Á landsbyggðinni eru mörg frábær íþróttalið

Gott íþróttalið í litlum bæ á landsbyggðinni hefur gríðarleg góð áhrif á viðhorf fólks. Bærinn kemst af og til í fréttir og lesendur, hlustendur eða áhorfendur sjá og skilja að lífið á landsbyggðinni er gott og gefandi. Þaðan koma miklar íþróttahetjur ekki síður en af höfuðborgarsvæðinu. ekki má heldur gleyma áhrifunum sem íþróttaliðið hefur innanbæjar, þau eru mikil.

Sigursælt íþróttalið á landsbyggðinni hefur miklu meiri áhrif og enn jákvæðari ef þannig er hægt að komast að orði. Bærinn skorar hjá landsmönnum sem líta til hans með viðurkenningaraugum og sumir hugsa sem svo að kannski væri gaman að búa þarna.

Þannig er það með körfuboltaliðið Snæfell úr Stykkishólmi. Ekki er mörgum kunnugt um að þara búa aðeins um 1.100 manns og ekki nándanærri allir hafa spila körfubolta.  

 

  • Á Akureyri eru góð lið í handbolta, fótbolta og íshokkí. Þar búa um 17.200 manns. 
  • Gott körfuboltalið er á Sauðárkróki og í sveitarfélaginu Skagafirði búa um 4.200 manns. Þar er líka kvennalið í fótbolta sem spilar í 1. deild.
  • Grindvíkingar eru aðeins um 2.850 og þeir eru með góð lið í bæði körfubolta og fótbolta.
  • Akranes hefur lengi haft mikla sérstöðu í fótbolta en þar búa 6.555 manns.
  • Selfyssingar komust á síðasta ári í úrvalsdeildina í fótbolta. Bærinn er hluti a Sveitarfélaginu Árborg en þar búa 7.810 manns.
  • Keflvíkingar eiga svakalega góð lið í fótbolta og körfubolta, í Reykjanesbæ býr 14.081 maður. 
  • Njarðvík er hluti af Reykjanesbæ og þar er gott lið í körfu og fótboltaliðið spilar í fyrstu deild.
  • Fjarðabyggð á lið í fyrstu deild í fótbolta. Þar búa 4.637 manns.
  • Í Vestmannaeyjum búa 4.129 manns og þar er úrvalsdeildarlið í fótbolta og fleira má nefn.

 

Svona mætti telja áfram upp kvenna- og karlalið í boltaíþróttum og frjálsum íþróttum. Nefna má Völsung á Húsvík, Sindra á höfn, Og ég er áreiðanlega ekki að telja upp allt sem máli skiptir á ofangreindum stöðum. Biðst forláts á því.

Staðreyndin í máli mínu er sú að á landsbyggðinni er mikið íþróttalíf og sá tími er liðinn að liðin af höfuðborgarsvæðinu geti bóka sigur á „landsbyggðarræflunum“.

Gott íþróttalið skiptir miklu máli fyrir öll samfélög hvar sem þau eru staðsett. Og ekki má gleyma þeim sem taka þátt í íþróttum af ánægjunni einni saman.


mbl.is Snæfell burstaði Keflavík 91:69
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband