Hvað með girðinguna við gosstöðvarnar?

Getur lögreglan á Hvolsvelli upplýst hvort henni hafi tekist að koma upp girðingunni fyrir goslok. Uppi voru miklar hugmyndir um að girða af eldgosið til að koma í veg fyrir að fólk gæti nálgast gosstöðvarnar og farið sér að voða.

Kannski var þetta hótun eins og margt annað. Man eftir að lögreglan sagði nær því ófært væri fyrir jeppa á 35 tommu dekkjum inn í Bása. Lögreglan sagði að mikið væri í ám. Lögreglan lét loka akleiðum út úr Goðalandi. Allt var þetta tómt bull og vitleysa og átti sér einga stoð í raunveruleikanum.

Málið var einfaldlega það að með röngum upplýsingum átti að letja fólk til ferðalaga. Það gekk ekki eftir vegna þess að fólk er ekki fífl. Mætti segja mér að það hafi komið löggunni á óvart. 


mbl.is Eiturgufur og brennisteinsmengun við hraunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Var það ekki náttúruverndar kerlingin sem ætlaði að girða og nú er það of seint, því andskotans glápararnir eru búnir að stífla gíginn.    

Hrólfur Þ Hraundal, 14.4.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband