Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
Steingrímur fer með staðlausa stafi
4.12.2012 | 18:04
Ég tel óhjákvæmilegt að ræða þá óvenjulegu og í raun þá fáheyrðu stöðu sem er uppi í stöðu þingsins hvað varðar aðra umræðu um fjárlagafrumvarp. Þessi umræða hefur nú staðið í þrjá heila daga, tæpar 30 klukkustundir að því er mér er sagt, og ég hygg að það sé án fordæma. Þetta er þeim mun undarlegra, sem þetta fjárlagafrumvarp er það langbesta og auðveldasta sem að Alþingi hefur haft á sínum borðum í fimm ár.
Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnumálaráðherra, í umræðum á Alþingi í dag, 4. desember, um fjárlög ársins 2013, samkvæmt frétt í pressan.is. Og hann Steingrímur sparar hvorki upphrópanirnar né sjálfshól.
Þá kom Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í pontu og benti á eftirfarandi:
- Annarri umræðu um fjárlög ársins 2011 lauk 8. desember.
- Annarri umræðu um fjárlög ársins 2010 lauk 14. desember
- Annarri umræðu um fjárlög ársins 2009 lauk 15. desember.
Illugi benti auk þess á að árið 2008 hafi umræðan um fjárlögin fyrir árið 2009 staðið í yfir 20 klukkustundir og þá hafi Steingrímur J. Sigfússon, með 25 ára reynslu sem stjórnarandstöðuþingmaður, talað í tvær og hálfa klukkustund.
Og þarna var Steingrímur rasskeltur fyrir að fara með staðlausa stafi við að reyna setja upp landsföðurlegan svip. Í sannleika sagt er hann ekkert nema kj... , það tileinkaði hann sér sem stjórnarandstöðuþingmaður sem hann og verður hann næstu árin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvernig á að afkreppuvæða þjóðfélagið?
4.12.2012 | 12:08
Þetta er svo ákaflega einfalt. Séu skattar komnir upp fyrir sársaukamörk, byrja skattsvik. Sé bensínverð of hátt taka óprúttnir aðilar til við að stela bensíni. Sé áfengið orðið of dýr þá fjölgar bruggurum og ólöglegri sölu þess. Og svona má lengi telja.
Meirihluti landsmanna tekur þó til annarra ráða vegna þess að fólk er í eðli sínu heiðarlegt og gott.
Of háir skattar valda því að fólk dregur saman seglin, eyðir minna, þrengir í mittisólinni. Þegar bensínverðið er of hátt er einfaldlega ekið minna. Dýrt áfengi dregur úr sölu þess vegna þess að venjulegt fólk minnkar einfaldlega neyslu sína á þeim sviðum sem það er hægt.
Þetta skilja stjórnvöld ekki. Þau skilja ekki viðbrögð samfélagsins við kreppunni. Það er ósköp eðlilegt að tekjur ríkissjóðs minnki vegna kreppunnar. Hins vegar er aldeilis óforskammað þegar viðbrögð stjórnvalda við minni tekjum ríkissjóð eru þau að auka við skattheimtu og hækka gjöld og álögur. Þannig verður til illrjúfanlegur vítahringur.
Verst er hins vegar þegar almenningur fær á sig gusu frá Ríkisskattstjóra og ríkisstjórninni og alhæft um svarta atvinnustarfsemi, skattsvik, bensínþjófnað og brugg.
Þið þarna, rugludallar, almenningur er ekki óheiðarlegur og hættið að benda á okkur sem sakamenn.
Staðreyndin er einfaldlega sú að öðru megin er ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi. Hinum megin er almenningur í landinu sem blæðir vegna ómögulegrar efnahagsstefnu.
Hvernig er hægt snúa þróuninni við? Hvar er hvatningin til fjárfestinga, hvar er hvatning til neyslu? Hvernig í ósköpunum er ætlunin að afkreppuvæða þjóðfélagið? Ég veit alveg hvernig á að gera það en framar öllu er í pottþéttur á því að þessi ríkisstjórn hefur hvorki hugmyndir né getu til þess.
![]() |
Áfengisgjald nálgast sársaukamörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögbann krafist á Lýsingu
4.12.2012 | 11:52
Hagsmunasamtök heimilanna eru á réttri leið. Þau láta ekki nægja einhverja orðræðu heldur vaða í dómstóla með mál sem þeim finnst þurfa úrskurðar við. Lögbannið gegn Lýsingu byggja þau á að að innheimta fyrirtækisins á gengistryggðum lánum sé ólögleg.
Þess er krafist að innheimta verði ekki leyfð að nýju fyrr en réttir og sannanlega lögmætir endurútreikningar liggja fyrir í samræmi við dóma Hæstaréttar (nr. 600/2011 og nr. 464/2012).
Í raun er það þannig að Lýsing telur dóma hæstaréttar ekki eiga við sig og þar af leiðandi heldur fyrirtækið sínu striki.
Niðurstöðu er að vænta næstu daga. Vonandi verður kröfunni ekki vísað frá á þeim grundvelli að Hagsmunasamtökin eigi ekki beinna hagsmuna að gæta, það er þau kæra ekki út af eigin láni.
![]() |
Lögbannskrafa á innheimtu Lýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málþóf eða ekki
4.12.2012 | 00:52
Menn hafa rætt um málþóf á Alþingi. Sumir telja margar og langar ræður vera ógn lýðræðisins, aðrir halda því fram að langar ræður og margar sýni styrk lýðræðisins. Svo eru þeir til sem halda því fram að þeir sem ekki taki til máls bregðist trausti kjósenda sinna. Jæja, lesendur finna út úr því sjálfir.
Ég las grein á visir.is og þar kemur fram hverjir eru ræðukóngar og drottningar á Alþingi frá upphafi og til þessa dags.
Og hér eru tvær verðlaunaspurningar:
- Stunduðu neðangreindir alþingismenn málþóf er þeir fluttu ræður sínar á tilgreindri stundu?
- Hvort voru eftirtaldir ræðumenn í stjórn eða stjórnarandstöðu er þeir fluttu maraþonræður sínar?
- Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Húsnæðismál. Ræðutími 10:08:33
- Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, 2006. Ríkisútvarpið hf. Ræðutími 6:01:54
- Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 5:39:39
- Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2007. Ríkisútvarpið ohf. Ræðutími 5:13:01
- Jón Bjarnason, Vinstri grænum, 2006. Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu. Ræðutími 4:52:01
- Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1998. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ræðutími 4:49:07
- Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1995. Náttúruvernd. Ræðutími 4:47:21
- Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 4:44:20
- Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 4:21:07.
- Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 3:51:55
- Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 2002. Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Ræðutími 3:48.29
- Mörður Árnason, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 3:46:11.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kraftaverkastofa allra mennlegra meinsemda
3.12.2012 | 16:04
Með aukinni notkun almennings á heildrænum meðferðum er hægt að spara stórar fjárhæðir sem annars mundu fara í lyfjakostnað hjá ríkinu. Í nágrannalöndum Íslands er í auknum mæli ávísað hreyfiseðlum við ýmsum lífsstílsvandamálum sem ágerast mjög með tímanum ef ekki er gripið tímanlega inn í og kunna að lenda þungt á heilbrigðiskerfinu á komandi árum. Hér geta heildrænar meðferðir komið almenningi öllum til góða.
Svona segir í greinargerð með þingsályktunartillögu um heildrænar meðferðir græðara. Ég fagna þess af heilum hug og sérstaklega framtaki upplýstra aðila innan vinstri stjórnar lúðveldisins.
Verði af því að langþráð heildræn meðferð fái inni í sjúkratryggingum þá mun ég um leið byrja í bransanum.
Staðan er nebbnilega sú að ég er græðari, hef langa reynslu sem slíkur. Græði ekki peninga en get grætt helstu meinsemdir. Í mörg ár hef ég grætt sjálfan mig, ekki þannig að ég hafi verið að gráta, held getað með hugarorkunni einni saman grætt meinsemdir.
Ég ætla að kalla græðarastofu mína Kraftaverkastofu allra mannlegra meinsemda og ég mun lofa öllu fögru. Nýjungin í KAMM (stytting á áðurnefndu nafni græðarastofunnar) er sú þeir sem þjást af einhverjum kvillum, líkamlegum sem andlegum, er nóg að senda mér tölvupóst. Á móti sendi ég bankanúmer og viðkomandi millifærir 10.000 krónur og allt upp í 999.999 krónur. Ekki meira, því ég er hugsjónamaður.
Um leið og greiðslan berst mun ég með heilunar- og andlegum fjartengiaðferðum laga báttið. Ef það lagast ekki innan þriggja ára mun ég gera aðra tilraun, alveg ókeypis. Dugi það ekki mun ég greiða þriðjunginn til baka.
Ljótt og andstyggilegt skipulag
3.12.2012 | 15:28
Meirihluti skipulagsráðs borgarinnar hefur ekki sjálfstæða skoðun á skipulagi borgarinnar. Þrátt fyrir áralangt mal þeirra sem þar sitja er þetta lið ekkert nema stimpilpúði ríkisstjórnarinnar.
Allir sem eitthvað hafa á milli eyrnanna sjá hversu hrikalegt þetta skipulag er. Verið er að gjörbreyta ásýnd Skólavörðuholts og gera það ljótt og ómanneskjulegt. Ótrúlegt að maður þurfi að grípa til svona orða sem ætla mætti að séu úrelt.
Þegar taka skal ákvörðun um skipulag eru nokkur atriði sem þarf að meta.
- Fellur skipulagið inn í umhverfið sem fyrir er? Svar: Nei!
- Eru verður skipulagið til bóta? Svar: Nei!
- Er skipulagið fallegt fyrir borgarbúa? Svar: Nei!
- Mun skipulagið hafa góð áhrif til framtíðar? Svar: Nei!
- Er almenn ánægja með skipulagið? Svar: Nei!
![]() |
Deildar meiningar um deiliskipulag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ofbeldi, bitlingar og sjálfshól Starfs
3.12.2012 | 11:45
![Starf Starf](/tn/250/users/6e/sigsig/img/starf.jpg)
Atvinnuleitendur eru ekki allir eins, segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Starfs, í grein í Fréttablaðinu síðasta föstudag. Þetta er þó aðeins í orði því í verki gengur Starf út frá því að allir atvinnuleitendur séu eins.
Fyrirtækið veit auðvitað ekki betur og kann ekki að greina á milli þeirra sem eru án atvinnu. Hvernig má annað vera? Fyrirtækið er ekkert í viðskiptum heldur tottar atvinnuleysistryggingasjóð til hagsbóta fyrir eigendur en hefur ekki úr neinum hagnýtum úrræðum að moða umfram það sem Vinnumálastofnun hafði.
Starf á að heita vinnumiðlun og ráðgjöf sem þjóna á atvinnuleitendum. Verkefnið var áður í höndum Vinnumálastofnunar. Þar var engin stjórn eða varastjórn á fullum launum né heldur framkvæmdastjóri.
Verkefnið gekk þar þokkalega fyrir sig þangað til verkalýðs- og atvinnurekendur fundu það út að þeir gætu haft persónulega einhverjann ávinning ef þeir stofnuðu fyrirtæki sem sem gerði ekkert annað en að apa eftir það sem Vinnumálastofnun hafði gert. Miðað við allt er útilokað að einhverjar aðrar hvatir hafi legið að baki.
Ekkert nýtt er í rekstri þessa fyrirtækis eða úrræðum sem ekki var hjá Vinnumálastofnun. Allt hjal framkvæmdastjórans Starfs er réttlæting og raunar ekkert nema sjálfshól.
Starf býr ekki til starf
Framkvæmdastjóri Starfs hefur ekkert fram að færa en uppdiktaða lofgjörð. Hann getur ekki fært nokkrar sönnur fyrir því að Starf geti gagnast atvinnuleitendum betur en Vinnumálastofnun. Ekki heldur getur hann sýnt fram á að ráðgjafar Starfs séu þess betur umkomnir að aðstoða atvinnuleitendur en starfsfólk Vinnumálastofnunar gat.
Framkvæmdastjórinn lítur viljandi framhjá grundvallaratriði. Starf býr ekki til störf, getur það ekki og mun aldrei geta það, hversu sennilega sem hann hælir fyrirtækinu, sjálfum sér eða öðrum starfsmönnum þess.
Úrræði vegna bitlinga
Gagnið af Starfi er alls ekkert, alls ekkert. Það er einungis tilfærsla á verkefnum frá þeim sem hafa sinnt þeim á nákvæmlega sama mátann og Starf gerir.
Hið eina sem virðist vera jákvætt er að tíu stjórnarmenn og varastjórnarmenn fá uppbót á þau laun sem þeir hafa fyrir. Bitlingapólitíkin lifir ... Auk þess fékk Þorsteinn Fr. Sigurðsson starf sem framkvæmdastjóri en hann var atvinnulaus eftir að stjórnlagaráðsverkefnið leið undir lok. Líklega er þetta eina tilvikið sem Starf getur hrósað sér af því að hafa útvegað einhverjum starf. Og það nefndi framkvæmdastjórinn ekki.
Sjálfshólið
Af grein Þorsteins lekur sjálfshólið enda getur hann ekki rökstutt mál sitt á neinn hátt:
Tilgangurinn er að þjónustan verði markvissari og er það sannfæring þeirra sem að verkefninu standa að aðkoma SA að því tryggi nánari tengingu við atvinnulífið en náðst hefur fram til þessa. Þessi samvinna heildarsamtaka stéttarfélaga (ASÍ) og heildarsamtaka atvinnulífsins (SA) í aðgerðum gegn atvinnuleysi, er sennilega einstök á alþjóðavísu.
Að hvaða leiti tryggir tengingin við SA árangur? Það hefur ekki gert það hingað til. Eða moka stjórnarmenn SA störfum inn í Starf?
Einn og aftur: Hið eina sem þetta dæmalausa fyrirtæki gerir er að hæra í sama grautarpottinum og Vinnumálastofnun gerði á sama hátt.
Samstarf ASÍ og SA í Starfi getur sannanlega verið einstakt á alþjóðavísu en það hefur ekkert komið út úr því. Hvernig ætti það að vera öðruvísi. SA á engin störf á lager.
Störf verða aldrei til fyrir atbeina Starfs heldur vegna þjóðfélagslegra aðstæðna, eins aukinnar verðmætasköpunar í þjóðfélaginu sem núna er í lágmarki. Væntanlega er því annars staðar unnið að lausn þeirra mála og skiptir engu hversu margar greinar framkvæmdastjórinn skrifar.
Þvingun og hótanir
Í tilraun til að fegra og réttlæta tilvist Starfs stendur ekkert annað upp úr en þvingunin. Allir atvinnuleitendur eru settir undir sama hatt, án tillits til þekkingar, reynslu eða menntunar. Þeim er skipað í krafti laga til að sækja námskeið. Að öðrum kosti er þeim hótað missi bóta. Engar mótbárur eru teknar gildar annars ...
Þetta, nákvæmlega þetta, telja ráðgjafar og framkvæmdastjóri Starfs sér til tekna. Með hótunum og yfirgangi eru atvinnuleitendur settir í þvingu vegna þess að þeir eru allir álitnir eins. Fullyrðingin sem vitnað er til í upphafi þessa pistils og framkvæmdastjórinn notar meira að segja í fyrirsögn er hér með afsönnuð.
Kvartanir
Í ofanálag er kvartar fólk sem skikkað er til að sækja skyldunámskeið Starfs undan ráðgjöfum fyrirtækisins og til verður þöggun. Enginn þorir að standa opinberlega upp og mótmæla óréttlæti af ótta við að verða látinn gjalda þess með bótamissi eða einhverju öðru. Leiðir Starfs til að láta kverútlanta gjalda eru óteljandi ... Í ljósi þessa er óhætt að draga í efa þessa fullyrðingu framkvæmdastjórans:
Þjónustan er því markvissari en verið hefur þar sem þekking er til staðar á faginu" og mun dýpri skilningur á þörfum, fagþekkingu og á starfsreynslu viðkomandi hóps atvinnuleitenda.
Ekki vantar gildishlöðnu orðin, en þetta er engu að síður innantómt tal og sýndarmennska. Óafvitandi eru atvinnuleitendur hér orðinn hópur ... Framkvæmdastjóri sagði þó annars staðar: Atvinnuleitendur eru ekki allir eins.
Starf er ekki betri leið fyrir atvinnuleitendur en Vinnumálastofnun. Betra hefði verið að halda sig við hana, það hefði verið ódýrara.
Enginn vill vera atvinnulaus svo ekki bætist það við að vera niðurlægður af fyrirtæki sem ekkert erindi á til atvinnuleitenda en að hrekkja þá.
Myndin er af blaðsíðu 30 í Fréttablaðinu föstudaginn 30. nóvember. Takið eftir fallegum jólatrésauglýsingum frá Byko og Sunnuhlíð ... og jú, þarna er grein framkvæmdastjóra Starfs.
Bloomberg skúbbar íslenskum fjölmiðlum
3.12.2012 | 09:16
Athygli vekur hversu vakandi Bloomberg fréttaveitan er vakandi yfir íslenskum málefnum. Í hverju málinu á fætur öðru skúbbar hún. Allt ætlaði á annan endann í síðustu viku er þingmaður Samfylkingarinnar lét Bloomberg hafa eftir sér viðkvæmar upplýsingar um Íbúðalánasjóð. Og núna nær Bloomberg tali af Huang Nubo, Grímstaðafjárfestinum fræga, eða ætti maður að segja alræmda?
Hvernig stendur á því að Bloomberg er svona vakandi en íslenskir fjölmiðlar syfjulegir í málum sem virðast óunnin? Ekki er það nú svo að þessi útlenda fréttaveita sé með fjölda manns í starfi hér á landi, vakandi og sofandi um íslensk málefni.
Nei, hún er með einn samviskusaman starfsmann.
![]() |
Huang: Reiður og pirraður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verslunarmannamánuður japanskra jóla
1.12.2012 | 17:25
Hef verið með opið útvarp í dag, ríkisútvarp og Bylgjuna og það hellast yfir hlustendur jólalögin rétt eins og jólin séu þegar komin. Og svona verður þetta ábyggilega fram á þrettándann. Ekki verið að fara hægt og rólega í hlutina, jólunum er beinlínis kastað framan í mann rétt eins og þau séu eitthvað til hversdagsbrúks.
Einhvern veginn finnst mér jólin hafa breyst. Orðin svona eins og einhvers konar verslunarmannahelgi eða ætti ég að segja verslunarmannamánuður. Kaupa, kaupa og gömlu jólalögunum er breytt til að þóknast verslunum. Sem sagt japanskt jólaástand. Ekkert hóf á neinu, trúnni kastað en jólasveinunum, jólalögunum og yfirborðsmennskunni tekið fagnandi.
Man einhver út á hvað jólin gagna ...? Kannski skiptir það engu máli úr því sem komið er. Musterið er orðið aðsetur sölumanna og víxlara og þar er allt fjörið. Hver vill missa af því?
Verða uppgreiðslur á lánum ÍLS bannaðar?
1.12.2012 | 14:39
Vandræði Íbúðalánasjóðs eru meðal annars rakin til þess að fólk tekur til þess ráðs að greiða upp lán sín hjá sjóðnum. Fyrir vikið verða tekjur hans af lánunum miklu minni en við var að búast og sá tekjuskortur er afar íþyngjandi.
Íbúðalánasjóður og velferðaráðherra eiga möguleika á að takmarka tap sjóðsins með því að einfaldlega banna uppgreiðslur á lánunum.
Í pistlinum Þjóðmál eftir Pétur Blöndal á blaðsíðu tvö í helgarblaði Morgunblaðsins er tekið á þessu vandamáli og hann segir:
Stóra spurningin er hinsvegar sú hvort stjórnmálamenn treysti sér til að beita ákvæðinu og læsa fólk inni í lánum Íbúðalánasjóðs á sama tíma og vextir fara hríðlækkandi í húsnæðislánamarkaðnum.
Væri það nú ekki eftir öðru að almenningur yrði látinn bera byrðarnar af Íbúðalánasjóði? Annað eins hefur nú skeð.