Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Skýringarmynd og kort af Eyjafjallajökli

100414_kor_m_skyringum_980994.jpg
Nýjustu fréttir benda til ţess ađ gosiđ sé í ađalgíg Eyjafjallajökuls. Ég hef lagađ til skýringarkortiđ og birti ţađ á á ný međ ţessari fćrslu.
 
Á kortinu má sjá hina vinsćlu gönguleiđ yfir Eyjafjallajökul sem nefnd er Skerjaleiđin vegna ţess ađ hún liggur međfram Skerjum. Ţau eru leyfa af gossprungu sem einhvern tímann í fyrndinni gaus ţarna norđvestan í jöklinum.
 
Rauđa stjarnan er sem sagt líklegasti gosstađurinn.
 
Gula stjarnan er sá stađur sem mestu jarđhrćringarnar voru síđustu vikur og mánuđi og margir héldu ađ ţar myndi gjósa. Ţess má geta ađ enn skelfur nákvćmlega á ţessum stađ 
 
eyjafjallajokull_m_skyringum_b_981000.jpg
Loks má sjá stjörnu á fimmvörđuhálsi og hún merki gosstađinn ţar. 
 
Enn birti ég mynd Eyjólfs Magnússonar sem ég tók ófrjálsri hendi af vef Jarđvísindastofnunar og aftur biđst ég velvirđingar á hnuplinu. Inn á myndina hef ég merkt sömu eđa svipuđ örnefni og stjörnurnar sem ég gat um.

Inn á myndina hef ég merkt helstu stađhćtti sem getiđ er um á kortinu.

Svo skulum viđ hafa ţađ á hreinu ađ gríđarstór gígur er efst í Eyjafjallajökli og er hann fullur af ís eđa jökli. Skarđ er í gígnum og fellur skriđjökull bratt niđur úr gígnum og á láglendi. Hann fellur á milli tveggja skolta, Ytri-Skolts og Innri-Skolts. Bratti jökulsins er svo mikill ađ hann hefur veriđ nendur Falljökull.

Fyrir neđan hefur Gígjökull rutt upp landinu og síđan hann tók ađ hörfa hefur myndast lón.

Sé gos hafiđ í Gígjökli og mćlingar sýna vaxandi vatn í Jökullóninu ţá hafa vatnavextirnir gerst mjög hratt, slíkt er falliđ 

 


mbl.is Rennsli eykst undir Gígjökli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skýringamynd og kort af Eyjafjallajökli

100414_kor_m_skyringum_980990.jpg
Mjög brýnt er ađ lesendur átti sig á ţví hvernig stađhćttir eru á Eyjafjallajökli og Fimmvörđuhálsi.
 
Kortiđ hér til hliđar er fengiđ af ja.is og ég hef bćtt inn á ţađ örnefnum og gönguleiđunum yfir Fimmvörđuháls og ţeirri gönguleiđ yfir Eyjafjallajökul sem er vinsćlust, Skerjaleiđina.
 
Einnig hef ég sett inn rauđa stjörnu á ţeim stađ ţar sem jarđskjálftavirknin hefur veriđ mest.
 
Gul stjarna er á ţeim stađ ţar sem langflestir jarđskjálftar hafa átt upptök sín síđustu vikur og mánuđi. Ţađ er skammt fyrir ofan Steinsholtsjökul. Sem leikmađur hélt mađur ađ ţarna myndi nú gjósa en hver veit nema bergiđ hleypi kvikunni upp á ţessum stađ.
eyjafjallajokull_m_skyringum_b.jpg

Litla stjarnan er svo á ţeim stađ ţar sem gaus á Fimmvörđuhálsi frá 20. mars til 12. apríl. Varla er gert ráđ fyrir ađ ţar hefjist gos aftur. 

Loks birti ég aftur myndina hans Eyjólfs Magnússonar sem ég tók ófrjálsri hendi af vef Jarđvísindastofnunar. Á hana hef ég sett nokkur örnefni til ađ fólk geti nú áttađ sig á stađháttum.

Ţarna sjáum viđ litlu stjörnuna sem merkir gosstađinn á Fimmvörđuhálsi. Einnig gulu stjörnuna sem ég nefndi hér á undan en hún er á ţeim stađ ţar sem flestir jarđskjálftar hafa veriđ undanfarna mánuđi.

Hugsanlegur gosstađur í suđvestanverđum jöklinum sést ekki frá ţessu sjónarhorni. Hann er ţó handan viđ Hámund, hćsta tindinn.  

Á Eyjafjallajökli er nú, kl. 5:20, ţoka og sést ekki upp fyrir ca. 1.000 m hćđ. Ţessa ályktun má draga af vefmyndavélum Mílu og Vodafone. Af Ţórólfsfelli sést ekkert, ţar er ţoka. Úr vefmyndavél Mílu á Valahnúk sést til gosstöđvanna á Fimmvörđuhálsi. Ţćr eru í rétt rúmlega 900 m hćđ. Sjálfur er hćsti tindur Eyjafjallajökuls 1.666 m hár. 


mbl.is Um 700 yfirgefa heimili sín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mynd af stađháttum á Eyjafjallajökli

eyjafjallajokull_m_skyringum_980982.jpg
Nauđsynlegt er ađ lesendur geri sér grein fyrir stađháttum á Fimmvörđuhálsi og Eyjafjallajökli.
 
Međfylgjandi mynd tók ég traustataki á vef Jarđvísindastofnunar. Eyjólfur Magnússon tók hana á flugi yfir Fimmvörđuhálsi nokkrum dögum fyrir gosiđ og sést á henni afstađan. Biđ Eyjólf velvirđingar á hnupli myndarinnar.

Á myndina hef ég merkt gosstađinn á Fimmvörđuhálsi. Hann er rétt vestan viđ gönguleiđina sem ég hef merkt međ punktalínu.

Um tíu kílómetrar eru af Fimmvörđuhálsi upp ađ Hámundi, sem er hćsti hluti jökulsins. Hann er hluti gígrimans. Ţađ er líka Innri-Skolti, Ytri-Skotli (ekki merktur á myndinni) og Guđnasteinn.

Sjálfur er gígurinn gríđarlega stór og skarđ er í hann milli Innra-Skolts og Ytra-Skolts og fellur ţar niđur Gígjökull eđa Falljökull. Fyrir neđan hann er Jökulsárlóniđ sem margir kannast viđ enda liggur vegurinn inn í Ţórsmörk og Bása fram hjá ţví og raunar yfir ánna sem úr ţví rennur. 

Samkvćmt jarđskjálftakorti Veđurstofunnar eru jarđskjálftarnir undir Hámundi. Áđur höfđu jarđskjálftarnir veriđ ofan viđ Steinsholtsjökul. Hann sést illa á myndinni en er ađeins austan viđ Gígjökul.


mbl.is Rýming gengur vel
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skyndilegt lífsmark undir jöklinum

100414_jar_skjalftar.jpgSamkvćmt jarđskjálftagrafi Veđurstofunnar á vedur.is er ađ sjá sem upptök jarđskjálftanna séu í toppgígnum sunnanverđum. Jafnvel sunnan viđ hann, sunnan Hámundar, sem er hćsti tindur jökulsins.

Undanfarnar vikur og jafnvel mánuđi hafa jarđskjálftarnir veriđ ofan Steinsholtsjökuls sem eru í jöklinum norđaustanverđum. Ţetta kemur ţví nokkuđ á óvart.

Ţegar ţetta er skrifađ, um 02:30, er ekki ađ sjá ađ gos sé byrjađ né heldur eru merki um gos nema á óróamćlum Veđurstofunnar. Mćlarnir á Gođabungu, Mörk og Skógum hafa veriđ hundflatir en allt í einu má sjá hviđur. 

Sunnanverđur Eyjafjallajökull er mjög brattur. Jökullinn er ţykkur ţarna efst en mestur er jökullinn í gígnum sjálfum.

Sé kvikuhlaup undir Eyjafjallajökli er alls óvíst hvar ţađ kemur 

upp, komist ţađ á annađ borđ upp á yfirborđiđ.

100414_oroamaeling.jpg

Síđast hljóp kvikan langar leiđir og náđi yfirborđi fyrir einskćra tilviljun á Fimmvörđuhálsi. Ekkert bendir enn til ţess ađ ţađ gerist núna.

Sem sagt, alls ótímabćrt ađ lýsa ţví yfir ađ Eyjafjallajökull sé til hvílu lagstur. 

 


mbl.is Rýming viđ Eyjafjallajökul
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ međ girđinguna viđ gosstöđvarnar?

Getur lögreglan á Hvolsvelli upplýst hvort henni hafi tekist ađ koma upp girđingunni fyrir goslok. Uppi voru miklar hugmyndir um ađ girđa af eldgosiđ til ađ koma í veg fyrir ađ fólk gćti nálgast gosstöđvarnar og fariđ sér ađ vođa.

Kannski var ţetta hótun eins og margt annađ. Man eftir ađ lögreglan sagđi nćr ţví ófćrt vćri fyrir jeppa á 35 tommu dekkjum inn í Bása. Lögreglan sagđi ađ mikiđ vćri í ám. Lögreglan lét loka akleiđum út úr Gođalandi. Allt var ţetta tómt bull og vitleysa og átti sér einga stođ í raunveruleikanum.

Máliđ var einfaldlega ţađ ađ međ röngum upplýsingum átti ađ letja fólk til ferđalaga. Ţađ gekk ekki eftir vegna ţess ađ fólk er ekki fífl. Mćtti segja mér ađ ţađ hafi komiđ löggunni á óvart. 


mbl.is Eiturgufur og brennisteinsmengun viđ hrauniđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Engin prisipp, engar hugsjónir

Fjölmargt athyglisvert hefur kom fram í skýrslu rannsóknarnefnarinnar. Ég staldra viđ tvö sláandi atriđi varđandi bankana. Eftirfarandi hef ég úr um bjöllun Morgunblađsins:

  • Eignir stóru bankanna ţriggja voru endurmetnar í nóvember 2008. Fyrir endurmat voru ţćr sagđar vera 11.764 milljarđar króna, en eftir endurmat 4.427 milljarđar króna. Lćkkun nam ţví 7.337 milljörđum króna, eđa 60%. Til samanburđar var ţjóđarframleiđsla Íslands fyrir áriđ 2008 um 1.476 milljarđar króna og ţví svarar niđurfćrsla eigna fjármálafyrirtćkjanna til ţjóđarframleiđslu Íslands í fimm ár. 
  • Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans: „Ég hef alltaf haft ţá trú ađ ţađ vćru, ađ ţađ vćru allt ađrir ađilar sem hefđu átt bankann heldur […] allt ađrir ađilar keypt bankann heldur en menn hafa sagt. Og mig hefur oft grunađ ađ ţađ vćru einhverjir ađrir sem raunverulega ćttu hann.

Hvort tveggja, ţótt ólíkt sé, er hrikalegt ef satt er. Ţá er í raun ekkert eftir nema ađ taka undir ţađ sem Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins segir:

[É]g er búinn ađ fylgjast međ ţessu í 50 ár. Ţetta er ógeđslegt ţjóđfélag, ţetta er allt ógeđslegt. Ţađ eru engin prinsipp, ţađ eru engar hugsjónir, ţađ er ekki neitt. Ţađ er bara tćkifćrismennska, valdabarátta. 

 


mbl.is „Skynjuđu ađ dansinum var ađ ljúka“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flöt lína á Fimmvörđuhálsi

100412_godabunga_oroi.jpgEftir tuttugu og tvo eđa ţrjá daga er eldgosinu á Fimmvörđuhálsi líklega endanlega lokiđ.

Ekki er ég jarđfrćđingur og enga ţekkingu hef ég á línuritum eins og hér er birt og fengiđ af óróleikavef Veđurstofunnar. Hins vegar get ég sagt eins og mađurinn: Ég hef séđ nógu marga sjúkrahúsaţćtti í sjónvarpinu til ađ vita hvađ „flat line“ merkir. 

Auđvitađ er ekkert ađ gerast á óróamćlinum viđ Gođabungu. Hann er flatari en gígsvćđiđ var fyrir gos. Mćlir ekki einu sinni bílaumferđ. Og ţađ ţýđir ađ eldgosiđ er búiđ.

En til ađ sýnast nú sennilegur verđur mađur ađ hafa borđ fyrir báru. Ţví segi ég háalvarlegur; en ţađ er aldrei ađ vita hverju náttúran tekur upp á enda geta eldgos geta tekiđ sig upp aftur. Og nú er ég farinn ađ líkjast Haraldi Sigurđssyni óţarflega mikiđ. 

Nú ćtlar Umhverfismálastofnun ađ laga göngustíga norđan megin viđ Fimmvörđuháls. Ég hef ţađ sterkt á tilfinningunni ađ stofnunin mun klúđra ţessu mikilvćga verkefni. Hún ćtlar líklega ađ hella möl ofan í hnédjúpa trođningana og láta ţar viđ sitja.

Ágćtu lesendur, í fćstum tilviku er ţađ nein lagfćring, í besta falli einungis frestun á umhverfisslysi. 


Vakti litla athygli á sínum tíma

Muna einhverjir hverskona útreiđ Inga Jóna Ţórđardóttir fékk fyrir ađ makka ekki međ í stjórn Icelandair? Nei, eflaust nćr minni fólks ekki svona langt. Enginn fjölmiđill reyndi ađ komast ađ ţví hvađ konunni gekk eiginlega til og hvers vegna hún sagđi af sér. Ekki heldur virtust fjölmiđlar hafa áhuga á ţví ađ skođa hvers vegna afsögn Ingu Jón hafđi engin áhrif á nćsta ađalfundi Icelandair.

Ţá var ljóst og allir vissu sem vildu vita ađ peningar höfđu horfiđ út af bankareikningum Kaupţings til ţess ađ kaupa hlut í American Airlines og einhverju fleira. Ragnhildi var sagt upp störfum og hún fékk feitan starfslokasamning fyrir ađ halda sig á mottunni.

Ekki neitt af ţessu ţótti annađ á sínum tíma en einhverjar ómerkilegar kritur á milli manna. Enginn annar en Inga Jóna setti ţetta í samhengi viđ siđferđileg efni. Ekki fyrr en núna ađ athygli vaknar á einstökum ţáttum í hegđun og verkefnum útrásarvíkinga.


mbl.is Hótađi lögreglurannsókn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjófnađur er ekki tilraun

Ţetta er mikill misskilningur hjá forsćtisráđherra. Hér var aldrei um tilraun ađ rćđa. Ljóst má vera ađ fólk sem gat misfariđ međ fé sem ţví var trúađ fyrir gerđi ţađ. Og ţeir sem átti ađ gćta ađ lögum og reglu gerđu ţađ ekki eđa mistókst.

Ţetta tal um  tilraun er runniđ frá vinstri mönnum sem endilega vilja halda ţví fram ađ kapítalisminn sé dauđur og frjálshyggjan líka. Ţetta fólk horfir ekki til annarra landa né ţekkir ţar til í andlátsbćnum sínum.

Bankahrun var út um allan heim en fáir nema íslenskir vinstrimenn hafa kveđiđ upp dánarorđ yfir kapítalismanum. 


mbl.is Dýrkeypt samfélagstilraun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jafnvel samflokksmenn vildu ekki Björgvin međ

Munum ađ hreinlega allir reyndu sem ţeir gátu ađ halda Björgvin G. Sigurđssyni, ţáverandi viđskiptaráđherra fyrir utan öll mál sem einhverju skiptu.

Hvernig stendur til dćmis á ţví ađ ţáverandi utanríkisráđherra og formađur Samfylkingarinnar vildi ekki ađ Björgvin kćmi ađ málum?

Ţetta eru hreint ótrúlgar fréttir og sá grunur lćđist ađ manni ađ jafnvel samflokksmenn Björgvins hafi ekki taliđ ađ hann ćtti neitt erindi í bankamál. Stađa hans sem ráđherra hafi ađeins veriđ svona upp á formlegheitin. Hafđi hann ekkert vit á ţeim málaflokki sem hann átti ađ sjá um?


mbl.is Nei nei, ekkert ađ gerast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband