Geymdi Rooney að fara út með ruslið?

Hvað skyldi nú blessaður maðurinn hafa gert af sér? Ekkert kemur fram um það í fréttinni. Lamdi hann konuna sína, var hann fullur fram á nótt, vaskar hann ekki upp, gleymdi hann afmælisdegi konunnar, var hann ókurteis við tengdamömmu, sló hann ekki garðinn ...?

Afskaplega er maður nú hugsi yfir fréttamennsku Moggans þó ekki vegna þess að mér sé eitthvað umhugað að vita hvað kappinn Rooney hefur gert af sér. Það breytir ekki málinu að Englendingar eru ekki og hafa ekki verið meðal bestu landsliða svo lengi sem elstu menn muna og hvort Rooney hafi gleymt að fara út með ruslið eða ekki hefur engin áhrif á frammistöðuna.


mbl.is Óvissa með Rooney vegna blaðaskrifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fréttin er tilvísun í ensk blöð. Hann ku hafa framið hjúskaparbrot blessaður drengurinn.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.9.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Framhjáhald frá óléttri eiginkonu með þúsund punda hóru. Það hefði ekki fyllt dálkinn þeirra að hafa það með.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband