Ferðamálastefna er gagnslítið plagg

Fólk ætti ekki að halda niðri í sér andanum og búast við að eitthvað stórkostlegt komi út úr endurskoðun á ferðamálastefnu.

Hvalaskoðun kom til dæmis ekki til vegna ferðamálastefnu, ekki heldur jeppaferðir, trússferðir, jöklaferðir, selaskoðun, fuglaskoðun, kajakferðir, lengri eða skemmri bakpokaferðir, skíðaferðir á jökla, gönguferðir á Hvannadalshnúk eða Esjuna, flúðasiglingar o.s.frv. o.sfrv. Ekki heldur gistiþjónusta, veitingastaði og ferðaskipuleggjendur.

Allt þetta varð til vegna hugarflugs og dugnaðar einstakling allt í kringum landið. Fæstir af þeim sem þar áttu hlut að máli fengu neinn stuðning fyrr en eftirá. Atvinnurekstur verður sjaldan til vegna einhvers skipulags ofanfrá.

Ferðamálastefna er svo sem ósköp sætt og áferðafallegt plagg. Það hefur hins vegar ekki haft í för með sér neinar sérstakar breytingar í ferðamálum hér á landi.

Iðnaðarráðherra vinnur að þessu af pólitískum forsendum og sækir til sín silkihúfur sem finna mikið til sín og skemmta sér á kostnað ríkissjóðs við þarflítinn starfa. Svo er haldin ráðstefna og niðurstöðurnar kynntar, skálað er í hvítvíni og svo fara allir heim og bíða þess að næsti ferðamálaráðherra finni hjá sér hvöt til að endurskoða stefnu þess fyrri. En að það verði titringur í þjóðfélaginu og fólk hlaupi upp til handa og fóta vegna ferðamála- „stefnu“. Nei fjarri því.


mbl.is Hvert skal stefnt í ferðamálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband