Málþóf eða ekki

Mál#1DCB48Menn hafa rætt um málþóf á Alþingi. Sumir telja margar og langar ræður vera ógn lýðræðisins, aðrir halda því fram að langar ræður og margar sýni styrk lýðræðisins. Svo eru þeir til sem halda því fram að þeir sem ekki taki til máls bregðist trausti kjósenda sinna. Jæja, lesendur finna út úr því sjálfir.

Ekki mál#1DCB4AÉg las grein á visir.is og þar kemur fram hverjir eru ræðukóngar og drottningar á Alþingi frá upphafi og til þessa dags.

Og hér eru tvær verðlaunaspurningar: 

  • Stunduðu neðangreindir alþingismenn málþóf er þeir fluttu ræður sínar á tilgreindri stundu?
  • Hvort voru eftirtaldir ræðumenn í stjórn eða stjórnarandstöðu er þeir fluttu maraþonræður sínar?
Svari nú hver fyrir sig. Athugasemdadálkurinn er opinn. 
  1. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Húsnæðismál. Ræðutími 10:08:33
  2. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, 2006. Ríkisútvarpið hf. Ræðutími 6:01:54
  3. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 5:39:39
  4. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2007. Ríkisútvarpið ohf. Ræðutími 5:13:01
  5. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, 2006. Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu. Ræðutími 4:52:01
  6. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1998. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ræðutími 4:49:07
  7. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1995. Náttúruvernd. Ræðutími 4:47:21
  8. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 4:44:20
  9. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 4:21:07.
  10. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 3:51:55
  11. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 2002. Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Ræðutími 3:48.29
  12. Mörður Árnason, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 3:46:11. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband