Bloomberg skúbbar íslenskum fjölmiðlum

Athygli vekur hversu vakandi Bloomberg fréttaveitan er vakandi yfir íslenskum málefnum. Í hverju málinu á fætur öðru skúbbar hún. Allt ætlaði á annan endann í síðustu viku er þingmaður Samfylkingarinnar lét Bloomberg hafa eftir sér viðkvæmar upplýsingar um Íbúðalánasjóð. Og núna nær Bloomberg tali af Huang Nubo, Grímstaðafjárfestinum fræga, eða ætti maður að segja „alræmda“?

Hvernig stendur á því að Bloomberg er svona vakandi en íslenskir fjölmiðlar syfjulegir í málum sem virðast óunnin? Ekki er það nú svo að þessi útlenda fréttaveita sé með fjölda manns í starfi hér á landi, vakandi og sofandi um íslensk málefni.

Nei, hún er með einn samviskusaman starfsmann. 


mbl.is Huang: „Reiður og pirraður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

„Það eru íslensk stjórnvöld sem buðu mér að fjárfesta" segir Huang Nubo. Hefur þetta komið fram áður? Mér finndist nú í lagi að spyrja íslensk stjórnvöld um þetta.

Sigríður Jósefsdóttir, 3.12.2012 kl. 09:29

2 Smámynd: Sólbjörg

Kínverji sprakk!

Ætla rétt að vona að stjórnarandstaðan sé betur vakandi en íslenskir fréttamenn. Núbo er orðin svo reiður að hann ætlar ekki að hylma lengur yfir sannleikanum um íslensk stjórnvöld. Því er fráleitt annað en þessi fullyrðing Nubo leiði til fyrirpurnar á alþingi og stjórnin verði krafin svara. Kannski á eitthvað fleira eftir að springa en bara kínverjinn!

Sólbjörg, 3.12.2012 kl. 10:49

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

http://www.ogmundur.is/stjornmal/nr/6535/

Ég vona að Ögmundur standi við þessa yfirlýsingu...

Sigríður Jósefsdóttir, 3.12.2012 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband