Skýringamynd og kort af Eyjafjallajökli

100414_kor_m_skyringum_980990.jpg
Mjög brýnt er að lesendur átti sig á því hvernig staðhættir eru á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi.
 
Kortið hér til hliðar er fengið af ja.is og ég hef bætt inn á það örnefnum og gönguleiðunum yfir Fimmvörðuháls og þeirri gönguleið yfir Eyjafjallajökul sem er vinsælust, Skerjaleiðina.
 
Einnig hef ég sett inn rauða stjörnu á þeim stað þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið mest.
 
Gul stjarna er á þeim stað þar sem langflestir jarðskjálftar hafa átt upptök sín síðustu vikur og mánuði. Það er skammt fyrir ofan Steinsholtsjökul. Sem leikmaður hélt maður að þarna myndi nú gjósa en hver veit nema bergið hleypi kvikunni upp á þessum stað.
eyjafjallajokull_m_skyringum_b.jpg

Litla stjarnan er svo á þeim stað þar sem gaus á Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 12. apríl. Varla er gert ráð fyrir að þar hefjist gos aftur. 

Loks birti ég aftur myndina hans Eyjólfs Magnússonar sem ég tók ófrjálsri hendi af vef Jarðvísindastofnunar. Á hana hef ég sett nokkur örnefni til að fólk geti nú áttað sig á staðháttum.

Þarna sjáum við litlu stjörnuna sem merkir gosstaðinn á Fimmvörðuhálsi. Einnig gulu stjörnuna sem ég nefndi hér á undan en hún er á þeim stað þar sem flestir jarðskjálftar hafa verið undanfarna mánuði.

Hugsanlegur gosstaður í suðvestanverðum jöklinum sést ekki frá þessu sjónarhorni. Hann er þó handan við Hámund, hæsta tindinn.  

Á Eyjafjallajökli er nú, kl. 5:20, þoka og sést ekki upp fyrir ca. 1.000 m hæð. Þessa ályktun má draga af vefmyndavélum Mílu og Vodafone. Af Þórólfsfelli sést ekkert, þar er þoka. Úr vefmyndavél Mílu á Valahnúk sést til gosstöðvanna á Fimmvörðuhálsi. Þær eru í rétt rúmlega 900 m hæð. Sjálfur er hæsti tindur Eyjafjallajökuls 1.666 m hár. 


mbl.is Um 700 yfirgefa heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk

Sigurður Haraldsson, 14.4.2010 kl. 05:10

2 Smámynd: Þorvarður Goði

góð færsla, takk fyrir þetta

Þorvarður Goði, 14.4.2010 kl. 06:43

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæll og takk fyrir þetta! Mér finnst netmiðlar ekki standa sig of vel og maður leitar eftir upplýsingum í bloggi ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.4.2010 kl. 07:40

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir upplýsandi færslur,  gott að hafa góða menn á vaktinni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.4.2010 kl. 08:08

5 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Tad er ekki í lagi ad stela ljósmyndum. Tó tig langi ad blogga um tetta.

Baldvin Kristjánsson, 14.4.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband