Hin rispaða samviska stjórnarflokkanna

Gaman er að fylgjast með glímu stjórnarflokkanna. Samfylkingin hefur komist upp með að klóra samvisku VG frá því að ríkisstjórnin sótti um aðild að ESB. Þó svo að nú blæði úr klórinu er það einu sinni svo að samviska VG er til sölu. Þeim er nokk sama um ESB á meðan ylurinn frá ráðherrastólunum vermir.

Nú er ætlunin að setja plástur á lekandann og þess vegna er lögð fram þingsályktunartillaga um úrsögn úr Nató. 

Í frétt Moggans segir: „Með tillögunni væru þingmenn VG að biðla til þingheims um nýja hugsun. Það væri þörf fyrir nýja hugsun á alheimsvísu og við ættum að hverfa frá gildum kalda stríðsins.“ 

Skilja lesendur ekki þessa aðferðafræði? Jú, hin „nýja“ hugsun er samkvæmt forskrift VG, annað er einhver kaldastríðshugsun.

Ögmundur Jónasson, alríkismálaráðherra, hótaði því í fyrra að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um veruna í Nató. Af þessu má sjá að VG eru í uppsópi eftir áratuga útlegð úr ríkisstjórnum. Nú á að reyna allt til að breyta því sem þingmenn VG, Alþýðubandalagsins og forvera hans náðu ekki að gera og fengu aldrei stuðning til í almennum kosningum.

Nú er hins vegar komið að krossgötum. Ríkisstjórnarsamstarfið er að liðast í sundur og VG vantar stöðu. Flokkurinn hefur svikið allt sem hann svíkja gat, ekki síst almenning í landinu.

Spriklið í VG og Samfylkingunni er einungis til vitnis um að þessir flokkar óttast stóru þjóðaratkvæðagreiðsluna, kosningar til Alþingis. Samviskan er rispuð.


mbl.is „Átakanlegt yfirklór VG“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hárrétt hjá bloggara! Steingrímur Joð er nú orðinn uppiskroppa með loforð til að svíkja svo nú er gripið í löngu úrelt slagorð sem hvort eð var aldrei nein alvara á bakvið. Kommarnir vildu vera í NATO og hafa herinn sem lengst en hrópuðu slagorðin í trausti þess að þeir kæmu þeim aldrei í gegn. Og það verður þeim nú sem áður huggun harmi gegn ef þeir komast ekki upp með bullið nú frekar en fyrr. En Steingrímur Joð sem blaðraði um skjaldborg heimilanna ásamt kerlingarfábjánanum í samfylkingunni fyrir kosningar er og verður alltaf sá Kvislingur sem gaf svo bönkunum "frit lejde" til að jafna við jörðu efnahag íslenskra heimila. Megi hann hundur heita og aldrei þrífast Kvislingurinn sá.

corvus corax, 31.5.2011 kl. 11:40

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Seingrímur Fótafúni getur ekki kennt Davíð um það þegar að Jóhanna skilur rítinginn eftir í bakinu á honum.... og blóð Líbýu á stólnum hanns.

Það er síðan alveg óskaplega erfitt að viðurkenna að þú þarft ekki að eiga Davíð að vin....ef þú átt Jóhönnu, sérstaklega þar sem að ekki væri Seingrímur líklegur til að fara að vinna með höndunum þegar næsta stjórn verður búin að fleygja honum út.... þ.e.a.s. ef hann verður ekki sendur beint á Hraunið.

Óskar Guðmundsson, 31.5.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband