Eilíf stöðutaka gegn aumum almenningi

Egyptar

Enn og aftur munu áhrif Hrunsins bitna á fluginu og þar með meira á íbúum landsbyggðarinnar en fólki á höfuðborgarsvæðinu. Þessi áhrif teygja sig inn á öll svið flugsins.

Þetta segir Ómar Ragnarsson og fáir hafa meiri þekkingu á flugi en hann. Þó þessi orð Ómars skipti máli er það þó ekki aðalatriði málsins, flugið er bara eitt af mörgu. Þetta felst allt í nokkurs konar stöðutöku.

Ríkisvaldið tekur sér stöðu þar sem það getur tottað einhverjar krónur út úr neytandananum. Í þessu tilviki er það hækkun á farþegasköttum og fluþjónustugjöldum.

Annars staðar tekur ríkið sér rúmfreka stöðu milli neytandans og ferðaþjónustuaðilans og hækkar virðisaukaskatt á gistiþjónustu.

Stöðutaka í smáu málunum 

Þetta er svipuð stöðutaka og bankarnir gera þar sem þeir geta. Taka sér stöðu milli debetkortsins og notanda þess, rukkar fyrir notkunina. 

Nefna má þegar olíufélögin fóru að bjóða upp á sjálfsþjónustu. Í fyrstu átti það að vera með afslætti frá hefðbundinni þjónustu. Nú er sjálfsþjónustan grundvallaratriði en hins vegar er kostar það aukreitis þegar starfsmaður dælir bensín á bílinn. 

Enn ein stöðutakan er þegar fyrirtæki rukka fyrir útsenda greiðsluseðla rétt eins og það séu einhver gustuk og umfram það sem hefðin hefur falið í sér.

Þegar rætt er um stöðutöku er átt við það sem ríkisvaldið eða fyrirtæki geta leyft sér gagnvart neytandanum án þess að hann eigi nokkurn annan möguleika en að láta óréttinn yfir sig ganga. Í þessu felast margir brauðmolar fyrir ríkisvaldið og fyrirtækin í landinu en engir fyrir neytendur. Ástæðan er einfaldlega sú að við erum aumingjar og látum allt yfir okkur ganga.

Stöðutaka í stóru málunum 

Lars Christensen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank, segir í stórviðtali við Fréttablaðið í dag:

Það er ótrúlegt að það hafi verið hægt að fara í svona viðamiklar efnahagsaðgerðir til að aðlaga fjárhag eins lands að nýjum veruleika líkt og gert var á Íslandi án þess að það yrði stórkostlegt uppþot á meðal almennings.

Í þessum orðum felast hin stóru sannindi um okkur Íslendinga. Við látum allt yfir okkur ganga meðan aðrar þjóðir hefðu risið upp og gert byltingu. Ekki aðeins út af „litlu málunum“ heldur líka hinum stóru.

Hæstiréttur er búinn að dæma gengislánin ólögleg og verðtryggingin verður það líka innan skamms. Samt látum við eins og ekkert sé. Búið að hirða hundruð milljarða af hnípnu fólki í vanda. Og ekkert er gert þrátt fyrir dóma Hæstaréttar.

Við erum skattlögð til blóðs, á annan tug þúsunda eru án atvinnu, samkvæmt skoðanakönnunum eiga um sextán þúsund manns ekki fé til að kaupa í matinn ...

Í Egyptalandi er arabíska byltingin enn í gangi, búin að henda einum forseta og er í þann veginn að kasta öðrum.

Svokölluð „búsáhaldabylting“ er sögð hafa rutt úr vegi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hún gekk þó ekki út á annað en að grýta lögreglumenn, þinghúsið og kveikja í jólatré. Til hvers? Jú, í staðinn fengum við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Hún er sögð hafa farið ver með efnahag landsins en hrunið olli.

Skýringin á langlundargeði almennings er líklega sú að við erum engir Egyptar, líklega bara aumingjar.


mbl.is Pólitískar ákvarðanir fremur en faglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Lars Christinsen var eins og venjulega inni á braut sannleikans hvað varðar lygar og byltingartilgátur sem ættu að eiga sér stað, en gera það ekki. Spilað er ennþá á þessar sérstöku hefðir Íslendinga að ekki hrófla forystumönnum landsins. Eru þessir eins heilagir og markverðir/sölumenn og hershöfðingjar. Er nú spilað á þessa strengi látlaust hvern einasta dag og fer svo að sterkustu strengir bresta að lokum. Búið er að vara stjórnmálamenn og aðra við allmörgum sinnum þar sem þeir nú í dag eru veruleikafyrtir aumingjar, verður afleiðyngingin bylting af allt öðrum toga enn við höfum séð í arabalöndunum undanfarið. Gífurlegt afl liggur nú og bíður bara eftir því að verða læst úr læðingi hvaða dag sem er með semsagt, afleiðingum sem ekki eiga samanburð við það sem annars er á ferðinni í dag. Og þá vildi ég helst vera heima í Noregi.

Eyjólfur Jónsson, 7.12.2012 kl. 23:04

2 identicon

Það er í anda sjálfspilltra blámanna að snúa hlutum á haus. Hrunið hefur greinilega ekki kennt þér nokkurn skapaðan hlut, enda neitaða Blámannabandalagið að kannast við nokkra ábyrgð á því og hló veikburða tilraunir naflaskoðunarnefndar FLokksins út af borðinu.

Hins vegar keppist þið við að endurskrifa söguna:

"Svokölluð „búsáhaldabylting“ er sögð hafa rutt úr vegi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hún gekk þó ekki út á annað en að grýta lögreglumenn, þinghúsið og kveikja í jólatré. Til hvers? Jú, í staðinn fengum við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Hún er sögð hafa farið ver með efnahag landsins en hrunið olli."

Hvers konar sagnfræði er hér á ferðinni? Um leið og þú berð þér á brjóst og kallar eftir arabíska vorinu, með tilheyrandi sharialögum, þá hraunar þú yfir íslensku byltinguna sem er þó orðin fyrirmynd þjóða víða um heim.

Íslendingar gengu nefnilega rösklega fram og sameinuðust um að sturta Hrunstjórn Sjálfspillingar og Samspillingar á öskuhauga sögunnar. Þessi gjörsamlega heiladauða og vanhæfa stjórn var með aukinn meirihluta þingmanna á bak við sig á Alþingi!

Allar kröfur Radda fólksins náðu fram að ganga. Erfiðast var að sjálfsögðu að losna við illfyglið ykkar sem hafði lagt undir sig Svörtuloft. Hann var dreginn út með naglaförum í parketinu í mars 2009.

Nei karlinn, þú ert bestur í hlutverki Gróu á Leiti: "Hún er sögð hafa farið ver með efnahag landsins en hrunið olli."(!)

Slæm er "norræna velferðarstjórnin", en hún toppar aldrei afrek ykkar blámanna í verstu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Stærsta þjóðargjaldþrot heims á sögulegum tíma verður seint toppað.

Varst þú ekki að sækjast eftir 6. sæti hjá blámönnum í borginni kjáninn þinn?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 23:57

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hilmar, varstu ekki alinn upp við að koma fram af kurteisi við aðra? Hvers konar dónaskapur er í þér þótt þú sért ósammála mér?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.12.2012 kl. 00:52

4 identicon

Þú hefur síst efni á að væna aðra um dónaskap Sigurður Sigurðarson, wannabe blámaður í borginni.

Hvernig er annars hægt að túlka þín eigin orð: "Skýringin á langlundargeði almennings er líklega sú að við erum engir Egyptar, líklega bara aumingjar."

Þú lofsyngur egypskan skríl sem sem fer hamförum í stjórnlausri múgæsingu, myrðandi og limlestandi, en gefur skít í þá þjóðfélagsbyltingu sem fjölmargar þjóðir hafa tekið sér til fyrirmyndar.

Ég tel mig þekkja forsendur svonefndrar "Búsáhaldabyltingar" betur en þú karlinn. Þú leyfir þér hins vegar að fabúlera með gróusögur um getuleysi íslensks almennings.

Þú toppar svo bullið í sjálfum þér með víðátturugli: "Hún er sögð hafa farið ver með efnahag landsins en hrunið olli."!

Genetískir blámenn eins og þú eru þjóðhættulegir rugludallar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 01:08

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, miklu betri en fúll á móti. Skilaðu kveðjum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.12.2012 kl. 11:36

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ekki höfum við ennþá skilgreint hverskonar byltingu við gerum, en ég er með puttana á "leiðinlegum" stöðum og einhverjar eldglæringar verða nú,  en liðin er sú tíð að menn riðu í hröðum,einbeittum hópum til þings og sameinuðust hver öðrum í nærsveitum og var allstór her þegar til þings var komið.

Eyjólfur Jónsson, 8.12.2012 kl. 17:32

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vek athygli á að ég tala í bloggpistil mínum um "afleiðingar Hrunsins".

Hrunið og efniviðurinn í það er aðalatriðið, og hugsunarhátturinn á bak við uppbyggingu þess var í raun einhver stærsta stöðutaka gegn almenningi og kynslóðum framtíðarinnar, sem tekin hefur verið á Íslandi.

Eðlilegt er að deilt sé um hvernig eigi að vinna úr þessum afleiðingum og ég er að lýsa einum hluta þess í pistli mínum. En mér finnst ansi margir keppast við að gleyma því hver var stóra orsökin.  

Ómar Ragnarsson, 8.12.2012 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband