græðgi í ráðherrastóla. Og nú stórtapar þessi flokkur á gerðum sínum.
Það er gott.
Óákveðinn kjósandi þarf að hafa fimm atriði í huga
24.4.2013 | 15:46
Þau eru aðeins fimm atriði sem kjósandi þarf að hafa í huga. Þessi eru helst:
- Viðráðanleg lausn á skuldavanda heimila
- Efla atvinnulífið og leysa úr atvinnuleysisvandanum
- Lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur
- Sinna heilbrigðis- og menntamálum
- Hætta við inngöngu í Evrópusambandið
Fer óákveðið inn í kjörklefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Víst er vorið að koma
24.4.2013 | 13:17
Veðurfræðingar eru skemmtilegir og láta vaða þegar þess er þörf. Aðrir fræðingar mættu taka þá til fyrirmyndar. Hins vegar fer ekki hjá því að maður taki eftir vorinu sem læðist inn án þess að veðurfræðingarnir sjái það.
Í morgun var kafaldsdrífa á höfuðborgarsvæðinu. Sá snjór sem þá féll tekur óðum upp. Sólin er komin hátt á loft og þeir sem vilja geta fundið mátt hennar og hann er mikill. Þó svo að í þetta sinn séu einhverjir kuldar í kortum veðurfræðignanna er vorið að koma. Það hlýtur líka að vora í þjóðlífinu þegar við losnum við ómögulega ríkisstjórn.
Spáð norðanstórhríð á sunnudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spyr félagsvísindastofnun um tilhæfuhlausa hluti?
23.4.2013 | 23:10
Enginn sem tjáir sig um skoðanakönnun félagsvísindadeildar HÍ um ESB vill vita hvernig spurningarnar hljóðuðu. Ég tek eftir því að á Rúv og einnig hér í frétt mbl.is eru niðurstöðurnar túlkaðar í óbeinni ræðu. Hvergi er greint frá því hvernig spurningarnar voru.
Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú einfalda staðreynd sem aldrei fæst rædd en hún er sú að viðræðurnar við ESB um aðild Íslands eru aðlögunarviðræður sem enda ekki með samningi. Undanfarin ár hefur verið samið um marga málaflokka og mætti halda að samningur um þá hljóti að liggja fyrir. Svo er ekki enda niðurstaða málaflokka að breyta Íslandi og það hefur vinstri stjórnin hér gert miskunarlaust.
Dettur einhverjum í hug að breytingar á stjórnarráðinu hafi verið vegna einhverra annarra ástæðna?
Þessir málaflokkar eða kaflar eru afar nákvæmir og er ætlað að kanna hvort Ísland geti verið aðili að ESB. Þetta er ekkert annað en krossapróf.
Farið er í 35 kafla og reynist Ísland hafa tekið upp reglur, lög og stjórnsýslu þá sem ESB krefst þá fær landið inngöngu. Ef ekki þá fær það ekki inngöngu nema hugsanlega séu veittar tímabundnar undanþágur fyrir Ísland til að leysa úr vandanum. Enginn samningur aðeins tímabundnar undaþágur.
Þetta skoða ákaflega fáir. Meirihluti þeirra sem svara í skoðanakönnunum heldur að samningur sé í boði í lokin. Það er rangt. Enginn samningur er í boði. Þeir sem halda því fram gera það annað hvort af fávisku sinni eða þeir fara viljandi með ósannindi. Hvorki fáfræði eða ósannsögli fer vel í stjórnmálaumræðunni.
Spyrji félagsvísindastofnun á þann veg að skilja mætti að Ísland standi í samningaviðræðum við ESB um einhvern samning sem birtur verði í lokin þá skekkir það algjörlega niðurstöðu skoðanakönnunarinnar enda spurt um tilhæfulausa hluti.
Engir samningar eru gerðir heldur er stjórnsýslu, lögum og reglum íslenska ríkisins smám saman breytt til að þóknast kröfum ESB. Þegar aðlögunarviðræðum um einn kafla er lokið ágreiningslaust merkir það einfaldlega að ESB er sátt við undanlátssemi Íslands og landið þokast aðeins nær aðildinni. Ágreiningur er óásættanlegur vegna þess að þá er eitthvað sem fer í bága við stjórnarskrá ESB. Og henni verður ekki breytt vegna 330.000 manna þjóðar úti í ballarhafi, hversu stórt sem hún lítur á sig.
Meirihluti á móti inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aungvir samningar, kæri Erlendur Geirdal, ekki einn einasti
23.4.2013 | 15:44
Nei, kæri Erlendur, það geturðu ekki fengið.
Ástæðan er einföld. Evrópusambandið gefur ekki nýjum aðildarríkjum kost á að breyta stjórnarskrá þess, Lissabon sáttmálanum.
Verklagsreglur ESB eru þær að ekki er boðið upp á samningaviðræður heldur aðlögunarviðræður. Þar af leiðandi verður enginn samningur.
Þess í stað er farið yfir 35 mismunandi kafla í viðræðum. Þeir eru nokkurs konar krossapróf fyrir Ísland og ætlað að kanna hvort stjórnsýsla landsins, lög og reglur séu eins og í Evrópusambandinu.
Ef svo er ekki hefur Ísland möguleika á að bæta úr. Vilji Ísland ekki bæta úr fær það ekki inngöngu. Þetta er svo einfalt og allt kemur þetta fram í reglum sambandsins um inngöngu.
Nú, ef samninganefndin fer að væla og segir að Ísland geti hreinlega ekki undirgengist einhverjar skipanir frá ESB þá eru hugsanlega gerðir einhverjir samningar til að auðvelda inngönguna, en þeir eru eingöngu tímabundnir.
Þar af leiðandi, kæri Erlendur Geirdal, tæknifræðingur við fiskirannsóknir, Íslendingar geta ekki fengið hagstæðan samning um sjávarútvegsmál. Hvorki hagstæðan né óhagstæðan. Okkur stendur enginn samningur til boða
Ég vona að þetta svari spurningu þinni og þú kjósir ekki flokka sem vilja afhenda fiskimiðin evrópusambandinu. Við eigum eiginlega nógu erfitt með stjórnmálaflokka hérna innanlands sem reynt hefur að eyðileggja sjávarútveginn.
Tvær einfaldar spurningar byggðar á fréttinni
23.4.2013 | 15:24
Hér eru tvær spurningar byggðar á frétt mbl.is um skriðuföll á Vestfjörðum:
- Er Vestfjarðarvegur númer 60 um Kjálkafjörð lokaður vegna skriðufalls um óákveðinn tíma?
- Er Vestfjarðarvegur númer 60 um Kjálkafjörð lokaður um óákveðinn tíma vegna skriðufalls.
Vegurinn lokaður vegna skriðufalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)