Voða, voða slæmur staður fyrir Björn

Ég hef nú dálitlar áhyggjur af honum Birni Oddssyni, jarðfræðingi. Samkvæmt fréttinni er hann um 2 km norðan við gíginn á toppi Ayyahfyahlahyerkuhls.

Í ljósi þess er hann í bráðri lífshættu, er líklega hangandi á nöglunum í miðjum Gígjökli eða í krossspenntur í sprungunum fyrir ofan Smjörgil. Hvort tveggja er mjög slæmt, voða, voða sæmt. Vonandi man hann samt eftir að taka myndir.

Skyldu björgunarsveitirnar vita þetta?


mbl.is „Minni læti í gosinu í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll aftur,

Svona ungur og hress maður vippar sér nú undan smá hraunslettum til að ná góðum myndum.
Mig langar hins vegar til að spyrja þig sem kunnugan mann þarna - í hvaða áttir er horft með myndavélum Vodafone og Mílu.    Mér lætur ekki vel að þurfa að hugsa verulega um svona einföld mál en vil þó vita hið sanna!
Svo má nefna það að nú rís óróinn heldur á mælunum á Goðabungu, Mið-Mörk og Eystri Skógum en það er sennilega eins og þú segir í svarinu til mín síðast að það veit enginn hvað það þýðir!     Þar er líklega skýring á orðum Ragnars "Skjálfta" í sjónvarpinu að það væri hægt að vita svo miklu meira ef peningar fengjust til rannsókna og sérstaklega úrvinnslu gagna sem til væru í haugum!    

Kveðja,

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 21.4.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Horft er í suður eða því sem næst.

Ég man að fyrir ca. tíu eða fimmtán árum kvörtuðu jarðfræðingar yfir að hafa ekki nógu úr að moða, tækjum og fleira. Síðan hafa verið settar auknar fjárveitingar í rannsóknirnar og nú er afar lítið kvartað yfir aðstöðuleysinu. Líklega má þó alltaf gera betur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.4.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband