Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Hin rispaða samviska stjórnarflokkanna

Gaman er að fylgjast með glímu stjórnarflokkanna. Samfylkingin hefur komist upp með að klóra samvisku VG frá því að ríkisstjórnin sótti um aðild að ESB. Þó svo að nú blæði úr klórinu er það einu sinni svo að samviska VG er til sölu. Þeim er nokk sama um ESB á meðan ylurinn frá ráðherrastólunum vermir.

Nú er ætlunin að setja plástur á lekandann og þess vegna er lögð fram þingsályktunartillaga um úrsögn úr Nató. 

Í frétt Moggans segir: „Með tillögunni væru þingmenn VG að biðla til þingheims um nýja hugsun. Það væri þörf fyrir nýja hugsun á alheimsvísu og við ættum að hverfa frá gildum kalda stríðsins.“ 

Skilja lesendur ekki þessa aðferðafræði? Jú, hin „nýja“ hugsun er samkvæmt forskrift VG, annað er einhver kaldastríðshugsun.

Ögmundur Jónasson, alríkismálaráðherra, hótaði því í fyrra að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um veruna í Nató. Af þessu má sjá að VG eru í uppsópi eftir áratuga útlegð úr ríkisstjórnum. Nú á að reyna allt til að breyta því sem þingmenn VG, Alþýðubandalagsins og forvera hans náðu ekki að gera og fengu aldrei stuðning til í almennum kosningum.

Nú er hins vegar komið að krossgötum. Ríkisstjórnarsamstarfið er að liðast í sundur og VG vantar stöðu. Flokkurinn hefur svikið allt sem hann svíkja gat, ekki síst almenning í landinu.

Spriklið í VG og Samfylkingunni er einungis til vitnis um að þessir flokkar óttast stóru þjóðaratkvæðagreiðsluna, kosningar til Alþingis. Samviskan er rispuð.


mbl.is „Átakanlegt yfirklór VG“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goslok og dánarstund

Þeir eru orðnir svo færir, jarðvísindamenn landsins, að þeir geta tímasett goslokin nærri því upp á mínútu. Rétt eins og í bíómyndunum, þegar læknarnir á bráðamóttökunni strjúka sér sveittir um ennið og tilkynna djúpri röddu )á ensku, auðvitað): Dánarstund; 07:24.

Og íslensku jarðvísindamennirnir horfa með andakt af Grímsfjalli og ofaní gíginn og segja: Tja, þessum andskota er þá lokið. Jósef skrifaðu 07:01 ...

Svona eiga bændur að vera. Ekkert múður og engin vitleysa. Gosinu er lokin.

En meðan ég man. Er búið að lýsa yfir goslokum í Eyjafjallajökli? 


mbl.is Goslokin sett klukkan 7 á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin hefur kostað þjóðina meira en sjálft hrunið

Forsætisráðherra talar eins og áheyrendur hennar hafi enga rökhugsun. Hverjir eru ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan? Nei, hún er vísvitandi að dreifa óhróðri og lygi í þeirri von að sumir sjái ekki í gengum orð hennar.

Er það jafnslæmt að einhverjir skuli hafa há laun og lág laun? Fyrir hverja er það til dæmis slæmt að einhverjir skuli hafa meiri laun en forsætisráðherra? Er það raunverulega slæmt fyrir þjóðfélagið að til séu einhverjir með tvöföld, þreföld eða fjórföld laun hans?

Er það slæmt að einhverjir eigi eignir ... ja, segjum umfram það sem forsætisráðherra á? Er það slæmt að einhverjir séu stóreignamenn, er það glæpur? Er glæpur að eiga stórt hús, mörg stór hús, margar jarðir, togara ...?

Og hverjir eru fjárglæframenn? Nefndu þá með nafni, Jóhanna. Þjóðin er ekki fjölmenn svo það er hægt að undanskilja þúsundir manna? Og þá er það mikilvæga spurningin: Eru fjárglæframenn vondir?

Nei, gott fólk. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er eins og eldfjallið sem gýs ösku út um allar jarðir, öllum til óþurftar. Hún gerir það sama og áróðursmenn allra tíma, býr til ímyndaða óvini, og ætlast til þess að allir gleypi við orðum hennar. Hún vonast til þess að þeir sem hafi rökhugsun þegi og aðrir fagni rétt eins og gestir á uppskeruhátíð Samfylkingarinnar.

Staðreyndin er einfaldlega sú að „keisarinn er nakinn“. Ekkert af viti hefur gengið undan hinni norrænu velferðarstjórn. Þess vegna dreifir frú Jóhanna hatri og lygum út um þjóðfélagið og ætlast til að hinn kunnuglegu orð séu núna orðin að heilögum sannleika. Því fer fjarri. Sá eini sannleikur er til sem blasir við þjóðinni. Þessi ríkisstjórn hefur kostað meira en allt hrunið kostaði þjóðina. Munurinn er bara sá að nú borgar almenningur með eignum sínum, atvinnu sinni og líf sínu. Er ekki nóg komið af norrænni velferð?


mbl.is Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamálið er Samfylkingin en ekki kvótinn

Sjá ekki allir hvert Samfylkingin er að fara? Hún stundar ekki stjórnmál heldur sjónhverfingar. Nú á að dreifa athygli landsmanna frá hinni hrikalegu stöðu efnahagsmála eftir tveggja ára óstjórnartíma vinstri flokkanna. 

Samfylkingin fór af stað í ríkisstjórn með VG með hástemmdum yfirlýsingum en efndirnar eru engar, hngað til hefur ekki staðið steinn yfir steini. Almenningur í landinu þjáist.

Enn einu sinni fer Samfylkingin af stað með hástemmdum yfirlýsingum. Dettur einhverjum í hug að hún geti sameinað þjóðina um einhvern grunn í kvótamálum? Þingflokkur Samfylkingarinnar er ekki einu sinni á einu máli um kvótafrumvarpið sem ríkisstjórnin hefur lagt fram.

Nei. Nú eigum við að líta framhjá rústum skjaldborgarinnar, atvinnuleysinu, landflóttanum, verðbólgunni, íbúðalánamálum, skattahækkunum, samdrættinum, ESB inngöngunni og öðrum áföllum sem Samfylkingin hefur hleypt yfir þjóðina. Og við eigum þess í stað að fara að deila um kvótakerfið.

Að mati Samfylkingarinnar eigum við að álíta þá sem eiga fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu, trillusjómenn sem eiga kvóta, fólk sem á hlutabréf í útgerðarfyrirtækjum ... sem vondaliðið.

Sjá ekki allir hvert Samfylkingin er að fara? Hún er að velja sér grundvöll til að heyja kosningabaráttu því ríkisstjórnin er að falli komin. Hún er eins og Grímsvötn, þeysir upp úr sér ösku, öllum til óþurftar. Hún er að reyna að snúa umræðunni frá lífskjörum, lánamálum og atvinnu í einhvert röfl um kvótakerfi.

KVÓTAKERFIÐ ER EKKI VANDAMÁL ALMENNINGS Á ÍSLANDI og Samfylkingin má ekki komast upp með svona kjaftæði. Skynsamt fólk verður að standa upp og taka beina umræðunni frá aukaatriðum og í aðalatriðinu sem eru hin hraklegu lífskjör fólks eftir norræna velferðarstjórn ...


mbl.is Kvótamálin í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land liggja víða undir skemmdum vegna göngufólks

troppur.jpg

Það er oftast óhrekjanleg staðreynd að það eyðist sem af er tekið. Sama er með umferð fólks um landið. Hún einfaldlega slítur því. Stígar myndast. Þeir grafast smám saman. Sé stígur í halla mun vatn renna fyrr eða síðar um hann og við það grefst hann enn meira. Að lokum verður stígurinn ófær. Þá færir fólk sig til hliðar og hið sama endurtekur sig. Þetta eru alvarlegustu áhrif aukinnar ferðamennsku.

Vill einhverj milljón erlenda ferðamenn til Íslands upp á þessi býtti? Auðvitað er flott af fá milljón ferðamenn en sameiginlegur kostnaður þjóðarinnar vegna þeirra mun vaxa hratt, rauar verður veldisaukning á honum.

Hvað á þá að gera? Ekki dugar að banna umferð gangandi fólks heldur gera eins og þar sem er mikil umferð ökutækja, gera akveginn varanlegan. Í þessu tilviki þarf að gera göngustíginn varanlegan. 

Sveitarfélagið Rangárþing eystra bregst við auknum fjölda ferðamanna við Seljalandsfoss með því að byggja upp göngustíga í halla, það er setja upp tröppur. Það hefur líka verið gert með góðum árangri við Skógarfoss eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

dsc00068_1087231.jpg

Þetta þarf að gera víðar. Ég hef i mörg ár reynt að vekja athygli á því að margar vinsælustu gönguleiðir landsins liggja undir skemmdum vegna átroðnings. Nefna má til dæmis gönguleiðina á Þverfellshorn í Esju. Hún er án efa vinsælust skemmri dagleiða hér á landi en lítur víða hrikalega illa út. Í þessum hópi er líka gönguleiðin á Vífilsfell, hluti af gönguleið á Hengil.

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er án efa vinsælust lengri dagsleiða hér á landi og vinsældir hennar vaxa hröðum skrefum eftir eldgosið. Margir vita hversu fögur fossaleiðin með Skógá og upp eftir Skógaheiði. Þar er göngustígurinn víða illa farinn. Sama er norðan við Hálsinn. Þar hefur stígurinn í mörg ár verið að skemmast, sérstaklega ofan af Morinsheiði, um Foldir og á Kattahryggjum.

Myndin hér til hliðar var tekin fyrir fjórum árum á Foldum og sýnir glögglega hvernig göngustígur verður í halla. Ekki er aðeins fólki um að kenna heldur halda blind náttúruöflin áfram við að dýpka og eyðileggja umhverfið.

Hvað er þá til ráða? Ég kann aðeins eitt ráð: Gera hið sama og gert hefur verið við Skógafoss og er núna á dagskrá við Seljalandsfoss. Byggja upp göngustíga í halla.

Flest annað hefur verið reynt. Bera möl í göngustíga. Það dugar skammt, mölin gengst til, hún rennur burt og fyrr en varir er sama eða svipað ástand komið upp. Þannig var það til dæmis í Strákagili í Goðalandi. Þar var með ærinni fyrirhöfn tonnum af möl handmokað í göngustíginn fyrir nokkrum árum. Þar eru lítil ummerki um framkvæmd sem unnin var af góðum hug. Að vísu er hliðarhallinn mikill í gilinu og mölin hvarf óðar en auga á festi niður á við.

Auðvitað kunna að vera til aðrar aðferðir og vissulega er ekki gaman að sjá manngerðar tröppur úti á víðavangi. Af tvennu illi vil ég þó sjá þær heldur en ummerki eins og á neðri myndinni hér fyrir ofan. 

Og hver ætti nú að bera kostnaðinn af þessu? Tröppur eru hrikalega dýrar sem og aðrar hliðstæðar framkvæmdir. Ég veit nú bara um einn aðila sem ber kostnaðinn af vegagerð á landinu og hann fær til þess tekur af eldsneyti. Aukinn fjöldi göngumanna veldur því að meira innheimtist af virðisaukaskatti heldur en ef þeir væru ekki til staðar.


mbl.is Tröppur við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnslaust svar ráðherrans um stórmál

fjarmalfyrirt.jpgEkki veit ég hvernig ráðherra sem ber það yfirgripsmikla embættisheit efnahags- og viðskiptaráðherra getur fengið að sér að skila af sér svo einfölduðu svari sem um leið segir ekki neitt.

Taflan í svarinu er eiginlega ekki neitt neitt nema hún fylgi ítarlegri greinargerð um ástand mála. Jú, nema ætlunin sé að halda áfram að þegja um það sem gerst hefur undanfarin ár.

Allt upp á borðið, sagði þessi sami ráðherra. En nú er hann á flótta ásamt restinni af ríkisstjórninni sem hefur ekki haft manndóm í sér til neinna raunhæfra aðgerða í efnahags- og atvinnumálum. Í dag heitir það svo að hvðitt sé svart og svart sé hvítt. 


mbl.is Töpuðu 480.882.144.209 krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo ótalmargt vantar í þessa frétt

Ágætt að maðurinn skuli hafa fundist. En hvar fannst hann? Var hann á réttri leið? Hvers vegna var hann kaldur, svangur og hrakinn? Var útbúnaði mannsins áfátt. Hversu lengi hafði verið á göngu? Var hann á skíðum? Af hverju hringdi hann á hjálp? Var hann vanur eða óvanur?

Mér finnst svo ákaflega mörgu ósvarað í þessari frétt og eiginlega ótrúlegt að blaðamaður skuli ekki hafa leitað eftir fyllri upplýsingum. 


mbl.is Þjóðverjinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á baktjaldamakki

Björn  Bjarnason er rökfastur stjórnmálamaður. Hann er heiðarlegur og falslaus. Einna merkilegast fannst mér eftirfarandi sem ég fann á heimasíðu hans í tilefni útgáfu bókarinnar. Hann hafði leitað til útgefanda en verið hafnað:

Þegar handritinu var hafnað í lok ágúst 2010 sagði útgefandinn að hann hefði ekki áhuga af því að þar birtist ekki neitt um Baugsmálið sem gerðist á bakvið tjöldin. Ég hef oft velt þessum orðum fyrir mér, þau drógu athygli mína að því að enn teldu menn að eitthvert leynimakk hefði verið í kringum Baugsmálið af hálfu stjórnvalda. Ég get ekki sagt frá neinu í bók minni sem gerðist á bakvið tjöldin og lýtur að Baugsmálinu, því að mér er ekki kunnugt um neitt slíkt.

Bók mín er reist á opinberum heimildum. Gildi hennar felst í því að þessar heimildir eru dregnar saman á einn stað og þá blasir við mynd af einstæðum stjórnmála-, viðskipta- og fjölmiðlaátökum vegna ákæru gegn ráðandi mönnum í viðskipta- og fjármálalífinu.  Staðreyndum er raðað saman og dregnar ályktanir.   

Það væri nú munur ef aðrir stjórnmálamenn væru jafn hreinskilnir.


mbl.is Bjarni tæki við af Birni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel mælt hjá Andríki

Stundum rekst ég á góðar greinar og jafnvel frábæra hugsun. Alltaf gaman að geta leyft öðrum að njóta þess líka. Á andriki.is stendur eftirfarandi:

Sá sem fær minna en 200.000 krónur í laun, og þarf að framfleyta sér og sínum af því, er ekki ofhaldinn. En fyrirtækin eru það ekki heldur og þar er meðal annars við ríkisstjórnarmeirihlutann að sakast og skattahækkanir hans. Það er mjög æskilegt að kaupmáttur hins almenna manns aukist.

En til þess þarf að auka verðmætasköpun í landinu. Það verður ekki gert með sköttum, höftum, hindrunum, bönnum, málæði eða löngum ræðum um „félagslegt réttlæti“. Og alls ekki gert með því að ráðast að hagkvæmni í undirstöðuatvinnuvegi landsins. Atvinnulífið verður að fá svigrúm til að ná sér á strik. Það þarf að lækka skatta, draga úr opinberri eyðslu en auka frelsi borgaranna á flestum sviðum. Ef menn vilja raunverulega auka verðmæti í þjóðfélaginu þá gera menn þetta.  

Þetta er vel mælt. Verðmætaskiptingin skiptir öllu máli. Við sem styðjum frjálst markaðskerfi höfum þá skoðun að góður almennur kaupmáttur er nauðsynlegur svo það geti þrifist. Þess vegna er það útlilokað sem sagt er af misvitrum mönnum að frjálst markaðskerfi sé stefn gegn almenningi. Verðmætasköpun verður ekki nema sem flestir hafi efnahagslega burði til að kaupa og selja.


Skyldi hafa verið hlegið í París

Gott hjá Steingrími. Hann kynnir hugmyndafræði sína fyrir OECD: Lokað hagkerfi, ofurskatta á almenning, skattlagningu á eldsneyti, tilfærslu fjármuna frá heimilum til banka, uppkaup hins opinbera á fyrirtækjum og sölu á þeim, eftirláta kröfuhöfum bankanna, hætta opinberum framkvæmdum, breyta fiskveiðistjórnarkerfinu með það að markmiði að draga úr afköstum þess hagkvæmni, breyta stjórnarskránni, ganga inn í ESB.

Og hann hlýtur að hafa kynnt niðurstöðuna: Verðmætasköpun minnkar stórlega, hagvöxtur minnkar, fólk getur ekki ferðast, landsbyggðin einangrast, heimilin eiga í erfiðleikum, atvinnuleysi, fólk flyst til útlanda,fyrirtæki þora ekki að fjárfesta, ESB veður um landið á skítugum skónum og líklega verður súludans bannaður með ákvæði í stjórnarskránni.

Skyldi hann hafa þorað að minnsta eitthvað á frjálshyggjuna, að markaðshagkerfið hafi hrunið eða að efnahagskreppan í heiminum hafi aðeins verið á Íslandi?

Skyldi nú ekki hafa verið hlegið dátt í París.

 


mbl.is Gagnrýndi bónusgreiðslur bankamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband