Hver er afstaða stjórnmálaflokkanna, já eða nei ...?

Stjórnmálaflokkar eru spurðir, frambjóðendur í prófkjörum eru spurðir, þjóðin er spurð. Sá sem ekki getur gefið afdráttarlaust svar við þeirri spurningu hvort hann styðji eða er á móti aðild Íslands að ESB þarf að gera frekari grein fyrir stöðu sinni.

Ekki dugar að vísa til þess að vilji sé fyrir því að bíða og sjá hvað kemur út úr „samningaviðræðum“ Íslands við ESB vegna þess að slíkar viðræður eru ekki í gangi og verða ekki teknar upp. Einungis er um að ræða hugsanlega tímabundnar tilslakanir frá reglum ESB - tímabundnar, ekkert annað.

Ekki dugar heldur að vísa í þær viðræður sem nú eiga sér stað eru vegna aðlögunar laga, reglna og stjórnkerfis Íslands að því sem Evrópusambandi gerir kröfu um - aðlögunarviðræður, ekkert annað.

Í þriðja lagi dugar ekki sú viðbára að þjóðin muni eiga þess kost að segja skoðun sína að loknum viðræðunum skiptir litlu. Þá er aðlöguninni lokið. Til hvers að hafa lagt fé og tíma í aðlögunarviðræðurnar ef niðurstaðan er sú að þjóðin hafnar aðild? 

Hver er þá afstaðan ef hún er ekki já eða nei? Einhvers konar moð og kjaftagangur til að halda ráðherrastólum? 

Fyrst þingið hafði ekki vit á að hafna tillögunni um aðild að ESB í júní 2009 er rétt að bera málið undir þjóðina núna. Þá fæst niðurstaða og hún gildir fyrir ókomin ár.


mbl.is Sakar Heimssýn um tvískinnung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband