Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
VG klúðrar málum hjálparlaust
11.12.2012 | 23:37
Mér hefur Páll fundist vera geysilega öflugur og sterkur í andstöðu sinni og Heimssýnar gegn aðildinni að ESB. Vonandi kemur hann sér upp öðrum vettvangi til að tjá sig.
Líklega var það óþarfi að lýsa yfir hernaði gegn Vinstri grænum. Flokkurinn sér sjálfur um að koma sér niður í örflokksstærð, hluta til vegna afstöðunnar til ESB og hitt skrifast á stefnu flokksins gegn almenningi í landinu.
Þarf vart að nefna atvinnuleysið, skattaáþjánina, verðbólguna, verðtrygginguna, afstöðuna gegn gengistómum Hæstaréttar, andstöðuna gegn hagsmunum heimilanna, hernaðinn gegn byggðum landsins, stuðning flokksins við hernaðinn í Líbíu og svo margt fleira.
Hættur störfum hjá Heimssýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Yfirborgarstjóri verður bæjarstjóri
11.12.2012 | 18:00
Jón Kristinsson var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík en hafði enga þekkingu til að gegna embættinu og þess vegna var Regína Ásvaldsdóttir ráðin til þess að vera borgarstjóri. Og hún gegndi þeim svo vel að staða bæjarstjóra á Akranesi mun án efa leika í höndunum á henni.
Verra er með Jón Kristinsson sem situr hnípinn eftir og hefur engu komið í verk síðan Regína hvarf á braut.
Ráðin bæjarstjóri á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skítleg framkoma hjá Mótussi
11.12.2012 | 10:34
Vond fyrirtæki eru þau sem níðast á almenningi. Þau eru vond sem skýla sér á bak við óskýr lög. Þau eru vond sem ráðast á almenning og taka ekki tillit til aðstæðna.
Oft er erfitt að láta enda ná saman og við skiljum það mæta vel. Við gerum okkar besta til sinna okkar starfi á sanngjarnan hátt og með lágmarks kostnaði. Við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti.
Svona elskulega tjáir sig innheimtufyrirtækið Mótus á heimasíðu sinni (leturbreytingar eru mínar). Ekki er samt allt sem sýnist og því er betra að rýna í textann. Takið eftir sjálfhverfunni. Takið einnig eftir að þarna er í raun engin vægð gefin þrátt fyrir að fallegum orðum hafi verið raðað saman í sennilegt samhengi.
Þeir fundu upp slagorðið Ekki gera ekki neitt, tvöföld neitun í einni setningu. Blíðlega fram sett en ekkert virðist vera á bak við það þegar til kastanna kemur.
Staðreyndin er sú að enginn munur virðist í raun vera á Mótussi og öðrum sem hafa tekjur af því að berja á fólki. Ofangreind tilvitnun inniheldur engar strokur. Hann er einungis áferðafallegri en þessi:
Okkur kemur það ekkert við þó erfitt sé að láta enda ná saman. Við rukkum kröfuna eins og okkur sýnist. Hins vegar er ekki verra ef skuldarinn þegi og borgi, það eru jákvæð samskipti.
Mótus sýnir hroka sinn með því að segja eitt en framkvæma annað. Þeir eru fljótir að svara bréfum, hafa þau stöðluð.
Hjá Mótussi er allt útspekúlerað. Fyrsta svar á alltaf að vera neikvætt. Annað svar á alltaf að vera neikvætt sem og það þriðja og fjórða. Hið eina sem á að bjóða eru afborganir af skuld. Það er góð aðferð til tekna því þá hlaðast upp vextir. Á gjaldfallnar skuldir er skellt innheimtukostnaði sem er fundinn út af lögfræðilegri nákvæmni og ekkert skorið af vegna þess að umhyggjan er ekki fyrir skuldaranum heldur skiptir rukkarinn öllu máli, skuldareigandinn minna.
Ég þekki dæmi um mann sem lenti í kjaftinum á svona hákörlum vegna þess að þeir svöruðu ekki bréfi um gjaldfrest. Ástæðan var sú að sá sem átti að svara bréfinu hafði forðað sér frá fyrirtækinu og komið sér í betra skjól. Það er skítleg að fela sig á bak við þetta.
Auðvitað ber skuldari ábyrgð á skuld sinni. Það er hins vegar auðvelt að áfellast skuldarann. Honum eru oft allar bjargir bannaðar og oft hvílir svo margt þungt á honum að hann hefur einfaldlega ekki nægilega yfirsýn, einblínir á að redda málum með peningum sem eru væntanlegir. Á meðan safnast kröfur saman. Það er ekki gott að vera atvinnulaus, þung reynsla fyrir hvern mann svo ekki bætist við að lenda í kjaftinum á innheimtuhákarlinum Mótussi.
Ég mæli ekki með Mótussi. Hvet þá sem eiga ógreiddar kröfur sem þarf að innheimta að skoða sín mál vel og vanda valið á rukkaranum og muna að skuldarar eru oft af holdi og blóði þó ekki sé víst að rukkarinn sé það.
Hver er afstaða stjórnmálaflokkanna, já eða nei ...?
10.12.2012 | 22:53
Stjórnmálaflokkar eru spurðir, frambjóðendur í prófkjörum eru spurðir, þjóðin er spurð. Sá sem ekki getur gefið afdráttarlaust svar við þeirri spurningu hvort hann styðji eða er á móti aðild Íslands að ESB þarf að gera frekari grein fyrir stöðu sinni.
Ekki dugar að vísa til þess að vilji sé fyrir því að bíða og sjá hvað kemur út úr samningaviðræðum Íslands við ESB vegna þess að slíkar viðræður eru ekki í gangi og verða ekki teknar upp. Einungis er um að ræða hugsanlega tímabundnar tilslakanir frá reglum ESB - tímabundnar, ekkert annað.
Ekki dugar heldur að vísa í þær viðræður sem nú eiga sér stað eru vegna aðlögunar laga, reglna og stjórnkerfis Íslands að því sem Evrópusambandi gerir kröfu um - aðlögunarviðræður, ekkert annað.
Í þriðja lagi dugar ekki sú viðbára að þjóðin muni eiga þess kost að segja skoðun sína að loknum viðræðunum skiptir litlu. Þá er aðlöguninni lokið. Til hvers að hafa lagt fé og tíma í aðlögunarviðræðurnar ef niðurstaðan er sú að þjóðin hafnar aðild?
Hver er þá afstaðan ef hún er ekki já eða nei? Einhvers konar moð og kjaftagangur til að halda ráðherrastólum?
Fyrst þingið hafði ekki vit á að hafna tillögunni um aðild að ESB í júní 2009 er rétt að bera málið undir þjóðina núna. Þá fæst niðurstaða og hún gildir fyrir ókomin ár.
Sakar Heimssýn um tvískinnung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Líftæknifyrirtækið Biopol fær hvatningarverðlaun
10.12.2012 | 17:07
Fyrirtækið hefur nú þegar skapað sér nokkra sérstöðu með rannsóknarverkefnum, m.a á útbreiðslu grásleppu hér við land, hagnýtingu svifþörunga til eldsneytisframleiðslu, kortlagningu og lífríkisrannsóknum á ræktunarstöðum fyrir krækling og nýtingu ígulkera til manneldis, svo eitthvað sé nefnt.Stefna fyrirtækisins er að BioPol muni á næstu árum ná að byggja upp nauðsynlega færni til þess að fyrirtæki og sjóðir telji fýsilegt að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og þróun á sviði sjávarlíftækni. Þess er vænst að rannsóknarniðurstöður fyrirtækisins leiti út á markað sem í framhaldinu leiði til stofnunar sprotafyrirtæki sem hefji framleiðslu á vörum til neytenda eða til áframhaldandi vinnslu. Þá er þess vænst að setrið stuðli að eflingu samkeppnishæfni Íslands varðandi nýtingu verðmæta úr sjó og sjávarfangi.Árið 2010 tók fyrirtækið í notkun nýja og vel útbúna rannsóknastofu þar sem hægt er að vinna flestar þær rannsóknir sem í gangi eru. Hjá fyrirtækinu starfa nú níu manns, flestir háskólamenntaðir, í margvíslegum sjávarrannsóknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glappaskot Guðbjarts
10.12.2012 | 13:26
Eitt leiðir af öðru. Glappaskot Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns Samfylkingarinnar og velferðaráðherra er gríðarlegt. Hann veitti forstjóra Landspítalans stóra launahækkun svo sá gæti unnið læknisverk auk þess að vera á sama tíma framkvæmdastjóri. Þetta hefur haft gríðarlegar afleiðingar. Starfsfólk Landspítalans er komið út í aðgerðir, langlundargeð þeirra er þrotið.
Og Guðbjartur ætlar að vera formaður Samfylkingarinnar. Það fer vel á því. Hann er bjartur og brattur ...
Það varð allt vitlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mútur ESB orðnar að tekjum á fjárlögum
10.12.2012 | 11:48
Mýmargar fjárveitingar voru síðan samþykktar til stofnana ríkisins, svo þær gætu tekið við styrkjum frá Evrópusambandinu. Í fjárlagafrumvarpinu er sérstakur fjárlagaliður sem nefnist einfaldlega styrkir frá Evrópusambandinu vegna aðildarumsóknar. Þetta er heldur engin smá upphæð. 806 milljónir króna, hvorki meira né minna. Styrkir frá ESB eru sem sagt orðnir umtalsverður hluti af tekjum íslenska ríkisins!
Skattur mafíunnar og ríkisstjórnar
10.12.2012 | 11:24
Hann gagnrýnir einnig að þorskígildistonn séu notuð sem stuðull til að leggja skatta á fyrirtæki. Það gangi ekki upp og auki á mismunun milli útgerðarflokka. Grunnhugmyndafræði um skattlagningu getur að mínu viti aldrei verið önnur en að afkomutengja hana og horfa til þeirrar verðmætamyndunar sem verður til í hverju og einu tilfelli, segir Páll.
Ofangreint er úr viðtali við Pál Ingólfsson, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Íslands í Morgunblaðinu í morgun. Hann er ekki einn um þessa skoðun. Þetta er svo einfalt sem mest má verða. Ríkisstjórnin skilur þetta ekki.
Svona skattlagning getur aldrei blessast í því formi sem ríkisstjórnin heimtar hana. Ekki frekar en skattur sem glæpsamtök leggja á fyrirtæki.
Eilíf stöðutaka gegn aumum almenningi
7.12.2012 | 21:34
Enn og aftur munu áhrif Hrunsins bitna á fluginu og þar með meira á íbúum landsbyggðarinnar en fólki á höfuðborgarsvæðinu. Þessi áhrif teygja sig inn á öll svið flugsins.
Þetta segir Ómar Ragnarsson og fáir hafa meiri þekkingu á flugi en hann. Þó þessi orð Ómars skipti máli er það þó ekki aðalatriði málsins, flugið er bara eitt af mörgu. Þetta felst allt í nokkurs konar stöðutöku.
Ríkisvaldið tekur sér stöðu þar sem það getur tottað einhverjar krónur út úr neytandananum. Í þessu tilviki er það hækkun á farþegasköttum og fluþjónustugjöldum.
Annars staðar tekur ríkið sér rúmfreka stöðu milli neytandans og ferðaþjónustuaðilans og hækkar virðisaukaskatt á gistiþjónustu.
Stöðutaka í smáu málunum
Þetta er svipuð stöðutaka og bankarnir gera þar sem þeir geta. Taka sér stöðu milli debetkortsins og notanda þess, rukkar fyrir notkunina.
Nefna má þegar olíufélögin fóru að bjóða upp á sjálfsþjónustu. Í fyrstu átti það að vera með afslætti frá hefðbundinni þjónustu. Nú er sjálfsþjónustan grundvallaratriði en hins vegar er kostar það aukreitis þegar starfsmaður dælir bensín á bílinn.
Enn ein stöðutakan er þegar fyrirtæki rukka fyrir útsenda greiðsluseðla rétt eins og það séu einhver gustuk og umfram það sem hefðin hefur falið í sér.
Þegar rætt er um stöðutöku er átt við það sem ríkisvaldið eða fyrirtæki geta leyft sér gagnvart neytandanum án þess að hann eigi nokkurn annan möguleika en að láta óréttinn yfir sig ganga. Í þessu felast margir brauðmolar fyrir ríkisvaldið og fyrirtækin í landinu en engir fyrir neytendur. Ástæðan er einfaldlega sú að við erum aumingjar og látum allt yfir okkur ganga.
Stöðutaka í stóru málunum
Lars Christensen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank, segir í stórviðtali við Fréttablaðið í dag:
Það er ótrúlegt að það hafi verið hægt að fara í svona viðamiklar efnahagsaðgerðir til að aðlaga fjárhag eins lands að nýjum veruleika líkt og gert var á Íslandi án þess að það yrði stórkostlegt uppþot á meðal almennings.
Í þessum orðum felast hin stóru sannindi um okkur Íslendinga. Við látum allt yfir okkur ganga meðan aðrar þjóðir hefðu risið upp og gert byltingu. Ekki aðeins út af litlu málunum heldur líka hinum stóru.
Hæstiréttur er búinn að dæma gengislánin ólögleg og verðtryggingin verður það líka innan skamms. Samt látum við eins og ekkert sé. Búið að hirða hundruð milljarða af hnípnu fólki í vanda. Og ekkert er gert þrátt fyrir dóma Hæstaréttar.
Við erum skattlögð til blóðs, á annan tug þúsunda eru án atvinnu, samkvæmt skoðanakönnunum eiga um sextán þúsund manns ekki fé til að kaupa í matinn ...
Í Egyptalandi er arabíska byltingin enn í gangi, búin að henda einum forseta og er í þann veginn að kasta öðrum.
Svokölluð búsáhaldabylting er sögð hafa rutt úr vegi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hún gekk þó ekki út á annað en að grýta lögreglumenn, þinghúsið og kveikja í jólatré. Til hvers? Jú, í staðinn fengum við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Hún er sögð hafa farið ver með efnahag landsins en hrunið olli.
Skýringin á langlundargeði almennings er líklega sú að við erum engir Egyptar, líklega bara aumingjar.
Pólitískar ákvarðanir fremur en faglegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Flaug Ólína heim á kústi ...?
7.12.2012 | 17:28
Las þetta á amx.is og hló alveg rosalega ...
Smáfuglarnir eru enn gáttaðir á Kastljóssþætti þeim þar sem Ólína Þorvarðardóttir gerði lítið úr vísindunum í tilraun sinni til að koma skottulæknum og fölsurum á fjárlög. Hvernig getur manneskja haldið öðru eins fram árið 2012?
Í því ljósi spyrja smáfuglarnir hvort Ólína hafi farið heim úr Efstaleiti á bíl, þar sem áratuga þróun í vísindum tryggir öryggan sprengihreyfil sem kveikir í eldfimu eldsneyti þúsund sinnum á mínútu nokkra sentímetra frá fótum Ólínu sem veldur sprengingum sem knýja bílinn áfram, eða hvort hún hafi flogið heim á kústi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)