Nýja Markarfljótsbrúnin og varnargarðarnir brugðst algjörlega

markarfljotsbru_gamla.jpg

Hvernig skyldi standa á því að gamla Markarfljótsbrúin hafi staðist flóðin úr Eyjafjallajökli en við nýju brúna þurfti að rjúfa varnargarða til að bjarga henni og aðrir garðarrofnuðu?

Gamla brúin var tekin í notkun árið 1934. hún er 242 m löng og þótti á sínum tíma mikið mannvirki. Varnargarðarnir við brúna og allt upp í Fljótshlíð voru hlaðnir á svipuðum tíma og síðar. Markmiðið var að koma í veg fyrir að Markarfljótið rynni inn með Fljótshlíð og yfir gömlu aurana vestan við Stóru-Dímon.

Nýja Markarfljótsbúin var vígð í október 1992. Hún er 250 m löng. Byggðir voru um 4,5 km langir varnargarðar í tengslum við brúna og kostuðu mannvirkin um 240 milljónir króna.

markarfljotsbru_nyja.jpg

Við gömlu brúna háttar aðstæðum þannig að vestan megin er varnargarður sem stýrir fljótinu undir brúna. Örlitlu hærra er austan megin hennar en þar eru þó styttri varnargarðar og sumir hafa verið byggðir á síðustu áratugum.

Við nýju brúna er aðstæður öðru vísi. Svo virðist sem mannvirkin, vegurinn og brúin liggi í sveig yfir fljótið og snýr sveigurinn uppí móti.

Samanburðinn má greinilega sjá á tveimur fyrstu myndunum og eru báðar fengnar af vef Vegagerðarinnar. Báðar eru teknar á á sama tíma. Gamli varnargarðurinn frá Stóru-Dímon og niður að brú heldur mjög vel, en nýju garðarnir, austan megin mígleka.

Nýja brúin stendur en rofin voru skörð í veginn á tveimur stöðum til að bjarga henni. Varnargarðurinn austan megin stóðst ekki álagið, fór í sundur og þar með flæddi inn að Seljalandsá og þar fór vegurinní sundur. Starfsmenn Suðurverks sýndu þarna snarræði og ruddu í skyndingu upp varnargarði svo ekki flæddi austur um sveitir en það hefði valdið miklum skaða. Þess má geta að fyrir árið 1910 átti Markarfljótið það til að falla allt austur í Holtsós.

markarfljotsbru_gamlir_varnargar_ar.jpgmarkarfljotsbru_gamlir_varnargar_ar2.jpg

Gömlu garðarnir voru byggðir með vöðvaaflinu að mestu  leyti.

Á meðfylgjandi myndum Geirs G. Zoega má sjá menn með skóflur og hjólbörur við gerð garðanna.

markarfljotsbru_kort_varnargar_ar3.jpg

Það sem er gamalt er ekki endilega lakara en það sem gert er nú á dögum með afkastamiklum vélum og tækjum. 

Nú velta fleiri en ég því fyrir sér hvers vegna Suðurlandsvegur, þjóðvegur nr. 1, hafi ekki staðist flóðið úr Eyjafjallajökli þegar gamla brúin, sem þó var löskuð fyrir, stóðst það.

Nokkru áður en nýja brúin var byggð kom mikið flóð í Markarfljótið og grófst undan einum eða tveimur stöplum hennar og hún seig nokkuð. Það hafði þó ekki meiri áhrif en að hægt hefur verið að nota hana síðan og núna síðast vegna þeirrar neyðar sem skapaðist vegna eldgossins.

Á meðfylgjandi korti frá Vegagerðinni má sjá staðsetningu beggja brúna. Gula línan táknar hringveginn, þjóðveg nr. 1, eins og hann er nú staðsettur.

Rauða línan er vegurinn eins og hann var þegar hann lá yfir gömlu brúna og svo suður fyrir fjöllin. 

markarfljotsbru_i_austur_982784.jpg

Neðsta myndin er fengin úr síðasta fréttabréfi Vegagerðarinnar. Hana tók Þórdís Högnadóttir hjá Jarðvísindastofnun. Horft er í austur. Sjá má Seljalandsfoss lengsts til vinstri.

Fljótið virðist greinilega falla til austurs enda ber á grynningum fyrir ofan brúna. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir að hlaupið rynni til austurs, yfir gróið land. Raunar er fátt þar sem minnir á að Markarfljót hafi nokkru sinni fallið undir fjöllin.

Á myndinni má sjá sveiginn sem er á mannvirkjunum og að leiðargarðarnir beggja vegna brúarinnar gegna ekki að fullu hlutverki sínu. Austari varnargarðarnir hafa raunar rofnað. 

Ég ætla að gera hér tilraun til að svara spurningunni sem ég varpaði fram hér í upphafi.

Skýringin á því að svo margt fór úrskeiðis við nýju brúna held ég að sé sú staðreynd að þarna er miklu breiðara svæði en fyrir ofan. Straumurinn verður minni, framburður fljótsins nær að setjast og vatnið veltur þar af leiðandi þangað sem minnst fyrirstaða er, austur yfir. Þess vegna brestur austari varnargarðarnir og síðan þjóðvegurinn. Allt í tómu tjóni.

Hefði grafist undan nýju brúnni hefði vegurinn ekki verið rofinn og leiðargarðurinn brostið austan við hana?

Við gömlu brúna er hins vegar meiri þrengsli. Þar myndast svo mikill straumur að aldrei hefur komið til þess að aurinn hafi hlaðist upp undir henni eða við hana. Hins vegar hefur grófst undan tveimur stöplum hennar fyrir mörgum árum, en ekki núna.

Svo mega menn deila um það hvort skýringar mínar eru réttar.

Staðreyndir málsins eru þó skýrar: Nýju mannvirkin brugðust. Í því er fréttagildi þessarar umfjöllunar og ég skora á fjölmiðla að fjalla núna um þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband