Hvað olli flóðinu sunnan úr Eyjafjallajökli?

kort_af_jokli_og_gigum_983003.jpg

Í upphafi eldgossins kom mikið flóð suður af Eyjafjallajökuls og lenti í Svaðbælisá, sem rennur m.a. framhjá Þorvaldseyri. Þá var því haldið fram að gígur væri sunnan við toppgíg jökulsins. Ekki hef ég orðið þess var að meira flóð hafi komið sunnan megin, hvorki í þessari á né öðrum.

Hvernig skyldi standa á þessu? Hafi verið gígur sunnan megin er hann þá óvirkur eða varn enginn gígur þarna? sé hið síðarnefnda rétt hvernig skyldi þá hafa staðið á flóðinu?

Líklegagsta skýringin er sú að þarna sést lítið til vegna mökksins úr eldgígnum. Það breytir þó ekki því að hægt er að taka myndir með ákveðinni tækni þar sem horft er í gegnum mökkinn.

Meðfylgjandi kort er af vef jarðvísindastofnunar en Páll Einarsson og Ásta Rut Hjartardóttir hafa sett inn á það nýju gígana eftir Radarmynd sem tekin var í TF-SIF í 14. apríl kl. 10:30. 

Þess má geta að Svaðbælisá var kennd við bæinn Svaðbæli. Síðar var nafni bæjarins breytt í Þorvaldseyri.


mbl.is Gosmökkurinn rís enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Sæll Siggi. Það er mjög algengt að gosrás styttist meðan á gosi stendur. Ég man í svipinn ekki eftir gossprungu sem hefur haldið lengd sinni til lengdar. Flóðspýjan niður Svaðbælisá getur stafað frá syðsta enda sprungunnar sem síðan hefur lokazt þegar sprungan styttist. Á kortinu sem þú birtir er sýnt gosop sunnan vatnaskila/jökulskila. Ég sé ekki neitt dularfullt eða óeðlilegt við þetta. Hins vegar þarf að reyna að sannreyna þetta eins og annað (það er ekki nóg að eitthvað gæti verið satt) og etv verður það hægt með einhverju móti þegar hægt verður að komast að gosstöðvunum.

Í einhverri af aldamótabókum Þorsteins Thorarensens er Þorvaldur á Þorvaldseyri sagður hafa farið til Reykjavíkur, stikað þar lengdina á húsi Lærða skólans (MR) og síðan byggt hlöðu sem var stærri en þessi þá stærsta bygging landsins. Það gekk náttúrlega ekki að svona stórbýli héti Svaðbæli.

Skúli Víkingsson, 19.4.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Njörður Helgason

é

ÉG ER VISS UM AÐ FLÓÐMYNDIN SEM KOM Í sVAÐBÆLISÁ HAFI VERIÐ VEGNA ÞESS AÐ GOSSPRUNGAN OPNAÐIST FYRST AÐEINS ÚT ÚR ÖSKJUNNI. EN ÞAR HAFI GOSIÐ Í SKAMMANN TÍMA. vIRKNIN SKILAÐI HLAUPI NIÐUR Í sVAÐBÆLISÁ.

Já Þorvaldur í Núpakoti byggði upp stórbýlið Svaðbæli eða Þorvaldseyri með  hjálp þáverandi sýslumanns. Forstjóra fossafélagsins.

Var búinn að setja niður hluta þegar ég sá að Caps Lockið var á

Njörður Helgason, 19.4.2010 kl. 20:39

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir fróðlegt innlegg, Skúli frændi. Maður óttast auðvitað að fleiri flóð komi þarna megin, en eins og þú segir er eftir að skoða gíginn nánar. Sú mynd við þekkjum er aðeins af „ljóta kallinum“. Ég man ekki eftir að hafa séð mynd af suðurgígnum. Ýmsir ágætir menn staðhæfa að þó svo að það dragi úr gosinu bendi sú staðreynd að gígur hafi opnast sunnan megin til þess að ekki sé loku fyrir það skotið að víðar kunni að gjósa en í toppgígnum.

Skemmtileg þessi saga sem þú nefnir um Þorvald frá Svaðbæli.

Bestu þakkir fyrir innleggið, Njörður. „Caps Lock“ getur valdið náttúruhamförum. Og nú man ég að Einar Benediktsson var sýslumaður í Rangárvallasýslu. Svona eru tengingarnar út um allt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.4.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband