Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Plastmál verður platmál
30.4.2012 | 15:09
Sjónlistarmiðstöðin á Akureyri er stórmerkilegt fyrirtæki og á allt gott skilið og þar með plastmálið hennar Jóhönnu forsætisráðherra. Forstöðumaður safnsins hefur hafnað tilboði í málið í tilefni af 1. maí sem sagður er barátturdagur verkafólks. Upphafning Jóhönnu getur ekki verið byggð á rökum.
- Atvinnuleysi er gríðarlegt. Jóhanna segir að atvinnuleysið hafi minnkað en veit að fólk hefur unnvörpum flúið land eða farið í skóla og þar með fækkar á atvinnuleysisskrá.
- Skuldastaða heimilanna er óleyst. Jóhanna ætlar ekkert að gera í því.
- Jóhanna og ríkisstjórn hennar lætur sér sæma að ráðast gegn atvinnulífinu eins og að hrunið hafi ekki verið því nóg.
Jóhanna varð að athlægi með orðum Staksteina Morgunblaðsins um að þetta umrædda mál væri það eina sem hún hafi getað lokið við á þremur árum. Forstöðumaður Sjónminjasafnsins reynir þó að klóra í grafarbakkann fyrir hönd forsætisráðherra en skortir því miður húmorinn.
Plastmálið verður aldrei annað en plat, óekta sem engu skiptir rétt eins og annað sem um varir Jóhönnu hefur farið.
Hafnar tilboði SUS í mál Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er mönnum ekki sjálfrátt?
30.4.2012 | 08:49
Brýnasta verkefnið er að bæta tekju- og eignahag allra einstaklinga í landinu, allra.
Stjórnarskráin: Það er of mikið í lagt að kollvarpa núverandi stjórnarskrá og leggja gjörbreyttan grundvöll fyrir stjórnskipan landsins. Þetta er hreinlega of stór skammtur í einu og mun taka þjóðfélagið áratugi að fóta sig á ný. Þessi bylting í stjórnarfari landsins mun kosta miklar deilur og átök án þess að bæta stöðu þjóðfélagsins í samræmi við afleiðingarnar. [...]Nær væri að taka einn kafla stjórnarskrárinnar til endurskoðunar í einu á 10-20 ára fresti.Evrópumálið: Efnahagur okkar er slíkur að við erum alls ekki í stakk búin til að taka svo stórt skref á næstunni, sem innganga í Evrópusambandið er. Málið klýfur þjóðina í andstæðar fylkingar ófriðar og deilna. Í efnahagsþrengingum okkar ætlum við bæði að rústa sjávarútveginn og koma yfirráðum yfir honum undir erlent vald í Brussel. Er mönnum ekki sjálfrátt? Liggur nokkuð á?Fiskveiðistjórnin: Fiskveiðar Íslendinga eru hryggjarstykkið í þeim viðkvæma efnahagsbata, sem þó hefur náðst. Að stofna til happdrættis um þennan atvinnuveg núna er ófyrirgefanlegur glannaskapur og áhættufíkn. Fiskveiðarnar dæla gjaldeyri inn í þjóðfélagið og standa m.a. undir þeim bata sem orðinn er. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum.
Á ríkissjóður að vera milliliður í markaðsmálum?
27.4.2012 | 15:17
Venjan er sú, og fyrir henni er löng og farsæl reynsla, að fólk og fyrirtæki nota sjálfsaflafé sitt í þau verkefni sem það telur réttast. Nú eru uppi önnur viðhorf og enginn mótmælir eða mótmælir þessari skoðun hans Össurar.
Með hvaða rökum er einhver þörf á að gera ríkissjóð að millilið í markaðsmálum umfram það sem nú er. Hagkerfið getur aldrei gegnið á háum sköttum, það getur ekki heldur gengið með skipti ríkiðvaldið sér af öllu, stóru og smáu.
Það sem Össur og félagar hans eru að gera er að leggja fram frumvarp til laga um nýjan skatt sem þeir kalla auðlindagjald og til að afla því fylgis lofa þeir að nota örlítið brot af því til annarrra hluta. Þetta heita mútur..
Össur hefur ekkert vit á markaðsmálum né heldur íslensk stjórnsýsla. Hvorki íslenska ríkið né önnur eiga að sinna þessum verkefnum. Landbúnaðurinn á að selja einn og óstuddur lömb til útlanda, fiskvinnslan selur fisk, álfyrirtækin ál, ferðaþjónustan selur ferðir um Ísland.
Ég þori að fullyrða að markaðssetning á íslenskum fiski erlendis gangi ágætlega og batni ekki mikið jafnvel þó ríkið brúi til þess skattpeninga. Raunar yrði það til þess að þeir sem nú kosta markaðssetninguna geta dregið úr sínum framlögum. Er vilji fyrir því að söluaðilar spari en ríkið greiði brúsann?
Hluti gjalds í markaðsstarf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisdalur í stað krónu
26.4.2012 | 14:28
Með öðru eyranu fylgist ég með umræðunni um gjaldmiðilsmál, þ.e. meintri þörf á að taka upp einhvern annan gjaldmiðil fyrir þjóðina í stað krónu. Sumir vilja taka upp Evru, aðrir norska krónu, enn aðrir kanadadollar og þeir eru líka til sem vilja bandaríkjadollar.
Einn þeirra sem leggur til að tekinn verði upp bandaríkjadollar er Guðmundur Franklín Jónsson, viðskiptafræðingur og með langa reynslu hjá erlendum fjármálafyrirtækjum. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í dag, nokkuð góða, verð ég að segja, því hingað til hef ég ekki rekist á jafnítarlegan rökstuðning um málið.
Hann segir meðal annars í grein sinni (feitletrun er mín):
Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu.
Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi Bandaríkjadollars.
Með nýjum Ríkisdal (ISD) sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja Ríkisdalnum.
Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu Ríkisdals sem ásamt Bandaríkjadal yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla.
Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í Ríkisdölum. Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að Ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir Bandaríkjadali.
Stoðmynt Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart Ríkisdal vera einn Ríkisdalur á móti einum Bandaríkjadal.
Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, samningum o.s.frv. yfir í Ríkisdal.
Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af ca. 1.000 milljörðum af aflandskrónum, þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0%. Þessir 1.000 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu.
Eigendum aflandskróna yrðu t.d. boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í Ríkisdal með 75% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefin út í Bandaríkjadal með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun á tíunda ári.
Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur borga í vexti af aflandskrónum.
Þær upphæðir af aflandskrónum, sem ekki yrði skipt fyrir Ríkisdalinn, yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1.000 milljarðana af gömlu krónunum sem hafa íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjárfestingartækifæra í landinu með þátttöku sinni.
Það tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk.
Rúsínan i pylsuendanum væri sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum.
Afbrotamenn eru skelfing vitlausir
26.4.2012 | 09:05
Hér áður fyrr velti ég því stundum fyrir mér hvers vegna kostnaðurinn við löggæslu þyrftir að vera svo mikill sem raun bar vitni. Á námsárunum vann ég í tvö sumur sem lögreglumaður og uppgötvaði að svokallaðir glæpamenn væri eiginlega ekkert margir. Síðar fjölgaði þeim og nú tengjast þeir frekar fjármögnun eiturlyfjaneyslu heldur en að í umferð séu harðsvíraðir glæponar sem safni fé til efri áranna.
Ég held að enn séu glæpamenn tiltölulega fáir og raunar margir skelfing vitlausir. Væri þeir skynsamir myndu þeir annað hvort ekki láta ná sér eða hætta þessari iðju og taka sér eitthvað annað fyrir hendur.
Nei, þetta eru rugludallar og margir stórhættulegir vegna fíkniefnaneyslu sinnar og heimsku.
Velvakandi í Morgunblaðinu er oft vel skrifaður enda blaðamenn Morgunblaðsins flestir mjög góðir pennar. Í dag var Velvakandi sérstaklega fyndinn og tek ég mér það Bessaleyfi að birta hann í held sinni.
Snjallir afbrotamenn eru algengir í bíómyndum, en minna fer fyrir þeim í raunveruleikanum. Víkverji rakst á nokkrar frásagnir af misheppnuðum afbrotam...
Snjallir afbrotamenn eru algengir í bíómyndum, en minna fer fyrir þeim í raunveruleikanum. Víkverji rakst á nokkrar frásagnir af misheppnuðum afbrotamönnum á vefsíðu Der Spiegel og gat ekki stillt sig um að láta nokkrar þeirra ganga.
Ungur maður braust inn í hús í bænum Joshua Tree í Kaliforníu. Þegar hann hafði látið greipar sópa ákvað hann að opna kampavínsflösku. Þar sem kampavín bragðast ekki vel á tóman maga afréð hann að fá sér snarl með. Að því loknu kviknaði þörf til að baðast og fór hann í sturtu. Á meðan hann var í sturtunni kom eigandi hússins heim, heyrði vatnsniðinn og hringdi á lögregluna. Maðurinn heyrði ekki í lögreglunni þegar hún kom að handtaka hann.
Við höldum okkur við Bandaríkin. Haustið 2010 faldi innbrotsþjófur í Oak Hill sig á efri hæðinni þegar íbúarnir komu heim. Hann kom hins vegar upp um sig þegar hann sprakk úr hlátri vegna þess að einn húsráðenda sagði brandara.
Bankaræningi í Wuppertal í Þýskalandi vildi koma í veg fyrir að skelfing gripi um sig þegar hann hugðist ræna banka. Í stað þess að hrópa lét hann gjaldkerann hafa miða, sem á stóð »Þetta er bankarán«. Hann komst á braut með ránsfenginn, en náðist brátt vegna þess að hinum megin á umslaginu var heimilisfangið hans.
Í mars braust átján ára unglingur inn í hús í Münster og tók meðal annars með sér aðgangsupplýsingar um heimabanka fórnarlambanna. Því næst tæmdi hann reikninga þeirra, en var ekki séðari en svo að hann millifærði féð á eigin reikning.
Og svo var það innbrotsþjófurinn í Silver Springs í Flórída, sem braust inn og ákvað að hlaða farsímann á meðan hann var að athafna sig. Hann hafði sig síðan á braut, en gleymdi farsímanum.
Hefur flogið 26 sinnum milli Íslands og Skotlands
25.4.2012 | 21:20
Einn af mínum eftirlætisbloggurum er Jón Sigurðsson, ljósmyndari á Blönduósi. Ekki aðeins er hefur hann afskaplega góður myndasmiður heldur skrifar hann ákaflega skemmtilega. Yfirleitt eru pistlar hans á léttum nótum, hann gerir óspart grín að sjálfum sér og svo lítur hann á samfélag sitt í spéspegli.
Mig langar til að vekja athygli á síðasta pistli Jóns en þar fjallar hann um aldraða gæs sem þó hefur náð að fljúga 26 sinnum milli Íslands og Skotlands. Hann segir:
Vorið er komið, það er næsta víst því eftirlætis gæs Blönduósinga SLN er komin heim frá vetradvöl í Skotlandi. Nafni minn Jóhannsson (Jón Beini) kom auga á hana og náði af henni mynd. Ég var satt best að segja farin að verða vonlítill um að hún skilaði sér í vor því töluvert er liðið síðan fyrstu gæsir komu.
Þetta er í það minnsta 13. skiftið sem hún skilar sér heim en hún var merkt í júlí árið 2000 við lögreglustöðina á Blönduósi, þá fullorðinn fugl. Hugsið ykkur gæsin hefur flogið 26 sinnum yfir hafið og heim og mátt sæta skotárásum bæði á Íslands- og Skotlandsstöndum.
Þessi gæs hefur sýnt einstakan hæfileka til að komast af og ef við gerum ráð fyrir því að hún hafi komið upp 5 ungum að meðaltali öll þessi ár þá hafa fylgt henni öll þessi sumur 65 ungar.
Þessi eðalgæs hefur haft það fyrir vana að helga sér svæði í nágrenni Héraðshælisins og hafa því eldri borgarar bæjarins haft að henni þokkalegt aðgengi og ég veit að þeir eru flestir elskir að henni. Mér hefur ekki enn tekist að sjá SLN í ár en ég fékk upphringingu í morgun þar sem sást til hennar á Héraðashælislóðinni beint fyrir neðan skrifstofuna hjá Valbirni forstjóra, en þegar ég kom á staðinn nokkrum mínútum síðar þá var hún horfin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nátturuvernd er ekki einkamál vinstri manna
25.4.2012 | 09:08
Hugmyndir vinstriflokkanna um að fækka stórkostlega virkjanakostum eins og endurspeglast í rammaáætlun og umbreytingin á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem birtist í fiskveiðistjórnunarfrumvörpunum leiða því til meiri ásóknar mannsins í óendurnýjanlegar auðlindir jarðar. Stefna vinstriflokkanna í þessum málum opinberar þá sem auðlindasóða!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engin orsakatengsl milli meints brots og hrunsins
24.4.2012 | 09:17
Eftir mikið erfiði var komið að hinu pólitíska uppgjöri í Landsdómi í gær. Uppskeran gegn Geir H. Haarde, fyrrerandi forsætisráðherra, var lítil sem engin. Hann var sýknaður af öllum veigamestu ákvörðunum en dæmdur fyrir verklag sem allar ríkisstjórnir frá upphafi höfðu tileinkað sér.
Samkvæmt landsdómi var Geir ekki sekur um eftirfarandi ákæruatriði en þau eru eins og sjá má mjög alvarleg:
- að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri.
- að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfuríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.
- hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesavereikninga Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins
Ofangreint er auðvitað hin pólitíska ákæra. Á grundvelli fordæmisins er nú vandalítið að kæra Steingrím J. Sigfússon fyrir aðkomu hans að Byr, Spkef og Sjóvá. Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í hefndarhug myndi hann eflaust undirbúa slíka málssókn, en hann er það ekki.
Hins vegar var Geir sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni . Allir geta hins vegar séð að þessi formkrafa segir ekkert til um þá fundi sem haldnir voru um efnið utan ríkisstjórnarfundar og þá með ráðherrum. Rétt er að þessir fundir voru ekki formlega skráðir né haldnar fundargerðir. Slíkt hefur aldrei verið gert í gjörvallri sögu stjórnarráðsins og þó svo að það hafi verið gert en Geir vanrækt það er varla hægt að líta að það sem stórfellda sök.
Væri Sjálfstæðisflokkurinn í hefndarhug væri honum í lófa lagið að ákæra Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir sama forsmatriði í tengslum við atvinnuleysi, skuldastöðu heimilanna og árásir ríkisstjórnarinnar á atvinnulíf landsmanna. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í hefndarhug þó okkur flokksmönnum sé mikið niðri fyrir út af þessum makalausa Landsdómi og makalausri sakfellingu hans.
Eiginlega hitti Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, naglann á höfuðið þegar hann segir í grein í Morgunblaðinu í morgun:
Engin skynsamleg tilraun hefur verið gerð til að sýna fram á orsakatengsl milli þessa brots og þeirra afleiðinga sem komu fram í hruni íslensku bankanna, enda engin leið að sýna fram á að formleg fyrirtaka þessara mála á ráðherrafundum hefði raunverulega breytt nokkru um rás atburða. Það var líka niðurstaða 6 dómara af 15 að einnig bæri að sýkna fyrir þennan ákærulið. Dreg ég enga dul á að ég tel að sú niðurstaða sé mun rökréttari en niðurstaða meirihlutans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2012 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar fjall hverfur fyrir fullt og allt
23.4.2012 | 14:39
Hryðjuverkasamtök herja á landið
22.4.2012 | 13:25
Ómar Ragnarsson birtir hrikalega sláandi mynd af mannvirkjum sem Landsvirkjun leyfði sér að reisa við Víti nálægt Kröflu. Segja má að með þessu hafi fyrirtækið eiginlega eyðilagt gíginn stórkostlega.
Í pistli sínum segir Ómar og ég er algjörlega sammála honum:
Landsvirkjun hefur unnið stórfelld óafturkræf spjöll algerlega að óþörfu á Víti við Kröflu.
Sá staður hefur þá algeru sérstöðu að gígarnir eru tveir, risastór neðri gígur og annar minni rétt ofan við þann.
Þarna hafa verið unnin óbætanleg spjöll með því að setja niður 6000 fermetra borplan við jaðar efri gígsins og ryðja burtu viðkæmum hálendisgróðri sem þar var svo að aldrei verður hægt að bæta úr því.
Öll fyrri loforð um að stefnubora þarna svo að ekki þyrfti að eyðileggja staðinn voru svikin.
Vel hefði verið hægt að bora fjær Vítisgígunum tveimur og þessi framkvæmd er í æpandi mótsögn við margítrekaðar fullyrðingar Landsvirkjunar um vandaða og tillitssama umgengni hana við náttúruna og "snyrtileg" virkjanamannvirki.
Rétt er að taka fram að með því að smella tvisvar á myndina er hægt að stækka hana svo að einstök atriði sjáist betur. Þá sést hvernig gróna svæðið neðst á myndinni hefur verið skorið í sundur og viðkvæmri gróðurþekjunni eytt að stórum hluta til þess að geta þanið borplanið inn á hana. Þetta er í um 600 metra hæð yfir sjó og því alls ekki það sama að gera þetta í þessari hæð eða niðri á láglendi.
Í raun og veru hefur Landsvirkjum gert sig seka um hryðjuverk gegn landinu þarna við Víti á sama hátt og Orkuveita Reykjavíkur með þeirri virkjun sem (ranglega) nefnd er Hellisheiðarvirkjun (hún er á Kolviðarhóli, vestan Hellisheiðar).
Með ólíkindum er sú blinda sem stjórnendur orkufyrirtækja og jafnvel stjórnmálamenn eru haldnir. Oftast er farið með ofbeldi gegn landinu, landslagi og staðháttum breytt svo ítarlega að á eftir minnir fátt á það sem var. Menn reyna ekki einu sinni að sýna neina viðleitni, þó ekki væri fyrir annað en kurteisissakir.
Hellisheiði var einu sinni á góðri leið með að verða vinsælt til útivistar en því miður er það ekki lengur svo.
Þrátt fyrir fornminjar á Hellisheiði er ekki gaman að koma þangað, ekki heldur í hið forna Yxnaskarð, um það liggur hraðbraut hryðjuverkanna. Kletturinn þar sem Búi vó fósbróður sinn er horfinn í umhverfi mannvirkja.
Enginn leggur leið sína lengur upp á Skarðsmýrarfjall nema bormenn og verktakar. Innstidalur á undir högg að sækja. Þar sporar Orkuveitan út með dyggri aðstoð mótorhjólakappa sem vilja reyna sig við landið.
Þrátt fyrir vaxandi áhuga á utiveru og ferðalögum virðist umhverfisvernd og íhaldsemi í umgengni við náttúruna hafi ekki aukist að saman skapi. Mörgum er andskotans sama um landið og víla ekki fyrir sér að breyta því og móta.