Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Kerfi sem stjórnað er að bjúrókrötum

121201 Kate Hoey

Fólk sem er tvístígandi um inngöngu Íslands í ESB ætti að lesa grein eftir Kate Hoey, þingkonu breska Verkamannaflokksins, í Morgunblaðinu í dag. Hún vill að Bretlandi gangi úr ESB, segir það ekki flokkspólitíska ákvörðun heldur vegna lýðræðisins. Hún segir:

Brussel er klúbbur sem ég hef miklar efasemdir um. Ég á erfitt með að skilja að nokkur þjóð vilji gerast aðili að bandalagi sem ekki hlítir lýðræðislegu skipulagi. ESB skaðar þjóð mína og kjósendur. Kreppan í Evrópu væri ekki svo skelfileg ef hlustað væri á rödd almennings og brugðist við í samræmi við vilja fólksins. Evrópusambandið hlítir ekki reglum lýðræðis.

Þetta er það sem við mörg sjáum athugunarvert við ESB, þetta er stórt apparat og ekki stjórnað lýðræðislega, eins og þingmaðurinn segir, hlítir ekki reglum lýðræðis.

Ég veit að eitt helsta áhyggjuefni ykkar Íslendinga eru áhrif ESB-aðildar á sjávarútveg. Sameiginleg fiskveiðistefna ESB tekur fyrst og fremst tillit til hagsmuna spánskra fiskimanna, líkt og landbúnaðarstefnan tekur mið af hagsmunum franskra bænda. Í júlí síðastliðnum kom út skýrsla sem er stórfelldur áfellisdómur yfir sjávarútvegsstefnu ESB. Skýrslan er eftir Mörtu Andreasen sem er Evrópuþingmaður fyrir Suðaustur-England. Fram kemur fram að um eitt hundrað þúsund störf hafa tapast í breskum sjávarútvegi vegna ESB. Marta vann fyrir framkvæmdastjórn ESB. Hún var rekin eftir að hafa opinberað spillingu í Brussel. Hún er ein fjölmargra hugrakkra Evrópubúa sem hafa afhjúpað sóun og spillingu innan ESB en mátti sæta ofríki og útskúfun. Í 18 ár samfleytt hafa endurskoðendur ESB neitað að skrifa upp á reikninga sambandsins.

Um daginn átti ég orðaskipti við mann sem ég met mikils en hef ekki hitt lengi. Hann var reiður fyrir afstöðu mína gegn ESB inngöngunni. Fullyrti að enginn, alls enginn, myndi vilja fjárfesta á Íslandi nema því aðeins að við gerðumst aðilar að ESB og tækjum upp Evruna. Ég komst lítt að en undraðist ákefð mannsins. Hann sagðist pottþéttur á því að hann myndi flytja úr landi yrði aðildinni hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég maldaði í móinn og benti á fullveldið og krónuna sem væri að bjarga okkur. Hann hló og sagði Dani ekki telja að fullveldi sínu væri ógnað þrátt fyrir aðildina og Evran væri það eina sem gæti bjargað íslenskum efnahag. Ég komst ekki einu sinni að til að nefna fæðuöryggi eða sjávarútveg.

Ekki veit ég hvað þessi kunningi minn hefði sagt við Kate Huey vegna þessara orða hennar:

Sameiginlega sjávarútvegsstefnan tæki yfir íslenskan sjávarútveg. Þið fengjuð einhverjar tímabundnar undanþágur en hratt flýgur stund. Í stað skynsemi kæmi dýrt kerfi sóunar stjórnað af búrókrötum sem ekkert vita um fiskveiðar. Jafnvel sjávarútvegsframkvæmdastjóri ESB viðurkenndi á síðastliðnu ári að sameiginlega sjávarútvegsstefnan gengi ekki upp. 

Í þessu eru eiginlega kjarni málsins. Enginn samningur, tímabundnar undanþágur og stjórnunin kemur frá liði sem aldrei hefur hefur unnið nein störf nema fyrir hið opinbera í sínum heimalöndum eða ESB. Praktísk reynsla er engin.

 


Væntanlegir fallistar bregða á leik ...

Lúðvík Geirssyni, alþingismanni, þykir annt um virðingu Alþingis og þá fyrst og fremst sem að honum snýr. Hann og vildarvinur hans Björn Valur Gíslason, alþingismaður, leyfa sér að bregða á leik í miðri umræðu um fjárlögin. Drukknir þingmenn leyfa sér margt eins og dæmin sanna. Sómi slíkra er lítill og þeir eiga þátt í að virðing Alþingis þverr.

Líkur benda til að Lúðvík og Björn Valur hverfi af þingi. Það er miður. Þeir eiga það skilið að fá að sitja í stjórnarandstöðu og fá að bragða á þeim meðölum sem núverandi stjórnarmeirihluti beitir minnihlutann. Og þó svo að þeir sætu áfram á þingi myndi enginn beita slíku ofríki, það líður undir lok með þessum meirihluta.


mbl.is „Þarf ekkert að kenna mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband