Vel mælt hjá Andríki

Stundum rekst ég á góðar greinar og jafnvel frábæra hugsun. Alltaf gaman að geta leyft öðrum að njóta þess líka. Á andriki.is stendur eftirfarandi:

Sá sem fær minna en 200.000 krónur í laun, og þarf að framfleyta sér og sínum af því, er ekki ofhaldinn. En fyrirtækin eru það ekki heldur og þar er meðal annars við ríkisstjórnarmeirihlutann að sakast og skattahækkanir hans. Það er mjög æskilegt að kaupmáttur hins almenna manns aukist.

En til þess þarf að auka verðmætasköpun í landinu. Það verður ekki gert með sköttum, höftum, hindrunum, bönnum, málæði eða löngum ræðum um „félagslegt réttlæti“. Og alls ekki gert með því að ráðast að hagkvæmni í undirstöðuatvinnuvegi landsins. Atvinnulífið verður að fá svigrúm til að ná sér á strik. Það þarf að lækka skatta, draga úr opinberri eyðslu en auka frelsi borgaranna á flestum sviðum. Ef menn vilja raunverulega auka verðmæti í þjóðfélaginu þá gera menn þetta.  

Þetta er vel mælt. Verðmætaskiptingin skiptir öllu máli. Við sem styðjum frjálst markaðskerfi höfum þá skoðun að góður almennur kaupmáttur er nauðsynlegur svo það geti þrifist. Þess vegna er það útlilokað sem sagt er af misvitrum mönnum að frjálst markaðskerfi sé stefn gegn almenningi. Verðmætasköpun verður ekki nema sem flestir hafi efnahagslega burði til að kaupa og selja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband