Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Einstök nálgun ungra Sjálfstæðismanna

VeljaUngir Sjálfstæðismenn hafa gefið út nokkrar hreyfimyndir um áleitin mál í kosningabaráttunni. Þeir gera þetta afskaplega vel. Fullt af húmor og góðmennsku, ekkert yfirlæti eða leiðindi. „Þú velur bara,“ segja ungir Sjálfstæðismenn og meina það bókstaflega.

Þeir ræða ekki bara um sölu áfengis og hann Skúla sem getur gift sig, stofnað fyrirtæki, tekið smálán og fleira og fleira nema að hann má ekki kaupa bjór. Og þeir ungu spyrja áhorfandann, hvort hann sé sammála. Og segist áhorfandinn vera það þá flyst hann samstundis í annað myndband og þar er fjallað um málið aðeins frekar.

Segist áhorfandinn vera ósammála og velur „nei“ hnappinn, þá er farið vinsamlega yfir málið.

Þannig fjalla ungir Sjálfstæðismenn um eftirfarandi:

 

  • Hækkun ráðstöfunartekna
  • Sölu áfengis
  • Lækkun áfengiskaupaaldurs
  • Lækkun neysluskatts
  • Skuldaniðurfellingu
  • Eflingu atvinnulífsins
Frábært framtak hjá unga fólkinu, það á heiður skilinn. Ég er sannfærður um að þessi jákvæða nálgun á áhugaverum flokkum á eftir að skila Sjálfstæðisflokknum ótal atkvæðum. Hins vegar hefði mátt vanda örlítið betur klippinguna. Gæinn með kústinn á myndinni, sá sem kemur fram í þeim öllum, er stórkostlegur.

 


mbl.is Má Skúli fá sér bjór?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílar batna stöðugt en vegakerfið er sem rússnesk rúlletta

Eftir því sem bílar verða betri og öruggari gerist ekkert með vegina. Þer eru enn lélegir rétt eins og var fyrir áratugum. Bílar verða hins vegar sterkari, kraftmeiri, öryggari og betri í alla staði.

Þó vegir séu flestir komnir með bundið slitlag, sums staðar séu vegrið, stöku brúm hafi verið breytt úr einbreiðum í tvíbreiðar er eiginlega allt í skralli með þá.

Sami vegurinn er fyrir sitt hvora akstursstefnuna, ekkert skilur á milli, innkeyrslur inn á aðalþjóðveg er yfirleitt beint inn á hann en ekki með honum. Krappar beygjur, blindhæðir og rangur halli eru listilega hannaðar. Vegakerfið er líklega nær því að vera rússnesk rúlletta en eitthvað annað. Verulegar líkur á því að maður komist ekki klakklaust á leiðarenda.

Auðvitað eru menn hissa á þeim sem aka hratt á þessum ómögulegu vegum. Í raun ætti að vera bannað að flytja inn nýja bíla. Endurnýja ætti út í það óendanlega bíla sem eru þrjátíu ára eða eldri. Þeir hæfa betur vegakerfinu en nýir.


mbl.is Tekinn á 164 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir þriðju kjósenda VG flúnir

VGHver hrökklast fylgið sem reitist af Vinstri grænum? Morgunblaðið svarar þessari spurningu í morgun með upplýsingum úr skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ um fylgi flokkanna 14.-17. apríl.

Meðfylgjandi súlurit er úr þessari umfjöllun. Á henni má sjá að þeim fjölgar sem fara frá VG yfir til Framsóknarflokksins. Þeir fara samt miklu færri til Sjálfstæðisflokksins. Reikna má með að flóttinn sé einkum vegna afstöðu flokksins í ESB.

Vinstra fólk fer miklu síður til Sjálfstæðisflokksins en hugsanlega inn á miðjuna. 

Ljóst er að svokallað lausafylgi er farið frá VG, þ.e. fólk sem kýs ekki alltaf sama flokkinn heldur þann sem því líst best á hverju sinni. Hugsanlega eru þessi 4,7% sem hverfa frá VG og ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn hluti af lausafylginu.

Aðeins um þriðjungur kjósenda VG heldur tryggð við flokkinn og má varla minna vera ef hann á að þrauka. Aðrir dreifast á flokksbrotin enda ljóst að þau eru flest vinstra megin við miðju í stjórnmálum og hreyfa lítið við fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Af þessu öllu má ráða að Vinstri grænir hafa ekki náð tiltakanlega stöðugri fótfestu meðal kjósenda. Tveir þriðju eru flúnir og munu líklega hafa fengið sig fullsadda af sviknum kosningaloforðum flokksins.


Vinstri kjósendur áhugalausir um skulda-, atvinnu- og skattamál

KönnunKjósendur virðast vera flestir sammála um kosningamálin. Þetta kom glögglega fram í fréttum Morgunblaðsins í morgun. 

Engu að síður væri nú gaman að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til einstakra mála. Morgunblaðið tekur saman viðhorf kjósenda níu stjórnmálaflokka. Það held ég að sé ofrausn, ég ætla að taka fyrir hér fimm flokka. Aðrir skipta ekki nokkru máli, fylgi þeirra er örlítið og breytingar á fylgi þeirra mun ekki hafa nein áhrif nema á vinstri flokkana.

Skuldir

Um 66% kjósenda telja að skuldamál heimilanna sé mikilvægasta málið í komandi kosningum. Kjósendur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru greinilega ekki á sama máli. Þeir telja væntanlega að skjaldborg ríkisstjórnarinnar hafi líklega dugað ágætlega. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins auk BF telja hins vegar ekki nóg að gert og bendir það til þess að þessir flokkar séu með þær lausnir á stefnuskrá sinni sem fellur fólki vel í geð.

Heilbrigði

 Um 55% kjósenda telja mikilvægt að unnið sé að heilbrigðismálum. Þau hafa ríkisstjórnarflokkarnir vanrækt og raunar farið afar illa með. Eina undantekningin er líklega fjárveiting velferðaráðherra Samfylkingarinnar til Landspítalans, en með henni voru laun forstjórans hækkuð svo hann gæti sinnt skurðlækningum auk þess að vera forstjóri. Heilbrigðismál hafa greinilega ekki sama vægi hjá kjósendum Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar og hjá hinum þremur flokkunum.

Atvinna

 Um 43% kjósenda telja atvinnumál skipta verulegu máli í kosningunum. Þessu eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sammála. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna telja væntanlega nóg að gert í þeim málum. Skaust þarna inn klúbburinn Dögun sem virðist hafa frekar lítinn áhuga á atvinnumálum. Varla má reikna með því að þeir sem eru atvinnulausir kjósi Samfylkinguna eða Vinstri græna. of miklu munar á viðhorfum kjósenda til að það gerist.

Skattur

 Um 26% kjósenda telja skattamál vera mikilvægan málaflokk. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins skera sig úr þó varla nema vegna þess að þeir áliti skatta of háa. Kjósendur vinstri flokkanna hafa ekki áhuga á skattamálum enda misskilja Vinstri grænir, Samfylkingin og Björt framtíð algjörlega stöðuna og það verður þeim dýrt. Hins vegar er ekki aftur snúið. Þessir flokkar kunna ekkert fyrir sér nema gamaldags skattlagningu. Kjósendur finna greinilega fyrir skattaáþjáninni og vilja að henni linni.

Evropa

 Um 20% kjósenda telja Evrópumálin skipti máli. Kjósendur Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru alls ekki á þessari skoðun. Með rökum má telja að þeir séu algjörlega á móti inngöngu í ESB. Kjósendur Samfylkingarinnar og hjáleigunnar (að ógleymdri forystu VG) eru hins vegar á öndverðri skoðun og vilja án efa ganga í ESB. Í þessu birtist einfaldlega sá munur sem er á viðhorfum til málefna á krepputímum.

Stjornarskra

 Um 16% kjósenda telja stjórnarskrármálið mikilvægt. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og raunar Framsóknarflokksins telja það sáralitlu skipta, annað sé mikilvægara.

Af einhverjum ástæðum eru kjósendur ríkisstjórnarflokkanna og hjáleigunnar á annarri skoðun. Má vera að þeir finni ekki fyrir lífsbaráttunni eins og aðrir, skattar hafi ekki áhrif á þá eða atvinnumálin og jafnvel séu þeir sáttari við íbúðaskuldir sínar.

Umhverfismál

Þegar litið er yfir ofangreindar töflur gæti einhver notað útslitinn frasa og fullyrt að í landinu byggju tvær ólíkar þjóðir. Og í raun og vera má segja svo. Í öllum megindráttum er gríðarlegur munur á viðhorfum kjósenda vinstri flokkanna og Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Í fljótu bragði mætti álykta sem sem að skuldamál, atvinnumál og skattamál truflaði ekki vinstra fólk. Miðjan og hægra fólk hefur hins vegar áhyggjur af þessum málum, líklega vegna þess að þau brenna á þeim dags daglega.

19. apríl: Í gær sleppti ég að setja inn upplýsingar um umhverfismál því mér þótti pistillinn orðinn heldur langur. Geri það hér með vegna athugasemdar Ómars Ragnarssonar. Vísa að öðru leiti til athugasemdar minnar hér fyrir neðan. 


Kjósendur telja stjórnarskrármálið ekki mikilvægt

Hvernig skyldi nú standa á því að aðeins 16% landsmanna telji í skoðanakönnun stjórnarskrármálið vera mikilvægasta málaflokk næsta kjörtímabils?

Samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu hafa kjósendur miklu meiri áhuga á skuldamálum heimilanna, heilbrigðismálum, atvinnumálum, skattamálum og Evrópumálum.

Jú, staðreyndin er einfaldlega sú að stjórnarskrármálið býr ekki til þak yfir höfuð neins, enginn getur étið það né heldur fengið atvinnu út á það og það ver okkur ekki fyrir skattheimtu ríkisins.

Fólk kýs eftir hagsmunum sínum, buddunni og horfir að auki til heilbrigðismála. Annað má einfaldlega mæta afgangi.

Svo er það afskaplega merkilegt að gæluverkefni ríkisstjórnarinnar hafa valdið gífurlegum flokkadráttum og ágreining í þjóðfélaginu. Þetta er stjórnarskrármálið, sjávarútvegsmálin og umhverfismálin. Þessi mál eiga einnig það sameiginlegt að kjósendur telja flest annað mikilvægara.


mbl.is Fleiri karlar en konur kusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur eru sammála um mikilvægustu kosningamálin

KönnunÚt um allt land eru kjósendur nokkurn veginn sammála um þau mál sem skipta mestu fyrir komandi kosningar. Samkvæmt mjög skilmerkilegum upplýsingum í Morgunblaðinu í morgun eru mikilvægustu málaflokkarnir þessir:

 

  1. Skuldamál heimilanna 66%
  2. Heilbrigðismál, 55%
  3. Atvinnumál, 43%
  4. Skattamál, 26%
  5. Evrópumál, 20%
  6. Stjórnarskrármál, 16%
  7. Menntamál, 14%
  8. Sjávarútvegsmál, 11%
  9. Umhverfismál, 9%
  10. Samgöngumál, 8%
  11. Byggðamál, 7%

 

Hvaða skilaboð eru þetta frá kjósendum til stjórnmálaflokka? Jú, þau eru einföld. Fólk kýs samkvæmt hagsmunum sínum. Svo einfalt er það. Kjósendur er stærsti hagsmunahópurinn. Í öllum kjördæmum eru áherslur fólks hinar sömu. Og áherslur kynjanna eru hin sömu í meginatriðum þó konur leggi mun meiri áherslu á skuldamálin og heilbrigðismálin.

Fjöldi mætra manna hefur haldið því fram að skuldamál heimilanna skipti engu. Allt sé í raun komið í höfn, aðeins lítill hluti fólks, ca. 10%, eigi í vanda. Þetta er alrangt. Líklega upp undir þriðjungur heimila eiga í verulegum vanda. Gagnslaust því fram að skuldamálin séu leyst eða það sé ekki hægt að leysa þau, vandinn er engu að síður til staðar. Það hlýtur að vera erfitt að vera í stjórnmálum og neita að viðurkenna þetta.

Heilbrigðismálin skipta miklu enda hefur verið mikið rætt um þau á undanförnum misserum, launahækkun forstjóra Landsspítalans, uppsagnir hjúkrunarfræðingar, fjárhagsvanda Landspítalans og heilsugæslur og spítala á landsbyggðinni.

Og svo eru það atvinnumálin. Hvernig skyldi nú standa á því að tæpur helmingur kjósenda skuli nefna þau? Jú, vegna þess að atvinnuleysi er ekki 5%, það er miklu hærra. Dulið atvinnuleysi, fólk sem kemst einfaldlega ekki á atvinnuleysisskrá vegna þess að það var með rekstur utan um starf sitt, fólk sem beinilínis var hrakið í skóla af því að það átti ekki annars úrkosta. Já, ég segi hrakið. Fólk á að fá að velja. Það er engin blessun í því fólgin að ríkisvaldið hreki fólk frá einum stað í annan. Og svo er það fólk sem hrakið var úr landi vegna þess að það missti vinnuna hér á landi eða sá sitt óvænna vegna skuldamála, skattamála eða annars.

Önnur mál skipta miklu eins og skattamál og Evrópumál. Merkilegt er þó að svokallað stjórnarskrármál skuli ekki vera hærra á listanum. Ástæðan er einföld. Við erum með stjórnarskrá, hún er ágæt en það eru önnur mál sem eru mikilvægari.

Athygli vekur að fráfarandi ríkisstjórn hefur vanrækt flesta af málaflokkunum ellefu eða gert svo lítið að ekkert gagn hefur verið af. Um margt er gríðarlegur ágreiningur vegna aðkomu ríkisstjórnarinnar sem vaðið hefur um sviðið eins og fíll í postulínsbúð. Nefnum bara Heilbrigðismálin, Evrópumálin, stjórnarskrármálið, sjávarútvegsmálin og umhverfismálin.

Eftir tíu daga verða kosningar. Spörkum ríkisstjórninni. Ryðjum ruddunum í VG og Samfylkingunni út af þingi og kjósum eftir hagsmunum almennings.

Sjálfur mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn enda er hann eini flokkurinn sem pottþétt mun ekki standa að myndun vinstri stjórnar. Þar að auki hefur hann lagt áherslu á þau mál sem skipta mestu samkvæmt ofangreindu. Ég skora á skynsamt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.


Verstu vegfarendurnir eru gangandi

Þó maður sé stundum dálítið skelkaður á hjóli í umferðinni þá eykst sífellt tillitssemi ökumanna. Flestir gefa hjólreiðamanninum forgang og þeim fækkar sem með illum vilja aka ofan í polla til þess eins að skvetta á gangandi og hjólandi vegfarendur.

Verstir eru ökumenn sem mega ekki vera að öðru en að tala í símann sinn og aka. Þeir taka ekki eftir neinu í kringum þá, lulla á sínum hraða, beygja til og frá innan akreinar og þá er auðvitað stórhættulegt að vera á götunni. Best er að vera á gangstígum en það getur stundum verið slæmt því næst verstu vegfarendurnir eru gangandi fólk. 

Gangandi fólk fer fæst eftir umferðareglum. Engu að síður gildir hægri reglan alls staðar. Allir, gangandi, akandi og hjólandi eiga að víkja til hægri. Allir eiga að halda sig hægra megin á gangstétt eða göngustíg. Fáir átta sig á þessu.

Sérstaklega er óþægilegt að hjóla upp að einhverjum sem gengur á miðjum göngustíg. Þá hringir maður bjöllunni og auðvitað lítur viðkomandi um öxl og flytur sig oft merkilega oft yfir á vinstri helminginn, þann sem hjólreiðamaðurinn ætlaði að nota til að fara framúr.

Og svo eru það þeir sem ganga tveir eða fleiri saman og taka alla gangstéttina eða göngustíginn. Þá er bara vissara að stoppa og leiða hjólið framhjá.

Allra verstir eru þó þeir sem maður mætir. Furðulegt að þetta fólk skuli ekki víkja til hægri, frá því séð. Nei, það þrýstir sér eins langt til vinstri og það getur, það er á hægri hluta akvegar hjólamannsins. Þetta er afar algengt meðal unglinga og barna.

Þrátt fyrir allt er óskaplega gaman að hjóla. Ég hjólaði í seinni partinn í dagheiman frá mér í sundlaugarnar og þá snjóaði, nei þetta var slydda, stærðar hundslappadrífur settust á mig. Ég var rennblautur þegar ég kom í Laugardalinn en náði hrollinum úr mér í heita pottinum og spjallaði við gott fólk.

Svo fór í blautu fötin aftur og hjólaði heim. Og enn var slydda. Þegar heim var komið var ég gegnblautur og kaldur og hefði þurft að komast aftur í heita pottinn eða fá mér nokkur glös af koníaki. Hvorugt var til og enn er ég kaldur. Það er hins vegar allt í lagi, maður er einfaldlega kaldur kall.


mbl.is Með dýrara stell milli fótanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að kenna fjölmiðli um eða kjósendum?

Í sjálfu sér er ekkert að því að kanna hug kjósenda, jafnvel afstöðu þeirra til einstakra frambjóðenda eða forystumanna stjórnmálaflokka. Viðskiptablaðið má eins og aðrir fjölmiðlar gera það sem því sýnist. Vandinn lýtur hins vegar að því að með skoðanakönnuninni var ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins opinberaður. Svo stuttu fyrir kosningar getur það verið illt en út frá sjónarhorni fjölmiðilsins er aðeins verið að segja frá staðreyndum.

Nokkur óánægja hefur verið með Bjarna Benediktsson, formann flokksins. Fólk nákomið mér hefur sum hvert haft það á orði. Ég hef hins vegar sagt að breytingar á forystu flokksins eigi ekki að gera nema á landsfundum. Fyrir þessi orð mín hef ég þurft að heyra ýmislegt eins og að fólk muni ekki kjósa flokkinn með óbreyttri forystu.

Þetta breyttist svo allt eftir sjónvarpsþáttinn „Forystusætið“ í Ríkissjónvarpinu. Fólk sem áður taldi formanninn vart á vetur setjandi, eins og sagt er, virðist hafa núið við blaðinu. Bjarni sýndi á sér aðra hlið sem fólk kunni vel við. Hann var einlægari og yfirvegaðri en hann hefur oftast verið áður og það kann fólk vel að meta í fari stjórnmálamanns. Þeir sem ég nefndi hér áðan og sagði nákomið mér segist nú flest allt ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það gleður mig.

Hitt er tóm vitleysa að berja á fjölmiðli fyrir að miðla skilaboðum frá kjósendum. Miklu nær væri að berja á kjósendum fyrir að hafa óþekkilegar skoðanir. Það tíðkast þó ekki.


mbl.is Ritstjóri Viðskiptablaðsins: Eðlilegt að kanna hug kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa uppalið fólk ...

Ég hef verið að horfa á SKY fréttastofuna og þar er reglulega talað við fólk sem eys óhróðri og svívirðingum yfir Thatcher og fagnar dauða hennar. Það er langt síðan ég hef séð svona illa uppalið fólk. Síðast sá ég það þegar mestu kjánarnir létu eins og djöfulóðir á Austurvelli um árið í mótmælum.

Þetta er alveg rétt hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu, en hún ritar ofangreind orð í pistilinn Ljósvakinn í morgun.

Vandinn er illa uppalið fólk sem valsar um með ruddalegu framferði og orðbragði. Enginn sjálfsagi, kurteisi er framandi fyrir þessi fólki. Lítið bara á athugasemdakerfi sumra fjölmiðla, Fésbókina eða bloggin. 


Ríkisstjórn í bókhaldi og innheimtustörfum

Bæði málin [stjórnarskrármálið og umsóknin að ESB] reyndust stjórninni ofvaxin, aðferðafræðin við endurskoðun stjórnarskrárinnar meingölluð frá upphafi og ESB-umsóknin það innanmein sem sýrði samstarf flokkanna og tvístraði röðum VG þannig að stjórnin missti í reynd þingmeirihluta áður en lauk.

Þetta segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og ráðherra, í grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann er einn þeirra vinstri grænna sem varaði forystu flokks síns við stefnunni og stendur nú ásamt fleirum yfir rústum flokksins. Veit sem er að rústabjörgun verður ekki reynd.

Dýrkeypt ríkisstjórnarsamstarf 

Og hann segir:

Talsmenn þeirra telja sér helst til tekna að hafa í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins haldið úti „vinstristjórn“ í heilt kjörtímabil. Það hefur verið dýrkeypt úthald fyrir flokka sem hófu samstarf vorið 2009 með hreinan meirihluta á Alþingi á bak við sig. Í bráð mun reynast erfitt að byggja á ný upp traust á vinstristefnu sem fái risið undir nafni, enda margt í þeim farangri orðið harla merkingarlítið. 

Skrýtið hvað maður getur stundum verið sammála Hjörleifi. Ekki vegna þess að við séum á öndverðum meiði í stjórnmálum og ég standið álengdar og glotti yfir óförum vinstri stjórnarinnar. Nei, miklu frekar að við séum sammála um þá einföldu staðreynd hvernig stjórnmálastefna getur orðið að merkingarlausu tali þegar stefnufestan og eldmóðurinn dvín í daglegu amstri.

Starfskraftur óskast

Mér finnst einhvern veginn að starf ríkisstjórnarinnar hafi orðið að tómu rugli, ekki þannig að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt gagn. Þó er eins og þeir sem starfa þar hafi svarað atvinnuauglýsingu þar sem óskað var eftir starfskrafti til að sinna bókhaldi og innheimtu.

Og bókhaldið er samviskulega fært af starfsmönnum ráðuneytanna og innheimtan hefur farið geyst af stað og refsað miskunnarlaust fyrir öll undanbrögð. 

Bílli hreyfist ekki 

En það var ekki þetta sem þjóðin vildi. Svo vildi til að hér varð hrun, í kjölfarið sprakk á öllum, en í stað þess að skipta um dekk og koma ökutækinu aftur í umferð var farið í allt aðra hluti. Hanskahólfið tekið í gegn, sæti ryksuguð, framrúðan pússuð, beltin spennt og ökumaðurinn heldur því fram að bíllinn hreyfist þó svo að hann geri það ekki.

Hvað svo sem gerist innan Vinstri grænna skiptir mig engu máli og fæsta kjósendur. Sá flokkur er búinn að vera og næsta verkefni að finna einhvern annan sem sameina á vinstri menn.

Allt stendur fast 

Við þurfum að komast á hreyfingu. Nauðsynlegt er að útiloka ESB aðildina, setja fram trausta og trúverðuga stefnu í efnahagsmálum, auka fjárfestingu, ráðast á þann vanda sem valdið hefur hrikalega slæmri skuldastöðu heimila, útrýma atvinnuleysi og gera Ísland aftur að góðum kosti svo þeir sem flúið hafi landi geti komið aftur til baka.

Staða Hjörleifs 

Þetta er þó auðveldara sagt en gert. Þeir flokkar sem veljast í ríkisstjórn þurfa að taka á honum stóra sínum ella er öllu lokið. Enginn vill standa í sömu sporum og Hjörleifur Guttormsson er núna og þurfa að berja á flokksforystu sinni fyrir að hafa ekki staðið við stefnuna. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband