Viðbrögðin hæg hjá Airbus og ESB

Eftir nærri viku gos í Eyjafjallajökli, öskusveim sem nær yfir stærsta hluta Evrópu og nær algjört flugstopp í kjölfarið rankar flugvélarisinn Airbus við sér og fer a kanna málið. Ekkert að, segir hann.

Gagnrýni á flugbannið hefur nú farið vaxandi enda afleiðingarnar gríðarlegt efnahagslegt vandamál sem snertir næstum öll svið viðskipta og neyslu. Ekki aðeins tapar ferðaþjónustan heldur er stöðugt að koma í ljós tap almennings. Vöruframboð fer smám saman minnkanadi, inn- og útflutningur í Evrópu er að breytast, nauðsynjavörur sem sendar eru með fragtflugi verða vart fáanlegar, að minnsta kosti um tíma.

Og stjórnvöld í hinu háttvirta Evrópusambandi virðast vera jafn svifasein og flugvélarisinn. Viðbrögðunum má líkja við bankahrunið hér á landi. Allar upplýsingar liggja fyrir en langan tíma tekur að virkja boðleiðir.


mbl.is Eðlilegt flug í öskuskýi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband