Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Hefur einhver misfarið með almannafé?
8.9.2010 | 09:14
Jafnaðarmenn í Svíþjóð eru í miklum pólitískum vandræðum. Áður stjórnuðu þeir því landi kjörtímabilum saman, annaðhvort fyrir eigin afli eða vegna hlutleysis lítils flokks vinstra megin við þá. Nú mælist fylgi þeirra aðeins tæplega 28 prósent.Núverandi formaður Jafnaðarmanna, Mona Sahlin er með nokkuð skrautlegan feril og varð í tvígang að gera hlé á setu í forystusveit krata vegna vandræðamála sem hún flækti sér í.Annað málið, sem þótti mjög alvarlegt þar í landi, snerist um misnotkun hennar í persónulega þágu á greiðslukorti sem hún hafði til afnota sem ráðherra.Ýmsir fréttaskýrendur halda því reyndar fram að það erfiða mál sé enn að þvælast fyrir flokksformanninum og sé helsta ástæða þess að hana skorti trúverðugleika.Fjárhæðirnar sem málið snerist um voru ekki háar, nokkrir tugir eða hundruð þúsunda. En talið var að þar sem ráðherrann var ekki trúr í smáu væri hæpið að treysta honum fyrir þjóðarhagsmunum.Fróðlegt væri að vita hvort slík mál hefðu komið upp hér á landi og jafnvel í mun stærri stíl en hjá sænska kratanum. Og hvort slíkur aðili yrði talinn geta farið með ráðherradóm.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stefna vanrækslunnar ...
8.9.2010 | 08:59
Borgaraleg skylda felur það í sér að viðkomandi aðhefst það sem aðrir hafa vanrækt. Hún felst ekki í vanrækslunni. Stjórnmálaflokkur setur fram stefnu og framfylgir henni. Væntanlega er borgarstjórinn fremstur meðal jafningja í flokki sínum en sá er stefnunlaus, ekkert gerist nema að undarlegt fólk stígur fram í skjóli Besta flokksins með furðulegar útópíur. Stefnumótunin er unnin af stjórnsýslu borgarinnar sem fær nokkurn vegin frjálsar hendur.
Á meðan er borgarstjórinn í tylliverkefnum alla daga, tjáir sig ekki um stefnu sína, fjármál borgarinnar né annað. Og Samfylkingin situr til hlés og hlær við sínum hjartans vini, honum Jóni borgarstjóra ...
Ljóst er að hvorki Besti flokkurinn né Samfylkingin hafa getu til að stjórna borginni. Aðlögunartími Jóns borgarstjóra og Dags næstbesta er liðinn. Nú má gera kröfur til þessara manna að þeir sýni og sanni að þeir geti stýrt Reykjavík.
Gegnsæ spilling" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jón Olsen Olsen Bjarnason
8.9.2010 | 08:27
Þeir læra fljótt þessir ráðherrar VG. Áður kvartaði þetta lið yfir því að fá engar upplýsingar en nú hefur það lært að halda upplýsingunum fyrir sig og sína rétt eins og þir séu að spila Olsen Olsen. Fyrir alla muni, skildu það Jón Bjarnason að þú ert yfirmaður í stjórnsýslunni og pólitíkus til viðbótar. Ef þú hefur ekki skoðun á hlutunum og stefnir að ákveðnu marki þá áttu að hætta sem pólitíkus og athuga hvort einhver vilji ekki ráða þig í stjórnsýslunni.
Það gengur alls ekki að stjórnmálamaður svari á sama hátt og foreldri rellnu barni sínu: Við skuldum sjá til ...
Það skyldi þó ekki vera að hann Jón sé Olsen Olsen sjálfur.
Skoðar alla kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gúrkan vekur athygli á Herjólfi
8.9.2010 | 08:19
Ferjuskipið Herjólfur er farin að verða fyrsta frétt í sjónvarpi og hljóðvarpi. Vegurinn til Eyja er greinilega ekki góður þessa dagana.
Eitthvað myndu Siglfirðingar segja ef vegurinn myndi lokast langtímum saman. Enda er verið að koma bænum í vegasamband til suðurs. Þegar Oddskarð lokast er fátt um fína drætti fyrir þá á Neskaupstað.
Aldrei lokast höfuðborgarsvæðið enda búa þar margir af þeim sem finnst fátt um samgöngumál á landsbyggðinni og vilja mæla fjárframlög í samgöngumálum hins opinbera pr haus og miða við næsta þéttbýli.
Eyjamenn hafa án efa hluttekningu allflestra landsmanna enda vitað mál að grundvöllur framþróunar eru góðar samgöngur. Ástæðan fyrir því að ferjuskipið Herjólfur fær svo mikla athygli í fjölmiðlum er einfaldlega sú hrikalega gúrkutíð sem nú hrjáir fjölmiðla.
Herjólfur til Þorlákshafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svifrykaður blaðamanninum á mörkunum
7.9.2010 | 20:56
Það er gamla sagan með þennan frasa fyrir norðan.Í höfði blaðamanna þýðir hann Akureyri jafnvel þó öllum öðrum sé kunnugt um að Norðurland er miklu víðfeðmara sem sem nemur þessu bæ fyrir botni Eyjafjarðar. Sá er ekki einu sinni höfuðstaður Norðurlands þó einhverjum kunni að hafa dottið það í hug og aðrir éta það athugasemdalaust upp.
Fyrir þá sem ekki vita hefur verið heiðskírt í allan dag á Norðurlandi vestra. Hitinn á Blönduósi og Skagaströnd var um 20 gráður og svipað á Sauðárkróki. Ekki vottaði fyrir mistri fyrr en líða tók á kvöldið.
Ástæða er til að krefjast þess að blaðamenn Morgunblaðsins temji sér meiri nákvæmni í fréttaflutningi sínum.
Svifryk yfir mörkum fyrir norðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Belgingur og hófsemd
7.9.2010 | 16:50
Í sjálfu sér veldur öll nafnfrægð röskun á eðlilegu jafnvægi manns. Við eðlilegar aðstæður er nafn manns ekkert annað né meira en einkennisborðinn er vindlinum, kennimark, fánýtt yfirborðsatriði, sem á lítið skylt við raungildið, manninn sjálfan. En hljóti maður frægð hleypur ofvöxtur í nafn hans. Það losnar úr tengslum við mann, verður afl út af fyrir sig, sjálfgildur hlutur, verslunarvara, höfuðstóll sem hefur hina sterkustu gagnverkan á sálarlíf mannsins og tekur að drottna yfir honum og móta hann. Ánægðum og sérgóðum mönnum hættir þá ósjálfrátt við að leggja sjálfa sig að jöfnu við árangurinn, sem þeir hafa náð. Vegtylla, staða, heiðursmerki eða jafnvel nafnfrægð ein getur stigið þeim svo til höfuðs, að þeir freistist til að halda að sér beri sérstakur heiðursess í félagsskap manna, ríki eða samtíð. Þeir belja sig ósjálfrátt upp til að ná persónulegri fyrirferð, er samvari því sem þeir hafa afrekað. En hverjum þeim, sem hefur að upplagi takmarkað sjálfstraust finnst hvers konar vegsauka fylgja sú kvöð að gangast sem minnst upp við hann.
Úr bókinni Veröld sem var eftir Stefan Zweig, í þýðingu Halldórs J. Jónssonar og Ingólfs Pálmasonar, Forlagið, 2010.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmaður í röngum flokki
7.9.2010 | 13:34
Fjöldi dæma er um að stjórnsýslan undir vinstra fargi hafi ekki náð að starfa eðlilega. Mál hafa tafist og ágreiningur milli ráðherra hefur orsakað mikinn vanda og því er ekki furða þótt erlendir fjárfestar hafi ekki áhuga á að lenda í dægurþrasi íslenskra ráðherra.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynst vera skynsamur maður og tekið undir málflutning stjórnarandstöðunnar oft á tíðum. Því vaknar sú spurning hvort ekki geti verið að hann sé hreinlega í röngum stjórnmálaflokki og ætti heima í Sjálfstæðisflokknum. Hann virðist gera sér grein fyrir því að byggja þurfi upp öflugt atvinnulíf til að vinna bug á efnahagsvandanum.
Fyrirtæki hætta við verkefni í Verne Holding | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vandinn er að komast aftur til baka
7.9.2010 | 08:36
Rauða línan kemur frá ríkisstjórn norrænnar velferðar. Utan hennar er ójafnvægi hrunsins, innan er fyrirheit um betri tíð, lausn á Icesave, hærri laun, meiri samneyslu, ekkert atvinnuleysi og allt annað sem fyrirfinnst í orðabók þeirra sem kenna sig við alþýðuna ...
Meira að segja gæsirnar þora ekki yfir rauðu línuna. Alþýðan er þar fyrir innan og veit nú að fyrirheitin hafa ekki staðist.
Hvernig í ósköpunum er hægt að komast út úr rauða hringnum?
Gæsirnar þora ekki yfir rauðu línuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gerðar verða enn frekari kröfur til Landspítalans
6.9.2010 | 22:55
Í engu mun Landspítalinn fá að njóta þess að geta sparað. Stjórnvöld munu fullyrða að fyrst hægt hafi verið að reka hann réttu megin við núllið sé hægt að gera betur, jafnvel miklu betur.
Þetta er viðhorf ríkisstjórnarinnar og því má bæta við að þegar ekkert verður hægt að spara lengur svo umtalsvert sé, þá verða kröfurnar um sparnað svo ákafar að næst verði sparað í mannahaldi, fólki verði sagt upp störfum.
Er þetta það sem þjóðin vill? Væri ekki nær að ríkissjóður myndi geta notið þess að fleiri og fleiri geti greitt skatta, að skattstofninn allur muni stækka? Til að svo geti orðið þarf að auka verðamætasköpunina í landinu í stað þess að draga úr henni. Sá hluti almennings sem hefur vinnu verður að sjá að framtíðahorfur séu góðar og treysti hann því mun hann ráðstafa fé sínu í margvíslegar framkvæmdir sem verða atvinnuskapandi og þau fyrirtækis sem til eru munu styrkjast og önnur verða stofnuð. Sama mun gerast ef vinnumarkaður treystir ríkisstjórninni til góðra verka, þá eykst landsframleiðsla og ríkissjóður styrkist hraðar en hann gerir með óhóflegum skattahækkunum.
Vandamálið er hins vera þessi ríkisstjórn sem kennir sig við velferð en hefur einu sinni ekki getu til að sinna þeim málaflokki.
Lækka launakostnað um 973 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geymdi Rooney að fara út með ruslið?
5.9.2010 | 13:02
Hvað skyldi nú blessaður maðurinn hafa gert af sér? Ekkert kemur fram um það í fréttinni. Lamdi hann konuna sína, var hann fullur fram á nótt, vaskar hann ekki upp, gleymdi hann afmælisdegi konunnar, var hann ókurteis við tengdamömmu, sló hann ekki garðinn ...?
Afskaplega er maður nú hugsi yfir fréttamennsku Moggans þó ekki vegna þess að mér sé eitthvað umhugað að vita hvað kappinn Rooney hefur gert af sér. Það breytir ekki málinu að Englendingar eru ekki og hafa ekki verið meðal bestu landsliða svo lengi sem elstu menn muna og hvort Rooney hafi gleymt að fara út með ruslið eða ekki hefur engin áhrif á frammistöðuna.
Óvissa með Rooney vegna blaðaskrifa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |