Víst er vorið að koma

Veðurfræðingar eru skemmtilegir og láta vaða þegar þess er þörf. Aðrir fræðingar mættu taka þá til fyrirmyndar. Hins vegar fer ekki hjá því að maður taki eftir vorinu sem læðist inn án þess að veðurfræðingarnir sjái það.

Í morgun var kafaldsdrífa á höfuðborgarsvæðinu. Sá snjór sem þá féll tekur óðum upp. Sólin er komin hátt á loft og þeir sem vilja geta fundið mátt hennar og hann er mikill. Þó svo að í þetta sinn séu einhverjir kuldar í kortum veðurfræðignanna er vorið að koma. Það hlýtur líka að vora í þjóðlífinu þegar við losnum við ómögulega ríkisstjórn.


mbl.is Spáð norðanstórhríð á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband