Stefna vanrækslunnar ...

Borgaraleg skylda felur það í sér að viðkomandi aðhefst það sem aðrir hafa vanrækt. Hún felst ekki í vanrækslunni. Stjórnmálaflokkur setur fram stefnu og framfylgir henni. Væntanlega er borgarstjórinn fremstur meðal jafningja í flokki sínum en sá er stefnunlaus, ekkert gerist nema að undarlegt fólk stígur fram í skjóli Besta flokksins með furðulegar útópíur. Stefnumótunin er unnin af stjórnsýslu borgarinnar sem fær nokkurn vegin frjálsar hendur.

Á meðan er borgarstjórinn í tylliverkefnum alla daga, tjáir sig ekki um stefnu sína, fjármál borgarinnar né annað. Og Samfylkingin situr til hlés og hlær við sínum hjartans vini, honum Jóni borgarstjóra ... 

Ljóst er að hvorki Besti flokkurinn né Samfylkingin hafa getu til að stjórna borginni. Aðlögunartími Jóns borgarstjóra og Dags næstbesta er liðinn. Nú má gera kröfur til þessara manna að þeir sýni og sanni að þeir geti stýrt Reykjavík.


mbl.is „Gegnsæ spilling"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2010 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband