Öskubylur og mynd af skrýtnum flekk

dsc_0104_995824.jpgÞegar hreyfir vind verður ástandið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru við Skóga á laugardaginn.

Það var þó smáræði miðað við það aðeins austar eða við Pétursey. Þar var svo þétt kóf, svo mikið að ökumenn máttu hafa sig alla við að halda sig réttu megin á veginum. Samt var ekkert tiltakanlega hvasst, rétt svona þéttur kaldi.

Askan var ákaflega fín. Það sem vakti undrun mína var að rignt hafði ofan í öskuna í síðustu viku. Þá myndaðist skel ofan á henni, svipað eins og þegar frystir ofan í blautan snjó. Þá verður til skari efst en oft er blautur snjór neðar.

dsc_0108.jpg

Þegar maður gengur í svona ösku virðist hún brotna, en þó án mikilla átaka.

Við lónstæðið við Gígjökul fann ég megna brennisteinslykt eftir að rignt hafði ofan í öskuna. Auk þess varð hún undarlega flekkótt. Svona grænleitir og hvítleitir flekkir mynduðst víða. 

Síðasta myndin er af svona flekk. Og einmitt þegar ég er að slá þessar línur inn á blaðið rennur upp fyrir mér sú staðreynd að þeir eru allir eða að minnsta kosti margir hringlaga. Hvers vegna hef ég ekki hugmynd um.

dsc_0008.jpg

Grænu flekkirnir eru hins vegar miklu stærri og geta verið fleiri tugir fermetra að stærð, jafnleg meira. 


mbl.is Mistur vegna öskufoks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband