Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Frábærar myndir
25.5.2011 | 13:55
Þetta eru frábærar myndir frá honum Kristjáni G. Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Mountain Taxi. Loksins koma almennilegar myndir í fjölmiðlum af gosinu.
Af þeim má ráða að náttúruöflin hafa því sem næst malbikað Vatnajökul. Á einum stað virðist gjóskulagið vera upp undir hálfur metri á þykkt. Jepparnir hafa varla markað slóð í gjóskuna. Þetta er allt annað landslag en ég þekki. Þarna er allt með hreinum ólíkindum. Hvít og ósnortin víðáttan er orðin að dökkri eyðimörk, rétt eins og sandarnir sunnanlands. Munurinn er bara sá að ár og læki vantar.
Þannig var nú Eyjafjallajökull í fyrra, svartur og ljótur en í vetur hefur snjóað og hann er hvítur á ný þó ræfilslegur sé að norðanverðu. Varla er að búast við því að Vatnajökull ryðji af sér vikurbreiðunum, til þess er hann of sléttur. Þá má búast við því að í sumar verði hann ófær vegna drullupytta sem myndast áreiðanlega út um allar trissur.
Gosið er búið, sem betur fer. Hvernig hefði þjóðin höndlað sjö mánaða kraftmikið gos í Grímsvötnum? Býð ekki í það.
Keyrðum á kolsvörtum jökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er hlaupið komið hálfa leið undir jökli?
25.5.2011 | 08:56
Athygli leikmanns vaknar er hann sér merkingar um veika jarðskjálfta sunnan við Grímsfjall, ofan Skeiðarárjökuls.
Geta jarðskjálftamælar numið brotahreyfingu í jöklinum þar sem bræðsluvatn úr Grímsvötnum er að brjóta sér leið niður á láglendi?
Myndin til vinstri er af korti Veðurstofu Íslands um jarðskjálfta í og við Vatnajökul. Hin myndin er frá því í gær og er fengið skjálftavefsjá Veðurstofunnar.
Á báðum myndum koma fram ummerki sem gætu verið af bræðsluvatni á leiðinni suður á bóginn. Samkvæmt því er hlaupið komið tæpa hálfa leið niður undir jöklinum en ugglaust eru fyrirstöður margar. Svo er það bara spurningin, er um nokkuð bærðsluvatn að ræða. Var ekki gosið svo öflugt að vatnið gufaði upp?
Flugu yfir gosið í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ætlunin að hræða ferðamenn frá Íslandi?
24.5.2011 | 08:31
Besti og virkasti blaðafulltrúi Íslands hefur þegar hafist handa við að kynna landið í kjölfar eldgossins. Um þetta verkefni forseta Íslands er ekki getið í stjórnarskrá eða lögum. Þar er getið um aðra aðila innan stjórnsýslunnar sem enn sitja auðum höndum.
Ástæaða er til að gagnrýna hvernig tekið er á eldgosinu og fjallað um þá á kynningarvefum hér á landi. Ritstjórn þeirra er verulega áfátt. Þar er alið á hættunni og enginn veit hvernig á að standa að kynningarmálum. Á iceland.is byrjaði tilkynningin í gær undir fyrirsögninni:
The Official Gateway to Iceland:
Volcano Report
Volcanic activity in Grímsvötn has been steady today. The ash plume now reaches 5-7 km in the air.
og í fyrradag:
The eruption in Grímsvötn continues. The intensity of the eruption is less than when it reached its peak yesterday, but remains steady. The plume reached as high as 20 kilometers yesterday, but is now consistent around 10 km. Considerable ash has fallen in southern parts of Iceland, but ash has been detected in all parts of the country, outside of the North-Western part of Iceland.
Svo er reynt að segja eitthvað um það sem nefnt er Save travell in Iceland:
The volcanic eruption in Grimsvötn Vatnajökull glacier is localized to a small part of the country. By and large, it is safe to travel in Iceland, and daily life continues unaffected. Roads have been closed in the vicinity of the active volcano area, including parts of Route 1 South, between the East coast and the West coast of Iceland. Ash is falling in an area south of the eruption, and people located there are advised to stay inside. There is no immediate threat to the general population.
Þarna er beinlínis alið á hræðslunni og lesi einhver þetta sem ekki er þegar kominn til landsins mun hann óðar afpanta ferð sína.
Hverig fylgja kort. Útlendur lesari gæti því sem best haldið að allt landið væri undirlagt. Það er ótrúlegt að stjórnvöld og þeir sem um ferðaþjónustuna véla skuli ekki hafa lágmarksþekkingu í kynnngarmálum.
Mestu skiptir auðvitað að sýna á korti hvar eldgosið er og greina vel frá fjarlægðum frá þeim landshlutum sem ekki eiga í nokkrum vanda vegna þess. Einnig á aldrei að byrja fréttir af eldgosinu á þann hátt sem gert er.
Gríðarlega miklu máli skiptir hvernig lesandinn er leiddur inn í fréttina. Engin tilraun er gerð til að segja frá stöðu mála í upphafi heldur er öskufréttu þeytt í andlit lesandans.
Og hvað er það sem skiptir mestu máli. Jú, á Íslandi getur allt eins og það á að gera. Að vísu gýs í Grímsvötnum en það hefur engin áhrf á líf og starf fólks í öðrum landshlutum.
Ef menn ætla ekki að tapa mörkuðum í ferðaþjónustu verður að vinna skipulega að frásögnum af lífinu á landinu, eldgosið er aðeins partur af tilverunni, ekki öll. Nóg er að útlendir fjölmiðlar geri vont að miklu verra ástandi. Í gær birti ég forsíður nokkurra evrópskra dagblaða og þar eru sláandi myndir af ástandinu á Íslandi. En hér er ekkert ástand í líkingu við það sem einblínt er á í erlendum fjölmiðlum.
Ég sá fréttir á Sky fréttamiðlinum í gær og þar mátti á öllu skilja að landið væri undirlagt ösku. Að vísu komu af og til fréttaskýringar sem tóku af vafann en varla er við því að búast að allir þeir sem stilla inn á sjónvarpsútsendingar Sky hitti á slíkt eða átti sig fyllilega á stöðunni.
Allt þetta vekur hjá mér miklar áhyggjur og líkindi eru til þess að elgosið hafi veruleg áhrif á ferðaþjónustuna.
Ekki sömu áhrif á flugumferð og í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Átaksverkefnið gekk ill vegna skipulagsleysis
23.5.2011 | 21:03
Átaksverkefnið vegna Eyjafjallagossins tókst illa. Fáir voru ráðnir og eftirspurn var lítil. Þetta er staðreynd sem stjórnvöld hafa ekki enn viðurkennt, líklega af því að þau vilja vel, þau vilja sýnast og vera sennileg.
Ekki er nóg að vilja vel. Slakur árangur átaksverkefnisins í fyrra má fyrst og fremst kenna skipulagsleysi. Það gengur auðvitað ekki að senda einhverja reynslulausa borgarbúa inn í sveitir og ætlast til að þeir gangi í störf þar án verkstjórnar. Heimilisfólk hefur áreiðanlega nóg annað að gera en að taka fólk í læri.
Meiri ástæða er að skipuleggja átaksteymi. Safna saman flokkum fólks sem hafa fasta aðstöðu og taki að sér ákveðni verkefni og klári þau í krafti þekkingar og fjölda. Hæglega getur verið um að ræða verkefni sem varða bráðaviðhald á húsnæði, girðingavinnu, þrif osfrv. Umfram allt er það verkstjórnin sem skiptir mestu um árangur.
Mestu skiptir fyrir búskapinn að þau verkefni sem ráðist er í veri kláruð hratt og vel þannig að störfin geti fljótlega fallið í sama farveg og þau hafa gert. Síðan eiga þessir flokkar fólks að hverfa á braut.
Verst af öllu er eitthvert gauf. Margir vilja vel en hafa ekki nóga þekkingu eða kunnáttu til að standa sig og þá skiptir verkstjórn og skipulagnin miklu máli.
Átaksverkefni á öskuslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldgosið á forsíðum erlendra dagblaða
23.5.2011 | 15:52
Dagblöðin í Evrópu birta mörg hver forsíðufréttir af eldgosinu í Grímsvötnum.
Ástæða er til að hræðast þessar fréttir. Til skamms tíma hafa þær slæm áhrif á ferðaþjónustuna í landinu.
Ferðamönnum mun óhjákvæmilega fækka dragist gosið á langinn. Ástæðan er sú að fólk hræðist almennt náttúruhamfarir.
Ég tók mig til og leitaði eftir fjölmiðlaumfjöllun um Grímsvatnagosið og hérna er árangurinn, níu forsíður.
Efst til vinstri er finnskt blað, Iltalehti. Næst eru það þýsk blöð.
Allt er þetta á einn eða annan hátt auglýsing fyrir Ísland, vekur athygli á okkur. Það er á vissan hátt ómetanlegt. Hitt er í augnablikinu verra að það skuli vera nokkuð neikvæð auglýsing.
Varla er við því að búast að fólk sé svo ævintýragjarnt að það vilji koma hingað þar sem eldfjall gýs og allt er við það að kaffærast í ösku.
Staðreyndin er einfaldlega sú að fólk áttar sig ekki alltaf á því sem er að gerast.
Í hugum margra þýðir eldgos einfaldlega stóra hættu.
Öll él styttir upp um síðir og vonandi hættir Grímsvatnagosið fyrr en síðar. Það sem eftir situr er að nafnið Ísland er kunnuglegt í hugum þeirra sem það hafa heyrt og ekki er víst að allir tengi það við ógn eða vá.
Auglýsingar og kynningar á landinu kunna að geta komið því til skila að landið er fagurt og frítt og gaman sé að heimsækja það í öllum veðrum.
Náði myndum af upphafi gossins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetinn er besti blaðafulltrúinn
23.5.2011 | 11:57
Embætti forseta Íslands er í viðbragðsteymi stjórnvalda vegna eldgossins í Grímsvötnum. Það er vel. Líkast til hefur ríkisstjórnin séð að besti blaðafulltrúi þjóðarinnar hefur reynst vera sjálfur forsetinn. Frú Jóhanna og jarðfræðingurinn Steingrímur hafa ekki reynst vera hálfdrættingar á við Ólaf Ragnar.
Gott að ráðherra ferðamála átti sig á þessu.
Ræða viðbrögð við gosinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mila bregst
23.5.2011 | 11:53
Maður batt miklar vonir við Mílu en fyrirtækið hefur alls ekki staðið undir þeim. Á vefnum kemur fram að þeir séu með beinar útsendingar héðan og þaðan en fæstar þeirra virka.
Það er ekki gott PR segjast bjóða upp á þjónustu sem síðan reynist ekki fyrir hendi. Fyrirtækið þarf greinilega að vinna dálítið í innri málum sínum til að geta náð árangri út á við.
Beinar útsendingar eru engar nema frá Jökulsárlóni. Nú eru ekki lengur gefnar vonir um að hægt sé að sjá beinar útsendingar frá Hvannadalshnúk eða á tveimur stöðum af Grímsvatnagosinu. Að minnsta kosti var boðið upp á það í gær en ekkert streymi.
Meira að segja útsending frá Austurvelli liggur niðri. Míla á ekki að hafa þetta á vefsíðu sinni nema fyrirtækið geti staðið undir loforðunum. Nú bregst Míla sem stóð sig svo vel í gosinu á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi.
Útsending frá gosinu brást | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loftmynd af Grímsvatnalægðinni
23.5.2011 | 11:32
Því miður hefur ekki viðrað þannig að til gosstöðvanna sjáist. Enn er því ekki vitað nákvæmlega hvar þær eru. Jarðfræðingar hafa þó sagt að mestar líkur séu á því að þær séu á sama stað og gosið hefur áður, þ.e. í suðvestur hluta Grímsvatnalægðarinnar..
Meðfylgjandi mynd tók ég af vef Nasa, því miður ófrjálsri hendi. Hún er nokkurra ára gömul. Sá hluti hennar sem ég hef hér klippt út sýnir Grímsvötn nokkuð nákvæmlega. Norður er að sjálfsögðu upp.
Á myndinni eru tveir hringir. Sá stærri sýni staðinn þar sem líklegast er að nú gjósi. Svarti hlutinn eru skuggarnir af Grímsfjalli. Sólin er í suðri og varpar skugga. Þarna er víðast þverhnípt ofan í vötnin en þó hægt að komast niður ... tja, eiginlega þar sem núna gýs.
Minni hringurinn er þar sem skálar Jöklarannsóknarfélagsins standa. Ég er ansi hræddur um að þeir séu farnir á kaf í öskuna og það er eflaust hið besta mál, minni líkur á að það kvikni í þeim ... eða hvað?
Á myndinni sést Grímsvatnalægðin mjög vel. Norðvestan við stóra hringinn, þar sem skýjaflókinn er gaus og staðurinn var nefndur Gjálp. Austan við minni hringinn er útfallið úr vötnunum. Þaðan koma hlaupin sem fara undir Skeiðarárjökul sem er beint undan Grímsfjalli.
Kolniðamyrkur á miðjum sumardegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég líka - kaupi krónur og greiði með krónum
23.5.2011 | 09:25
Seðlabanki Íslands hefur óskað eftir tilboðum í íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í íslenskum krónum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.
Aldeilis var þetta nú gefandi frétt í Mogganum mínum. Gaf mér hugmynd.
Ég ætla að fara að dæmi Seðlabankans og óska hér með eftir íslenskum krónum til kaups. Greiði fyrir þær í íslenskum krónum að frádregnu 10% umþóttunargjaldi. Afhending vöru verður að fara fram áður en greitt er fyrir hana. Lysthafendur hafi frekar samband við mig en ekki Má, seðlabankastjóra.
Nú kunna ýmsir að spyrja hvers vegna þeir ættu að skipta við mig í stað Seðlabankans. Jú, ég kaupi allar krónur, ekki bara stóru slummurnar, heldur hverja einustu krónu. Lágmarki er þó 10 krónur svo ég þurfi ekki að greiða til baka í aurum. Þeir eru torfengnir. Kaupi líka krónubréf ríkissjóðs. Kjörin eru flóknari en þessi hérna að ofan.
Seðlabanki kaupir krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Askan á vefmyndavélunum.
23.5.2011 | 08:30
Ein besta leiðin til að fylgjast með öskufallinu er að skoða vefmyndavélar. Um leið fæst sláandi sýn á hræðilegar náttúruhamfarir. Þetta er þó ekkert annað en þjóðin hefur þurft að þola frá upphafi og oft við verri skilyrði en hún hefur búið sér í dag.
Á vefmyndavélunum sést að austast er mikið öskufall, sérstaklega við Lómagnúp og í Eldhrauni, aðeins vestar. Norðan við Reynisfjall, í brekkunni á þjóðveginum upp úr Mýrdal og allt vestur að Markarfljóti er greinilegt öskufall. Enn vestar er mistur.
Mistur er við Kvísker en miklu minna þar fyrir austan. Frétti af því að á Höfn er öskulaust en Hornfirðingar horfa á öskuvegginn við Öræfajökul í austri.
Við Jökulsárlón er sama sagan og fyrr. Ísjakarnir lóna svartir fyrir landi og bíða þess að skolast undir brúnna og út í sjó.
Kenningin um gosið er þessi í sinni einföldustu leikmannsmynd. Fargið á jöklinum veldur þrýstingi á kvikuhólfið og því gýs. Eftir því sem ísinn bráðnar og vatnið flyst í burtu léttir á þrýstingnum og gosið minnkar. Þetta er ástæðan fyrir því að gosin í Grímsvötnum eru yfirleitt stutt. Hins vegar hefur gosið í þarna í allt að sjö mánuði. Það er langur tími fyrir menn en líklega afar stuttur í jarðfræðilegu tilliti.
Svo skal þess getið að ofangreind skýring er ekki einhlýtt. Ótalmargt annað kemur þarna við sögu og breyturnar fjölmargar.
Krafturinn minni en í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |