Vandamálið er Samfylkingin en ekki kvótinn

Sjá ekki allir hvert Samfylkingin er að fara? Hún stundar ekki stjórnmál heldur sjónhverfingar. Nú á að dreifa athygli landsmanna frá hinni hrikalegu stöðu efnahagsmála eftir tveggja ára óstjórnartíma vinstri flokkanna. 

Samfylkingin fór af stað í ríkisstjórn með VG með hástemmdum yfirlýsingum en efndirnar eru engar, hngað til hefur ekki staðið steinn yfir steini. Almenningur í landinu þjáist.

Enn einu sinni fer Samfylkingin af stað með hástemmdum yfirlýsingum. Dettur einhverjum í hug að hún geti sameinað þjóðina um einhvern grunn í kvótamálum? Þingflokkur Samfylkingarinnar er ekki einu sinni á einu máli um kvótafrumvarpið sem ríkisstjórnin hefur lagt fram.

Nei. Nú eigum við að líta framhjá rústum skjaldborgarinnar, atvinnuleysinu, landflóttanum, verðbólgunni, íbúðalánamálum, skattahækkunum, samdrættinum, ESB inngöngunni og öðrum áföllum sem Samfylkingin hefur hleypt yfir þjóðina. Og við eigum þess í stað að fara að deila um kvótakerfið.

Að mati Samfylkingarinnar eigum við að álíta þá sem eiga fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu, trillusjómenn sem eiga kvóta, fólk sem á hlutabréf í útgerðarfyrirtækjum ... sem vondaliðið.

Sjá ekki allir hvert Samfylkingin er að fara? Hún er að velja sér grundvöll til að heyja kosningabaráttu því ríkisstjórnin er að falli komin. Hún er eins og Grímsvötn, þeysir upp úr sér ösku, öllum til óþurftar. Hún er að reyna að snúa umræðunni frá lífskjörum, lánamálum og atvinnu í einhvert röfl um kvótakerfi.

KVÓTAKERFIÐ ER EKKI VANDAMÁL ALMENNINGS Á ÍSLANDI og Samfylkingin má ekki komast upp með svona kjaftæði. Skynsamt fólk verður að standa upp og taka beina umræðunni frá aukaatriðum og í aðalatriðinu sem eru hin hraklegu lífskjör fólks eftir norræna velferðarstjórn ...


mbl.is Kvótamálin í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband